Kvennablaðið - 31.05.1901, Síða 7

Kvennablaðið - 31.05.1901, Síða 7
KVENN ABLAÐIÐ. 39 vanhelgast af jarðneskum áhyggjum«, hafði hún hugsað með sér, — eða afsakað sig með. Ingiríður hafði verið 1 búðinni nærri því all- an laugardaginn. Skyldi það verahún? Hversu fegin skildi hún ekki fyrirgefa, gleyma — og þakka fyrir, þar að auki I Ef til vill var það hún ? Hún lét daginn líða svona. Anton var inni og át miðdagsmatinn í lítilli kompu inn af búðinni eins og vant var; hann var óvanalega málhreyfur. Síðari hlut dagsins hljóp hann fram hjá með öðrum drengjum, og þá sýndist henni glampa á eitthvað innan undir treyjunni. Aður enn hún lokaði búðinni, kom hann að sækja hana eins og hann gerði oftast, og þegar þau komu heim í Skógsþorpið, þá var nærri al- dimt. »Ætlar þú ekki að kveikja mamma!« spurði hann hálffeiminn. »Nei, komdu hingað«. Hún settist á trésófann frammi við gluggann. Þar varaldrei alveg dimt, því birtuna frá mölun- arofnunum lagði inn um gluggann og lýsti upp herbergið. »Einhver hefir tekið peninga úr kassanum í búðinni«. »Eg hefi ekki gert það«. »Hver hefir sagt að þú hafir gert það?« »Eg hefi ekki komið þangað síðan á föstu- dag«. »Hvernig veizt þú að þeir voru ekki farnir þá?« »Eg hélt það«. »Hver heldur þú hafi gert það ?« »Það hefir ef til vill verið reiknað skakt*. sFjórar spegilfagrar tvíkrónur eru farnar úr peningakassanum«. »Ingiríður var þar á laugardaginn«. Hún hálfreis upp með reidda hendina, eins og til höggs, en stilti sig í tíma, hrædd við sína eigin reiði. »ímyndaðu þér að við séum tvö alein í heim- inum — alein frammi fyrir guði, hverju mundurðu svara þá, ef eg spyrði eins og eg hefi nú gert?« »Eg gerði það ekki«, stamaði hann. »Og þú segir enn þá að Ingiríður hafi gert það ?« »Eg veit það ekki«. »Hvað var það sem glóði þá framan á vest- inu þínu í kveld þegar þú hljópst fram hjá?« Róm- urinn varð altaf beiskari. »Ekkert«. »Eg get spurt Gyðinginn, sem selur úrin«. »Hann fór í burtu í nótt«. »Þú varst úti á sunnudagsnóttina. Egheyrði þig læðast hljóðlega inn og hengja lykilinn á naglann — reyndu ekki að ljúga að mér«. »Eg svaf. Þú veizt sjálf að eg svaf þegar . ..« »Nú komstu upp um þig. Eg vissi það líka«, hljóðaði hún nærri því upp yfir sig — nærri því frá sér af sorg og reiði. Fyrst hélt eg að mig hefði dreymt«, sagði hún harðneskjulega, »en svo strauk eg um kinnina á þér og fann að hún var köld. Það vakti grun hjá mér, en eg vildi ekki trúa því. Mér kom til hugar að vekja þig og yf- irheyra þig, þegar í stað um nóttina, en gerði það ekki af því, að eg vissi, að ef þú hefðirstol- ið peningunum, þá mundir þú líka hafa falið þá, og því mundirðu ekki meðganga. Eg hefi orð- ið vör við, að þú hefir hnuplað aurum í búðinni. en ekki haft neina sönnun — og hana vildi eg hafa. — Hvar er úrið ?« Hann þagði. »Komdu með það«. Hann varð hræddur við augnaráð hennar, beygði sig niður og þreifaði undir sófanum og dró fram úr með festi við. »Hvað tókstu mikið?« »Eg veit það ekki«. »Það var ekki í fyrsta sinni, játaðu það«, sagði hún og þreif í axlir hans — »það er eini fyrirgefningar vegurinn bæði hjá guði og mönnum«. Nú fór hann að hágráta. »Frá þinni eigin móður hefir þú stolið. — Hvað ætliverði úr þér?«. »Eg hefði ekki gert það frá neinum öðrum«, sagði hann kjökrandi. »Það hefði eg ekki þor- að«. »Þú hugsar ekki um hvað það er syndsam- legt — en um það, að eins, að enginn tái að vita það. Ertu viss um að eg þegi yfir því?« »Já«. »Það auðvirðilegasta af því öllu sanian var að þú vildir koma þvf af þér og klína þvf á ann- an. Það sem maðurinn sáir skal hann upp- skera. Eg hefi grunað Ingirfði, og henni skaltu sjálfur segja frá þessu — svo að eg heyri. Það skal verða þín hegning. Þú ert ofgamall orðinn fyrir vöndinn. Urið skaltu bera hvern einasta dag. Eg skal sjá um að það gangi. Eg vil ekki að þú gleymir þessari stundu. Nú höfum við talað út um þetta. Þú hefir brotið móti guðs boðum, og hann áttu að biðja fyrirgefningar á þessu«. Hún beygði kné sín frammi fyrir trésófanum og hann gerði eins á meðan hann stamaði kjökr- andi upp þeirri játningu, fyrirgefningarbæn og betrunarheiti, sem hún hafði upp fyrir honum. (Frh.). ——

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.