Kvennablaðið - 31.07.1902, Page 5

Kvennablaðið - 31.07.1902, Page 5
KVKNNABLAÐIÐ' 53 leiddi hana inn í litlu dagstofuna. Þar lá ilm- andi blómvöndur af rósum og konveljum. »Viltu bera þessi blóm 1 kveld?« spurði hann. Hún lyfti nú blómunum upp og sá þá að undir þeim lá lítill kassi. Augu þeirra mættust. Hennar spyrjandi, en hans glaðvær og glettuleg. »Það er handa þér. Blómin áttu bara að segja þér það*. Hún lauk upp kassanum. »Gimsteinar?« Andlit hennar fékk alt í einu þungbúinn sorgarsvip. »Þetta áttir þú ekki að gera. Þið karlmenn- irnir haldið altaf að dýrgripir og gimsteinar þýði svo rnikið fyrir oss kontirnar á lífsins inestu al- vörustundum — en það gera þeir ekki«. »Eg vissi ekki af neinu, sem var nógu gott handa þér«. »Eg þarf ekkert —ekkert annað en þig sjálf- an«, sagði hún með ákafa, og lagði höndurnar utan um hálsinn á honum. Hann fann til ónota tilfinninga. Hann fékk svo mikln meira en hann gaf — og hann hafði ekkert meira til að gefa. Hann var hreykinn af ást hennar, og af því að allir sáu hana skína úr augnatilliti og svip hennar. En honum var það þraut, að vera sjálf- ur kaldur, og verða þó að láta sem hann væri ástfanginn. »Ætlast þú til að við búum hérna?« spurði hún, þegar hann var bútnn að leiða hana um herbergin, sem öll voru hátíðlega skreytt? »Nei, ekki held eg það«, sagði hann hlæj- andi. »Eg er orðinn svo þreytt á stórum húsum og veizlum*. Heldurðu að þú getir yfirgefið Stockholm?« »Með gleði. Héðan eru mínar beiskustu endurminningar*. »Það á eiginlega ekki við minn verkahring að búa hér. Eg er að hugsa um að flytja mig til......stað. Það er enginn smábær, og hann er nær námunum og sloógsveitunum*. En hann þagði yfir hinum sönnu ástæðum til þess að hann vildi flytja. — Hann gaf ekki um að hafa tengdaföður sinn og mág í nágrenni við sig. Og hann vildi helzt vera þar, sem fámenn- ara væri, og hann gæti sjálfur haft bæði tögl og hagldir á öllu. »Reistu okkur bú hvar sem þú vilt, — eg fylgist með. Héðan af losnar þú aldrei við mig«, sagði hún innilega«. ♦ * * Þetta sanra kvöld sat Katrín f Skógþorpinu og starði á spjaldbréfið, sem sagði henni að Irma von Döhlen ætlaði að hafa skifti á sfnu há-aðallega nafni og nafni uppskafningsins, sem enga fræga ættfeður hefði átt. Snjóhríðin hvein úti fyrir og þeytti snjónum 1 gluggarúðurnar. Vindurinn blés ofan 1 reyk- háfinn, svo reyknum sló fram úr hlóðtinum og beint inn í herbergið, þar sem Katrín sat við olíulampann, með bréfið frá syni sínum fyrir framan sig. Hún las það tvisvar eða þrisvar, áður en hún lagði það frá sér, og svo sat hún lengi, án þess að muna eftir að vatnið hafði soðið niður úr grautarpottinum, fyrir löngu, og hann væri tómur yfir eldinum. Hún vissi ekki hvort hún væri glöð eða hrygg. Skyldi ekki sjálf í tilfinningum sfnum. Hún mintist, þegar hann hafði skrifað henni um »Fuglsungann«. Þá var alt eldur og logi, himinhrópandi löngun og ást. En nú? Svo ró- legt og skynsamlegt. Eitthvað svo samningslega fá- ort, þegar hann talaði um hamingju og framtfð þeirra. Jæja, núna var hann orðinn eldri. Og þetta fyrra tilhugalíf varð ekki langgætt, þótt það byrj- aði svona heitt. Þetta verður þá Ifklega þeim mun varanlegra, hugsaði hún með sér. Stórt bréfspjald með myndtim þeirra beggja hjónaefnanna fylgdi bréfinu. Það þreyttist hún aldrei að skoða. Hann var fríður og karlmannlegur. Hún fíngerð,og ólík öllum stúlkum, sem Karen haíði séð. Hún Iftur út etns og hún væri útlend, hugs- aði Karen hálf óánægð. En alt f einu hvarf þessi mynd fyrir glöggri minningu. Hún sá litlu telpuna, í hvíta kjólnum, sem hún hélt f faðmi sér fáar mfnútur. Hún átti að verða kona sonar hennar. Hvernig skyldi hún geta annað en elskað hana. * * * Seint í maf ætlaði baróninn að ferðast til útlends baðstaðar sér til heilsubótar, því hann hafði ekki sparað frernur heilsuna en peninga- punginn. Brúðkaupið átti að standa áður. Það þurfti ekki að bfða eftir neinu, og engu munaði þó alt yrði dýrara vegna flýtisins. Baróninn var ekki smámunalegur. Þegar hann komst hjá að borga í peningunt, þá var ekkert ómögulegt. Alt var

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.