Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 2
74 KVENNABLAÐIÐ. og eðlilegt er, að stúlkur noti aflags föt sín við. T. d. sláturverk á haustum, og mörg önn- ur verk, sem fyrir koma í sveitinni. Til þess tekur enginn. En þó ríður á, að læra að óhreinka sig sem minst. En þó ljótt sé að sjá vinnukonur og heimasætur óhreinar og illa til fara, þá er það þó hvað leiðast, að sjá húsmóðurina vera það. Hún er fremsta konan á hverju heim- ili, hvort sem þær eru þar fleiri eða færri, og það er ósæmilegt, að hún sé sóðalegri, en hinar stúlkur heimilisins. Þótt hún sé að eins einyrkjakona, og þurfi sjálf um alt að hugsa, þá verðnr hún svo mikið að hugsa um sjálfa sig, að hún sé að minnsta kosti svo þokka- leg sem unt er í hennar kringumstæðum. Andlit og hendur sitt og barna sinna getur hún þó að minnsta kosti þvegið, og þótt föt hennar séu oft fátækleg, þá verður hún að leggja kapp á, að halda þeim nokkurnveginn þrifalegum. Annars er það villa, að halda að minni líkindi séu til, að giftar konur eigi að hugsa um að vera laglega klæddar, en ógiftar stúlkur. Þær hafa mann sinn, börn, heimilisfólk og gesti til að halda sér til fyrir, og alla hneykslar það, þegar húsmóðirin lítur út mjög hirðuleysislega. Það ber vott um kæruieysi, smekkleysi og virðingarleysi fyrir manni sín- um, sjálfri sér og stöðu sinni á heimilinu. — En eins hneykslanlegt væri að ganga skrautklæddur í slarkvinnu. Það gerir engin kona eða stúlka sem nokkurn smekk eða anda hafa, því þær finna vel, hvað heimskuiegt og óviðurkvæmilegt það væri. Það mundi verða álitið líkt og í „Piiti og stúlku", þegar Rósa var að ganga í klæðisfötunum sínum við bú- sýsiuna í moldarkofunum á Búrfelli. Ef gefa ætti nokkura reglu um klæðn- að húsmæðra, þá mundi það vera sú regla, að þær húsmæður, sem eitthvað hefðu svo af vinnukonum fyrir sig að bera, að þær gætu setið sjálfar inni eitthvað af síðari hluta dags- ins — væru jafnan klæddar í þokka- leg peisuföt, ef þær á annað borð væru svo efnum búnar að geta það. Það væri viðkunn- anlegri búningur, en einhver treyjuómyndin, sem ekki er annað en efri hlutinn á kjól, sem svo er kórónaður með skotthúfunni okkar. Þá væri okkur nær að leggja peisuna og húf- una alveg niður, og taka heldur upp heilan kjólbúning skotthúfulausan. Það væri heldur einhver líking af búningi, en stokkfelt svart pils með allavega litri kjóltreyju að ofan, stóra marglita peisusvuntu framan á, og skotthúf- una við, til að setja íslenzkan „stimpil" á alt saman. Meðalaskápur húsmóðurinnar. ii. offmannsdropar (æther spiretuoses) við velgju og hálfgildings öngviti, er gott að taka io—25 dropa íhvíta- sykurmola, eða örlitlu vatni. Samsettir Hoffmannsdropar og Rabar- berdropar er ágætt meðal við minniháttar magaveikisköstum. Afþeim ertekin cin teskeið, látið úr henni í matskeið og fylt svo með vatni. Kamillete er brúkað við kvefi, og á að drekkast svo heitt, sem unt er að kveldi dags, þegar menn eru háttaðir, og breiða svo vel ofan á sig. 1 matskeið af teinu er mátuleg í fuilan bolla af sjóðandi vatni. Það er bú- ið til eins og venjulegt te. Karbólvatn er notað á sama hátt og bór- vatn ti! að hreinsa sár og búa um þau, en er hættulegra. Það er ágætt til að sótthreinsa með sjúkraherbergi, með því að stökkva því um gólfið, eða þvo herbergið alt upp úr því. Klórsúrt kali (Chioras kalicus 3 pct.) má kaupa uppleyst í lyfjabúðum. Er ágætt til að skola hálsinn í hálssjúkdómum, en má ekki renna niður. Óráðlegt að kaupa það óuppleyst og blanda það sjáifur. Klórsúrt ammoniak (super corbanos ammonicus) er gott við öngviti, ef glasinu er haldið við nasirnar, svo lyktin af því veki meðvitundina aftur. Oft getur kvef, sem er að byrja, batnað líka við það. Nellike olie eða kreósót má nota við tann- pinu. Þá skal hella 2—3 dropum í bómull- arhnoðra, og stinga því upp í tönnina, eða

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.