Kvennablaðið - 01.04.1896, Qupperneq 5

Kvennablaðið - 01.04.1896, Qupperneq 5
29 Það er lítið gaman að þurfa að rera með nefið niður í öllu, eða að bæta fatagarma, stoppa sokka, þvo, elda mat, gæta að börnum, klæða þau og vaka yfir þeim fram á nætur, en það er ánægjulegt að hafa til góðan og hollan mat handa sjer og sínum, hrein og vel viðgjörð föt, heilsugóð og þokkaleg börn, og reglu- semi á heimilinu, og þetta er árangur- inn. Já, þégar við leitumst við að vinna okkur allt Ijett og eyða ekki kröftum og heilsu til árangurslausrar gremju, en vinna hyggilega og grafa ókkur þó ekki í vinnunni, uppfylla skyldur okkar og nota daginn vel, en geta þó fengið ýms- ar hvíldarstundir, þá verðum við miklu glaðværari, frjálslegri og áhyggjuiausari. Það er einmitt þetta frjálsræði hugans og þessi glaðværð, sem þessar sístritandi og sístynjandi húsmæður þekkja ekki, af því þær þekkja ekki þessar hvíldarstund- ir vinnunnar. Þær vinna og spinna og eru aldrei í rónni, nema að fá sjer eitt- hvað til, þótt engin nauðsyn sjetil þess. Þar sem börn eru, verður oftast eng- um verulegum vinnureglum fylgt fyrir móðurina. Því þau verða auðvitað að sitja fyrir öllu. En þá getur hún hugg- að sig við það, að það er svo mikið verk að fæða og fóstra börn, að það er næg vinna fyrir hana með umsjón heimilisins. Auk þess sem margar mæður og hús- mæður koma ótrúlega miklu fleira í verk. Tökum dæmi af fuglunum, þeir synast ekki vinna annað enn að skemmta sjer, líf þeirra sýnist vera eintómur leikur, en þó ná þeir á fluginu fæðunni handa sjer og ungum sínum. Gainla fruin og unga frúin. Eftir Sigurd. -^rO ------ jJjR-rú Karen hafði ekki haft nema tvo um tvitugt, þegar hún gekk ánægð af brúðarbekknum inn undir gamla brotna tiglsteinsþakið í Bjarkholti. Hinir áhyggjulausu, glaðværu, sól- björtu hveitibrauðsdagar vóru brátt liðnir. Ekki svo að skilja, að kærleikurinn liði á burt. Nei, hann óx með árunum. Sköldberg lautenant og kona hans lifðu meira og meira hvort fyrir anuað með hverjum degi. Þau tóku ekki eftir því, að ennin urðu hrukkóttari og sporin þyngri; tóku ekki eftir því að haustið lagði frosthjelu á jörpu lokkana. í aug- um þeirra beggja var hann allt af sami ungi, grannvaxni lautenantinn, sem í brúð- kaupi bróður síns með staf í hendi og marskálkskranzinn á brjóstinu, heilsaði hinni ljósklæddu mey, sem hann sá þá í fyrsta sinn. 0g þegar hún þrjá- tíu árum síðar hneig örmagna niður við kistu gamia kapteinsins, þá fann hún til þess að ást ungu, glöðu brúðarinnar, svo heit sem hún var, var þó ekki nema eins og leiftrandi ljós, blossandi hálmlogi í samanburði við ást gömlu kapteinsfrúar- innar. Nei kærleikinn stóðst reynsluna. En heimilisáhyggjurnar gerðu leikinn að al- vöru. Lautenant Sköldberg var ekki eins efnaður ungur maður og pabbi hjelt, þegar hann gaf honum Karen sína. Hátt var upp á tiglsteinsþakið á gamla Bjarkholti, en veðsetningarnar vóru hærri, forða- búrin vóru full af korni, en það vóru ýmsir herrar inni í borginni, sem hefðu -mi-

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.