Kvennablaðið - 01.07.1898, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.07.1898, Blaðsíða 2
50 ganga í smalamensku haust og vor, auk venjulegra vorverka, t. d. moka hauga, haust og vor, móti karlmönuum og fl., standa við heyvinnu 18—19 tíma í sólarhring, en fékk þó ekki meira í aðra hönd — þá geta allir skilið, að alment hafi stúlkurnar verið óá- nægðar, þótt það hafi minna borið á því enn uú, af því þá var málfrelsi og fundir minna notað og ókunnara enn nú. Og við getum þá svo vel skilið, að óánægjan yfir þessu hafi verið eins og eysa eða faliuu eldur, sem vant" aði að eins kveykjuefni til að verða að björtu bá'i. Og þegar þar við bættist, að kvenþjóð- in var að mörgu leyti rjettlægri en karlmentr irnir: þær t. d. erfðu að eins hálft á við bræður sína o. fl., þá er ljóst, að þær voru í raun og veru að mörgu leyti illa farnar. En svo fór smámsaman að konta ýms breyt- ing á hagi þeirra, því hér á landi liafa líka verið byltingatímar, þótt þeir séu í smærra stíl enn víða annarstaðar í heiminum. Það er ekki að undra, að alt það sent ritað og rætt hefir verið um framfaiir, meutun, frelsi og jafnrétti hafi haft eitihver áhrif. Vinnu- fólkinu, og yfir höfuð öllu fátækara fólkinu, hefir fundist margt af því talað frá sínum itistu tilfinningum. Stúlkurnar, sem hór skal helzt talað um, hafa vel séð, að þær ttttnu hverju heimili langt ttm meira gagu, enn ó- nýtir vinnumenn, og þó fengu þær ekki helnt- ings kaup á við þá. Þær hafa vitað, að þær unnu oftsinnis húsbændum sínum mikið gagn, gerðu sín verk tneð trú og dygð, ntargar hverjar, og voru þó fyrirlitnar af ýmsutn, og margur heimskinginn, sem þó hefði mátt þakka fyrir, að vera jafuuppbyggilegttr í mannfélaginu, heuti gaman að »griðkunni<,<, sem var ekki eins fínt klædd og slæpiugarnir, sem ekkert gerðu anttað enn láta aðra vinna fyrir sér. Auðvitað hafa hagir þeirra batnað, þær hafa fengið léttari vinnu, styttri vinnu- tíma og nteira kattp. En það er svo lettgi ttð- ur búið að fara illa með þær, og nú svo leugi búið að brýna þær, að ntargar þeirra taka ekki lengttr neinttm boðum og jtykjast ekki upp á þatt komuar. Það var ekki furða, þótt þeitn þætti glæsilegt að heyra frá Ameríku, og það er auðvitað satt, að duglegar stúlkur fá þar langt um meira kaup enn hér. Því var svo náttúrlegt, að ýmsar þeirra, sem táp var í, vildu freista gæfunnar hinum ntegin hafsins. Eu það er líka ýmislegt til í heiminum, sem hvorki verður keypt fvrir peniuga, né heldur verður metið et'tir peningaverði. Þótt laun kvenna séu langtum hærri í Ameríku enn hér, þá er líka eyðslan tneiri þar, og þarfirn- ar fleiri, svo óvíst er að stúlkur þær sem far- ið hafa sóu að jafnaði auðugri. Þeim hefir ef til vill liðið betur, og það er líka mikilsvirði, en duglegu, heilsugóðu og reglusömu fólki get- ur allsstaöar liðið vel. Það cr nú katinske af því, að eg er orðin svo gömul, aö mér finst líka það só uokkuð gefandi fyrir, að vera heima á sinni ættjörð, þar sem forfeður manns hafa verið, og frændfólk og kunningjar eru, og þar sem margir vilja bæði bera beittin sjálf- ir og að börn sín búi eftir sinn dag. Þótt hver heiðarlegur innfæddur Ameríkumaður geti orðið forseti Bandaríkjanna, ef hattn hef- ir þá hæfileika að geta komist áfrant, og ef lánið er með, þá má segja það sama hér: Hór getur líka fátækur vinnumannssonur orðið landshófðingi, ef hæfileikar og lán fylgist að. Hór er enginn aðall eða eiukaréttindi, sem útilyki vissar stóttir manna frá embættum og virðingu. Hér eru engu síður ótal vegir enn í Atneríku, og hér eru þeir allir óruddir. Það eitt út af fyrir sig, að engin embætti eða staða er hér til, sem gáfu- og duguaðarmaður- inn getur ekki komist að, gæti verið hvöt fyrir efnilegt og framgjarni ungt fólk til að reyua gæfuna hér heima, til að ryðja sór nýjar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.