Kvennablaðið - 30.08.1901, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.08.1901, Blaðsíða 6
t>2 KVENNABLAÐIÐ. inn til að kveðja. Hann gerði það svo eg heyrði til, en Benedikta fylgdi honum til dyra, og kom ekki inn afur.« »Einu sinni, meðan við vorum að tala sam- an, varð gamli maðurinn órólegur, og hafði við orð að dóttir hans væri lengi í burtu. Eg bauð honum hálf-klaufalega að gæta að henni, en eg gleymi aldrei þreytu- og alvörusvipnum á honum þegar hann sagði: Ó, nei, láttu hana alveg vera«. »Þegar eg fór litlu síðar, þá mætti eg henni í anddyrinu. Hún var að sjá alveg utan við sig, og heilsaði mér naumast. Aldrei hefi eg séð neinn breytast svo á lítilli stundu. Það var eins og sjálf sorgin gengi fram hjá mér, og mér fanst leggja kulda af hvíta kjólnum hennar«. — — »Henning«, sagði Merete svo alt í einu, og horfði á mann sinn, — varstu skotinn í Bene- diktu um þær mundir?« Hann fór að hlæja. »Situr þú þarna og fer að verða hrædd um mig, — nei, ástin mín, mér hefur nú ætíð þótt vænst um sólskinið, og þú varst einmitt sólskinið á því heimili. Heldur þú líka að manni detti í hug að fara að verða ástfang- inn í stúlku, sem maður veit að hugsar um ann- an mann öllum stundum? En hún vakti athygli mína, og eg var stoltur af þeirri vináttu, sem hún sýndi mér«. »Veiztu svo ekki meira?« »Nei, faðir þinn sagði mér bara að hún hefði algerlega slept hon- um. Þau hefðu aldrei skrifast einu orði á. Nú eru 12 löng ár síðan það kveld. Hún gerði það að lífsstarfi sínu að taka þátt 1 störfum föður þíns. Eg man jafnvel að hún las með okkur tvisvar sinnum, sem undirbúningskennari, undir embættisprófið árið áður en hann dó«. »Ó, Henning«, sagði nú Merete alt ( einu, en hvaða flón eg hef verið að ganga við hliðina á slíkri sorg og bágindum án þess að gruna það minsta. Eg hélt hún væri að upplagi svona alvarleg!« »Ó. Merete, þú hefðir átt að vita hvernig hún gat lilegið á þeim dögum!« »Hvar hittir þú hann svo?« »Eg sagði þér að það hefði verið á háskól- anum ; í vor las eg í blaði að konan hans væri látin«. »Bjóstu þá ekki við að hann kæmi?« »Eg veit það varla, en þegar eg sá hann í gær, þá datt mér í hug að taka einu sinni að mér starf örlaga nornanna, og því bauð eg hon- um hingað. En þess hefði sjálfsagt ekki þurft með, því hann sagðist hefði komið óboðinn. — — — Eigum við nú ekki að gæta að hinu fólk- inu?« Merete gekk rétt á undan, en Henning stóð kyr á meðan hann kveikti í vindlinum sínum. •En þegar þau voru að ganga ofan melinn ofan í skóginn, sneri hún sér að manni sínum og sagði: »Eg get nú samt ómögulega skilið, að fyrst þú hefir tilbeðið Benediktu eins og þú hefir gert, að þú skulir þá hafa getað gert þér gott af jafn til- komulausri unglings-stelpu og eg er«. Svar hans og hlátur heyrðist ekki fyrir marg- róma köllum neðan af enginu: »Þarna er þá rauði kjóllinn hennarMerete«. Niðurl. —J Hanskar. ANSKAR eru dýr klæðnaður. Það hefir verið og er enn þá venjulegt að dæma dömur eftir hönskum þerra, enda verðum við að kannast við það að rifnir og óhreinir hanskar lýsa bæði hirðuleysi og hé- gómaskap; því er það alveg rétt að heimta að þeir sem brúka hanska noti þá ekki nema þeir líti sómasamlega út. En það er altaf að tíðkast meira og meira erlendis að bæði eldri dömur og ungar stúlkur gangi berhentar á sumrum. Hér á landi hefir það verið víðast siður. En uú á síðari árum er þó orðið al- ment að kvenfólk brúkar hanska, og að þeim konum beinum vér hér ráðleggingum vorum. Ef spara skal í hanskakaupum, þá er jafnan bezt að kaupa beztu hanskana þótt þeir séu dýrastir, af því ódýrir hanskar endast jafnan illa. Sömuleiðis skal aldrei brúka góða hanska þegar þess gerist engin þörf. Fínir ljósir hanskar, sem brúkaðir eru við heim- sóknir og fl. lík tækifæri geta enst lengi, þeg- ar þeim er hlíft og vel er farið með þá, en verða fljótt ónýtir ef þeir eru stöðugt brúk- aðir. Það verður að fara hægt og gætilega í hanskana, og strjúka þá slétta á hvern fing- ur. Seinast er farið í þumalfingurinn, en hanskafingurnir mega ekki standa neitt fram af. Neðsta hanska hnappnum verður einkum að hneppa gætilega. Nýja hanska verður einkum að fara gætilega með. Aldrei má ljúka upp hurðum með fínum ljósum hönsk-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.