Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 4
76 á „chiffoniéranum“ stóð stór askja full af blómstrum, „blúndum" og silkibönd- um. Hún hjelt sjálf á smágerri gris- slæðu, sem hún ætiaði að skreyta með hvitan hatt, sem var á litlu borði hjá henni. Útlit hennar var ólíkt manni hennar. Hún leit rólega út, og það var sem lesa mætti í svip hennar: „Það kemst áfram, þótt hægt fari“. Svo hjelt hún áfram vinnunni. Úr innra herberginu var kallað: „Bagna! sólskinið gremur mig. Það er eins og að hæðast að hinu erfiða, gleði- snauða starfi mínu“. „Láttu þá vera að hreinskrifa, Gísli, og far þú sjálfur að yrkja eitthvað um vorið; það getur þú víst. Þú gætir ef til vill komið þvi í eitthvert blað“. „Já, og fengið eitthvað fyrir það“, sagði hann fyrirlitlega. „Þú heldur lík- lega að hægt sje að búa til spariskild- inga úr skáldskapnum, og framleiða fagn- andi vorsöng úr freðnum jarðvegi“. Hann stóð upp, hratt stólnum með ákafa frá sjer og kom fram til hennar. „Enn það rusl!“ sagði hann fyrirlit- lega, og benti á saumadót hennar. „Oja, bezta tegund er það ekki“, sagði hún hlæjandi, „en skiftavinir mínir eru heldur ekki svo ákaflega smekknæmir, sem betur fer, þvi þá gæti jeg ekki gert þeim til hæfis“. Hann settist í ruggstólinn og rugg- aði sjer hart: „Hefir þú nokkurn tíma haft nokkr- ar framtíðarvonir, eða með öðrum orð- um, vænzt eftir miklu af lífinu?" „Nei, Gísli, hvernig hefði jeg átt að geta það?“ sagði hún látlaust; „jegsem hefi enga hæfileika meiri en í meðallagi. Jeg hefi að eins óskað eftir — —“ hún þagnaði. „Nú nú?“ „Sólskini“. „Svo, og það kallar þúaðeins--------“. „Já, Gísli, því jeg hefi aldrei hugsað mjer það sem auðæfi, metorð eða yfir- læti. Nei, bara hjer á heimilinu — nærri því eins og ljósleitt fallegt veggfóður“. „Já, á 20 aura alinina. Jeg skil það. En jeg vil að sólskinið streymi í gegn- um mig, en nú sje jeg að eins litbreyt- ingar. Æ, hvað þessi hvíti veggur sær- ir augun“. Hann sneri sjer frá honum. „Enn ef jeg koypti grænt Ijereft í niðurdregin gluggtjöld. Væri það ekki gott ?“ „Það dugar ekki. Ekkert dugar“. Hún leit hrygg á hann og tárin komu í augu hennar. En hvað hann var orð- inn ellilegur og þreytulegur, með inn- fallið brjóst og hringa kringum augum. Aumingja Gísli, hann þarfnaðist sólar á annau hátt en hún; það sá hún fullvel; en með allri ást sinni gat hún að eins framleitt litbreytingar. Allt í einu var barið kunnuglega að dyrum, sem kom þeim báðum til að brosa, og hún flýtti sjer að ljúka upp fyrir Victor litla, sem stökk inn bæði rjóður og heitur. „Góðan daginn, pabbi og mamma“, sagði hann og lagði hreykinn skólabæk- urnar frá sjer. „Jeg veit nokkuð“, sagði hann svo, stoltur af 8 árunum sínum, og um leið nam hann staðar hjá föðum sín- um. „ Já, jeg veit það ekki reyndar vel,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.