Kvennablaðið - 01.04.1896, Qupperneq 7
31
ina mikíu, stamaudi og í sundurlansum
setningum.
„En þú verður ekki neitt glöð að heyra
þetta, mamma; æ, guð minn góður, mjer
sýnist þú tárfella. Geðjast þjer þá ekki
að Emilíu?" (Framh.).
-------m*------
Barnafæði.
ft má sjá, að börn efnaðra foreldra,
sem þó hafa efni til að veita þeim bæði
betra fæði og hirðingu en fátæklingarnir,
eru fölleit og veikluleg, en börn fátækl-
inganna eru rjóð og hraustleg.
Mörgum efnuðum foreldrum kemur
sjálfsagt til hugar sú spurning, hvers
vegna börnin þeirra líti ekki betur út,
hvers vegua þau sjeu síiasin, þrátt fyrir
alla varúð og hreinlæti, þrátt fyrir kröft-
ugt fæði og hlý og góð föt, þrátt fyrir
loftgóð og hlý herbergi, og þrátt fyrir
það, að heita má, að þeim sje aldrei
slept út fyrir húsdyr nema í bezta veðri.
Þessum spurningum, sem eru svo eðli-
legar, mundu læknarnir vera færastir um
að svara. En frá „almennu sjónarmiði“
má líka draga af þeirn ýmsar ályktanir.
Ekki ósjaldan ber það við, að einmitt
fæðið er orsök í lasleika þeirra. Sumir
hafa þá trú, að börnin geti ekki „orðið
að manni“ nema þau fái sem kröftugast
fæði. Aðrir ætla, að bezt sje að láta
börnin sem mest sjálfráð með hvað þau
eta og hvenær þau gjöra það. Hvort-
tveggja er jafn skaðlegt. Börnunum er
oítast óholl mjög þung fæða, því hún
meltist ver og meltingarfærin eru á barns-
aldrinum ekki orðin svo sterk, að þau
þoli allan mat. Ósúr kúamjólk, helztný-
mjólk, og ílestur mjólkurmatur, er mjög
hollur fyrir börnin; sömuleiðis vel bakað
brauð með smjöri. En ekki er síður ó-
hollt fyrir börnin, að vera allan daginn
að smáeta. Það er óvani, sem venja má
af börnunum, að þau gangi frá borðinu
og fram í búr eða eldhús til að fá sjer
annan mat, sem þeim geðjast betur að.
Þau ættu alls ekkert að fá í staðinn,
þegar þau gjöra það af tómum keipum.
Með því að smáeta, eyðileggja þau mag-
ann og meltinguna. Af því kemur lyst-
arleysi, magaverkir og ýmsir aðrir kvill-
ar. Það er ánægjuiegt, að sjá mörg börn
fátækra manna matast. Þau eta án þess
að tína úr beztu bitana; þar ganga ekki
fram leifar, sem svo verða ónýtar, lield-
ur er tæmt í botn, og ánægjan skín svo
út úr litlu andlitunum, þegar börnin hafa
fengið nægju sína. Þau kvarta sjaldan
um magaveiki, og sýnir það, að börnin
eru ekki eins vandfædd og ýmsir ætla.
En mjólkin er þeim ómissandi, og þar
næst eru linsoðin egg mjög hoil fyrir þau.
En því miður geta fáir hjer á landi haft
þau daglega til matar.
Annað tilefni þess, hvað börn efna-
lítilla manna eru oft hraustleg, er úti-
veran. Ástæður foreldranna leyfa þeim
sjaldan að halda stúlku til að vera stöð-
ugt með börnunum. Þau nota sjer því
að eftirlitið er oft oflítið, til að fara út,
hvenær sem þau sjá sjer færi, en útiloftið
styrkir þau og herðir, þótt þau sjeu ekki
ætíð svo hlýtt klædd sem akyldi. Er
það furða, hvað sjaldan þeim verður mein
að því, og sannast þar, að „venstvesæll
vosi“. Og þótt þau sjeu ekki neitt illa