Kvennablaðið - 31.07.1902, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 31.07.1902, Qupperneq 2
5o KVENNABLAÐIÐ. eftir: „Mig langar svo mikið til að gera eitthvað til gagns fyrir þig, mamma!" Þessa starfslöngun eigum vér að nota og fullkomna, þótt oss sé hún stundum hvimleið. Við meg- um ekki firta litlu börnin okkar. „Þú mátt ekkki vera núna að keipa þetta, mamma hefir svo mikið að gera“. Við verðum sjálfar að hafa eitthvað fyrir, því fá börn geta hjálpar- laust gert mikið gagn í fyrstu. Þau þurfa að læra af fullorðna fólkinu. Og til þess þarf bæði að leggja tíma og þolinmæði í sölurnar. Því er mjög heppilegt frá því börnin eru 3—4 ára, að hafa f skúffu eða smákassa eitt- hvert handhægt létt efni, í eitthvað handa þeim að gera: Teiknipappír og blýant til að teikna eftir yztu raðirnar af dýramyndum, saumadúk, stramaj, kanavas o. fl., pappa, sem þau geta pikkað á göt, og saumað í á eftir, með mislitu ísaumsgarni, band og prjóna, til að prjóna sér íleppa, alt þetta getur verið til gagns, og þau geta notað það íjólagjafir, sumargjafir og afmælisgjafir handa mömmu og pabba. Ur eldspýtnakössum, tómum tvinnakeflum og járnvír geta þau búið sér til smávagna, kommóður má líka búa til úr eld- spýtnákössum, og hafa litlar bólur fyrir typpi til að draga þær út, ræmur af glanspappír má leggja á annan pappír og gera úr bókamiða. Svo er ágætt að hafa svolítinn spýtukubb til þess að berja nagla inn í. — Til þess að draga úr hávaðanum, má láta eitthvað þykt vaðmál undir kubbinn á meðan að naglinn er sleginn f hann, eða negla það neðan á hann. Því alt þarf að vera til taks handa slfku smafólki; til þess að deyfa ekki starfs- löngun þeirra eða gera þau löt, megum við ekki skoða þetta eins og keipa, heldur lata það eftir þeim, og segja þeim til við það, sem þau ætla að gera, og hjálpa þeim. 011 börn hafa mjög gaman af að sulla með vatn. Auðvitað hefir mamma eða eld hússtúlkan minna gaman af því, en því má líka snúa til gagns. Börn geta snemma van- izt á, að hjálpa til með að þvo upp leirílát, borð, stóla o. fl. Bezt er að láta telpurnar brúka við þeð stórar svuntur, helzt úr striga. Látið drengina líka fá að hjálpa til, og kallið svunturnar þeirra vinnustofusvuntur. Auðvit- að þykir þeim meira varið í svuntur eins og karlmenn brúka við vinnu. Meðferð hársins. INS og afl Samsonar er látið hafa verið fólgið í hárinu, þannig er og fegurð margra kvenna á vorum tímum, mest innifalin í fallegu hári og góðri meðferð þess. Fallegt andlit nýtur sín alls ekki, efhár- ið í kringum það er þunt, úfið og gljáalaust. En þykt, fallegt og vel hirt hár er eins og skrautleg umgerð, sein eykur fegurðina stórum. Vitaskuld er það satt, að margar döm- ur, sem eru f útlendum búningi, eru hrein- ir meistarar í því, að koma hárinu þannig fyrir, að það sýnist mjög þykt og fallegt, þótt það í sjálfu sér sé bæði þunt og rytju- legt. Því miður duga ekki nein brögð eða listir til að sýna hárið meira en það er í raun og veru, við peysubúninginn okkar. Þar verðum við að koma til dyra eins og við erum kallaðar, og getum ekki skreytt okkur með lánsfjöðrum í þessu tilliti. Á karlmönnunum finst mönnum minna gera til hvernig hárið er. Við erum orðin þvf svo vön, að sjá þá sköllótta frá unga aldri að meiru eða minna leyti, að það gerir h'tið til, enda hafa þeir sagt það vera óbrigð- ult merki um andlega áreynslu og vitsmuni þeirra, sem leituðu svona sterklega út úr höfð- inu, að hárið gæti ekki loðað á, þegar vits- munirnir væru orðnir fullþroskaðir. Og þeg- ar þeir eru ekki sköllóttir, þá snoðklippa þeir sig svo mjög, líklega til þess, að viðbrigðin verði minni bæði að sjá og reyna þegar hár- ið fer. En af því karlmennirnir gefa ekki neitt um að varðveita hár sitt, þá viljum vér beina ráðleggingum vorum til kvennanna, sem bet- ur kunna að meta gildi þess, að hafa fallegt hár. En hér er ekki ráð nema í tíma sé tek- ið, og rfður því á, að hirða hárið vel frá barnæsku.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.