Kvennablaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 8
32
i
klædd, þá er sjaldnast átt mikið við að
dúða þau í fötum eða verja þeim að
koma út, þó ekki sje sem bezt og blíðast.
Mikiu tíðara mun það, að þau skjótist
út, hvenær sem þau geta, þegar ekki er
mjög vont veður. Kuldiun gjörir þeim
því ekkert til, þar sem börn, er lítið
fara út, hefðu ef til vill orðið veik. Þau
venjast líka á að hlaupa, stökkva og
leika sjer, til að halda í sjer hita, og af
því enginn er til að hugsa um þau, læra
þau um leið að gæta sín við meiðsium
og sjá fótum sínum forráð.
Það sannast því hjer máltækið, að
„mjótt er mundangshófið“, því eins og
illt og lítið fæði, klæðleysi, óþrifnaður og
aðgæzluleysi með börn er hættulegt, svo
er líka ofþung fæða, ofmiklar fatadúður
og sífeld hræðsla um börnin skaðleg fyr-
ir heilsu þeirra og líkamlegan og and-
legan þroska. Af því verða þau tauga-
veikluð, kveifarleg og ósjálfstæð, þau
treysta sjálfum sjer ekki til neins, og
venjast á að hafa aðra jafnan að hlíf-
skildi, enda verða þau börn sjaldnast að
nýtum og framtakssömum mönnum.
------wte*-----
Góð ráð.
Blóðrás stöðvast mjög vel með því að leggja
bðmull, sem dýft er í mjög heitt vatn, yflr sárið.
Þegar brunabragð kemur að mat, er gott að
taka pottinn undir eins af eldinum og láta hann
ofan í ílát með köldu vatni. Við það hverfur
venjulega brunabragðið.
Að varna því að lampaglös springi. Að lampa-
glös springa getur stundum verið að kenna glösum
eða lömpum, en oft er það líka að kenna óvarlegri
meðferð. Gott ráð til að varna þvi er að taka venju-
lega hárnál (eða járnvír af álíka gildleika) og
beygja hana þannig, að hún verði eins og latneskt
M í laginu, Þessu er síðan smeygt yflr efri enda
glassins, þegar kveykt er á lampanum. — Þetta
mun mega skýra svo, að járnið, sem er gðður
hitaleiðari, taki til sín nokkuð af hitanum úr glas-
inu, á sama hátt og það er gott að hafa teskeið
niður í toddyglasi, sem heitu vatni er helt í, til
þess að það springi siður.
----------------
Smælkl.
Frúin (mjög áhyggjufull): Jón minn, á þriðju-
daginn eru fjörutíu ár síðan við giftumst og all-
an þann tíma höfum við aldrei sagt aukatekið
orð hvort við annað.
Jón: Ónei, jeg hefi þolað frekjuna úr þjer
nokkurn veginn.
Frúin: Jeg skal segja þjer nokkuð, þú ert
smásálarlegur, hefnigjarn og hjegðmlegur, gamall
nöldrunarseggur, og jeg vildi ekki, hvað sem mjer
væri geflð til, giftast þjer aftur. Nei ekki fyrir
nokkurn mun.
Maðurinn: Þú sefur líklega þegar jeg kem
heim.
Frúin: Það er að segja — þú kemur líklega
ekki fyrri heim en eftir háttatíma.
Marja (við mannsefni sitt): „Heflrðu nokk-
urntíma elskað aðra stúlku en mig, Haraldur?“
Raraldur: „Náttúrlega. Kannske þig langi
til að sjá skrifleg meðmæli frá mínum fyrri unn-
ustum“.
Dráttur, sem orðið hefir nú á útkomu
Kvennabl. stafar af því, að útgef. hefir
verið veik i meira en mánaðartíma.
Kvennablaðið kostar erlendis tvœr
krónur, í Ameríku 60 cents._________________
Kvennablaðið er langútbreiddasta
blað landsins. Þessvegna er betra að
auglýsa í því en nokkru öðru blaði.
Útgefandi: Bríet Bjarnhjeðinsdóttir.
Fjelaggprentimi&Jan.