Kvennablaðið - 31.07.1902, Qupperneq 7

Kvennablaðið - 31.07.1902, Qupperneq 7
KVENNABLAÐiÐ. 55 skógnura, og í loftinu heyrðist eins og ómur af deyjanda klukknahljómi. »Hér er líka kirkja«, hugsaði hún með sér, þegar hún beygði sig niður, með óljósri óttatil- finningu um það, að bæna hennar þyrfti við, og þeim gæti ekki famast vel til lengdar, sem ekki virti boðorð lögroálsins. »Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo þér vegni vel og þú megir lifa lengi i landinu*. * * * Seint í október, þegar nýgiltu hjónin fluttu inn í skrautbúna húsið sitt í......stað, þá sendi Anton móður sinni nákvæman uppdrátt af því, og herbergjaskiptininni, sömuleiðis dagblað þaðan úr staðnum, sem lýsti nákvæmlega fyrstu veizl- unni, sem þau hefðu haldið helztu bæjarbtíum og embættismönnum. Bréfunum milli mæðginanna fóraltaf fækkandi. Hann hafði allan hugann á almennum ntálum, og hún var of stolt til að troða sér upp á nokkurn mann. Þau höfðu ekkert lengur sameiginlegt. Lifðtt eins og þau væru sitt í hvoritm heimi. Til þess að fá að vita eitthvað um hans veröld, þá gerð- ist hún áskrifandi helzta blaðsins þar f staðnum, og las það orð fyrir orð, svo forvitin að sjá nafn hans, sem hún fann líka fulloft talað um í blaðinu. Stundum var hann orðinn félagi í hinu eða þessu félagi, ellegar honum höfðu verið falin ein eða önnur áhugamál. Stundum stóð hann fyrir einhverjunt góðgerðafyrirtækjum, og stundum hafði hann haldið helztu skálaræðurnar í einhverri stór- veizlunni. • Hún vann eins og áður. Hélt sig jafn spar- iega og blátt áfram, en fann þó oft svo sárt til, að öll verk hennar væri unnin fyrir gýg. Hver skyldi eiga að fá peningana hennar? Sonur henn- ar þyrfti þeirra ekki með. Þar væru þeir eins og einn dropi í sjónum. A sumrin fór hún á fætur með sólarupp- komu, lauk upp glugganum, og settist í vefsólinn. »Það eru mínar helgistundir«, var hún vön að segja. Aldrei var henni jafnlétt um að hugsa sem þá, og aldrei fanst henni hún vera sælli. Einhvern dag um haustið fékk hún bréf með hinni ástfólgnu hendi, sem hún þekti svo vel. Hendur hennar titruðu, þegar hún braut það tipp. Það var eins og móðurást hennar hefði legið í dái, en sprytti nú upp og næði meiri þroska, en nokkru sinni áður. (Framh.). Eldhússbalku r. Soðið appelsínuliýði. 5 appelsínttr eru afhýddar og hýðið látið liggja í vatni í 48 kl.st; þetta er gert 4 sinnum, hvað eptir annað. Síðan er hýðið soðið f hæfilega miklu vatni, þangað til það er orðið svo mjúkt, að stinga má hálmstrái 1 gegn um það. Þá er það skorið í þunnar sneiðar. Ef seiðið af appelslnun- um er nóg í 5 bolla, þá eru látnir jafnmargir boll- ar af sykri og tveir bollar af vatni og soðið saman, þangað til það er orðið að tærusírópi; þáerapp- elsínusaftinni helt gegnum hársáld, (enbezterþó, að ein sítróna hafi verið soðin með appelsfnunum) Þó verður appelsfnuhýðið að hafa verið gegnsoð ið í saftinni. Nú er þetta allt látið komast aftur f suðu og helt svo í glös eða krukkur, sem það á að geymast f. Síld og knrtöflur soðnar sanian. Kartöflurn- ar eru afhýddar og soðnar í litlu vatni. Þegar þær eru hálfsoðnar, þá er sölt sfld tekin, sem ekki er ofmikið afvötnuð, roðið tekið af henni og henni síðan raðað kringum kartöflurnar og ofan á þær í pottinum. Þetta er nú soðið hægt saman með kartöflunum; þegar þær eru soðnar, þá er síldin tekin gætilega upp og raðað á vel heitt fatið, sem á að bera þær á inn og grænni persille raöað í kring á því. Nú er vatninu iielt af kartöflunum, þær eru svo brúnaðar vel f smjöri, með smásaxaðri persille og hnffsoddi af steyttum pipar, og borið svo fram á kartöflufati með síld- inni. :/ /77 / / /.. / / / ■'/ / 7 //,:/ v. JÓZK ULLAR- OG GÓLFDIJKAVERKSMIÐJA, Stofnuð 1886 af O. GLISTRUP — Ringkjobing í Danmörku, — hefir á boðstólum handa hverju heimili: prjónagnrn, vefjargaru, gólfdiikn og alullar- klæðl 1 karlmanna- og kvennfatnaði. Sýnishorn og verðlistar sendast kostnaðarlaust ef óskað er. Eingöngu beztu vörur og alull. Borgun fyrir þetta má greiðast f ull. Sömuleiðis er ull og tekin til vinnu.

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.