Kvennablaðið - 01.02.1896, Qupperneq 6
14
enn þeir kæmu, og hún hugsaði með sjer,
að það yrði víst gaman að sjá, hvað mað-
urinn hennar yrði hissa, þegar hann
fengi vindlana og pípuna. Hún hafði
keypt það fyrir sína peninga, sem hún
hafði fengið á sauma, er hún tók meðan
hann var fyrir sunnan.
Klukkan var orðin 7, þegar Ólafur
kom úr kirkjunni. Þegar Kristín sá, að
hann var einn, spurði hún, hvort Jón
kæmi ekki líka.
*Nei“, sagði Ólafur, honum var boðið
til eins af skólabræðrum hans í kveld".
Kristín bar inn matinn og settist að
borðinu með manninum og dóttur sinni.
Ólafur var mjög fálátur og talaði ekkert
um, hvernig honum líkaði maturinn, sem
hann var þó v&nur að gjöra, þeg&r vel
lá á honum.
Þegar þau höfðu etið og Kristín
hafði iokið frammiverkum, bar hún inn
bakka með ýmsum kökum og ljet á borð-
ið. Þegar hún var komin inn með kafíið,
tók hún jólagjafirnar og rjetti að manni
sinum og barni. Litla stúlkan rak upp
hljóð af gleði, þegar hún sá brúðuna og
hljóp upp um hálsinn á mömmu sinni,
enn maður hennar sagði þurlega:
„Þú heldur sjálfsagt að jeg sje mjög
hrifinn af öllum þessum jólaverkum þín-
um. En jeg hefði langtum heldur viljað
íá matinn minn á rjettum tíma í dag og
jakkanu í kveld, eun að þú hefðir verið
með allan þenna fyrirgang og frammi-
8töðu“.
Þegar Kristín heyrði þetta, roðnaði
hún fyrst við, en fölnaði þegar aftur.
Henni fannst sem steypt væri yfir sig
fullri skál af vatni. Henni varð alveg
orðfall. Hún, sem hafði hlakkað svo til,
hvað maður hennar yrði ánægður, þegar
hann sæi hvað drjúgt henni hetði orðið
í höndum og hvað hún hefði getað gjört
heimilið þægilegt með svo litlu. Vóru
þetta þá þakkirnar? Og hafði maðurinn
hennar nú eftir að eins fjögra ára sam-
búð ekki hlýlegra viðurkenningaryrði til
hennar? Var þetta jólagjöfin hans?
Hún settist þegjandi niður að drekka
kafíið, en ánægjan og kaffiílöngunin var
horfin og nokkur tár hrundu ofan í boll-
ann hennar.
(Niðurl. næat).
Jeg þekki hana ekki.
J;,eg þekki bana ekki, enn aamt er mjer sagt,
að sjo hana inndælt að finna.
Hún armana hefir ei um mig lagt
nje unt mjer gæðanna sinna.
Hún kvað vera fríð og sælleg að sjá
og sveipuð yndisþokka,
með hlæjandi varir og hýra brá
og hrynjandi gullbjarta lokka.
Og hlý eins og sðlin á vormorgni væn —
og veglegt er henni að mæta:
Hún her í fanginu blöðin græn
og blöm með ilminum sæta.
Hún býður þau vinum með bros á kinn
og blíða ástarkossinn,
í vorhlýja faðminn þá vefur sinn,
að velji þeir sjálfir hnossin.
Því hundrað tegundir hjá henni fást,
og hver sem að þjer þykja mætust,
þá veit jeg að þau heita von og ást,
sem víst eru allra sætust.
Mig dreymdi’ hana eitt sinn, hún var svo væn,
að vitrast hjartanu mínu;