Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 2
74 illa, munu sjaldgæfir, enda mættu þeir vera samvizkusamari og óeigingjarnari en flestir aðrir menn til þess. En er nú ekki ýmislegt annað nám við hæfi kvenna? og mun ekki vera heppilegra að leita meira fyrir sjer, hugsa sig dálííið meira um, hvað iífvænlegast sje, bæði eftir ástæðum og hæfileikum þess, sem lærir, og ástæðum og sveitar- háttum þar sem á að setjast að? Það er einmitt fyrirliyggjan, sem marga vantar, og þar næst áræði og íramkvæmd. Aliir hijóta að sjá, að verst er að margir keppi um sama brauðbit- ann. En því þá ekki að finna nýja vegi, eða búa þá til, sjeu þeir ekki tii áður? Margt er þó til, sem ógjört er, en þarf að gjörast. Eí'tir því sem þekkingin eykst, verða þarfir lífsins fleiri, og um leið opn- ast atvinnuvegir fyrir þá, sem kunna að færa sjer það í nyt. Á þessum tímum era húsgögn orðin vandaðri eu áður. Yíða í sveitum eru bændur tekair að fá sjer sófa og stóla í gestastofur sínar. Það væri því lík legt, að stúlkur gætu haft meira gagn af að iæra að fyila og klæða stóla og sófa enn ýmislegt flingur, sem nú tíðk- ast. Sama er að segja með bókband. Það er líkiegt, að í mörgum sveitum gæti ein stúlka haft talsverða atvinnu af því, ef hún gæti leyst það vel af hendi. Gullsmíðar væru einkar hentug vinna fyrir konur, en vera má að nóg sje af guilsmiðum, þótt þær ijetu það liggja kyrt. Líkíegt væri iíka, að heppi- legt væri f'yrir stöku stúlku að læra skó- smíði, ef þær settust að upp í sveitum, þvi þótt hægt sje að íá skó úr kaupsíöð- unum, er óþægilegt að þurfa að sækja þangað allar viðgjörðir á þeim. Að minnsta kosti ætti það að borga sig með öðru fleiru. Af öllum þeim stúlkum, sem árloga fara utan, og að líkindum gjöra það til þess að hafa eitthvert gagn af því, iæra mjög fáar neitt verulegt. sem þær geta svo lifað af á eftir. Fíestar eru þær að læra handyrðir, sem, hvað fallegar sem vera kunna, koma þó á eftir að litlu gagni fyrir þær sjálfar, af því þær læra það svo margar. Að eins tvær kon- ur hjer í Reykjavík má kalla að hafi góða atvinnu af námi sínu, enda hafa þær báðar lagt áherziu á sjerstakar grein- ir, sem þær hafa lært til fullnustu. í kaupstöðunum eru fleiri atvinnuveg- ir enn í sveitum, og því ætti að vera hægt að finna upp ýmisiegt, sem hafa mætti atvinnu af. Það er nærri því hálfkynlegt, að hjer í Reykjavík skuli ekki vera ein eiuasta kona, sem hefir lært þvott og stendur fyrir þvottahúsi (Vaskeri). Og þótt ýmsar stúlkur og konur, sem utan hafa farið, hafi lært eítthvað lítið að sljetta ljereft (stryge), þá muuu íáar eða engar hafa iært það til fuiluustu, svo þær geti sterkjað og sljettað hálslín, eins og það er sljettað erlendis. Það mundi þó sjálfsagt svara kostnaði fyrir duglega konu, að minnsta kosti hjer inn við laugarnar, sem hefði lært þetta hvorttveggja til fullnustu, og gæti fengið sjer nauðsynleg áhöld. Hún myndi auk heidur fá það betur borgað enn aðrar, sem leystu það ver af hendi. Eins væri gott í stæxri kaupstöðum fyrir einhverja konu eða stúlku að læra

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.