Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 5
KVEN NABLAÐIÐ. 77 fá Magnús með, en hann var ómögulegt að vekja, eins og jafnan, þegar hann hefir verið inni í borg- inni fram á nótt. Eg er hér til einskis gagns, fröken Anna, og vildi að eg hefði aldrei komið hingað*. Hann varð við þessi orð þunglyndislegur á svip. »Segið þér nú ekki þetta«, sagði hún hlýlega, xMagnús hefir í öllu tilliti haft gott af því, og lesturinn hefir líka gengið ágætlega. Það er ekki tilgangurinn að gera hann að bóka grúskara, eins og þér eruð*. »Nei, en að duglegum nytsemdarmanni, og það er eg hræddur um að lítil von sé til. Hann hlýð- ir mér ekki. Og það er sárt að hafa tekið sér verkefni en geta ekki fullgert það. Og yfirhöfuð er þetta sumar..........« »Hefir það ekki verið gott?« spurði hún og nam staðar frammi fyrir honurn með afklipta rós f hendinni. »Jú — alt of gott. Slíkt auðmanna líf hæfir ekki þeim, sem eitthvað vill, og á fyrir framan sig erfiðan vinnudag«. »Pabbi vinnur llka«. »Þangað sem hann stendur kemst enginn nema hann hafi unnið. En . . .« »Við tvö skulum aldrei tala um pabba«, sagði hún með tárin 1 atigunum. »Eg heyri á málrómn- um einum að yður geðjast ekki að honurn, og mér sárnar það, af því . . . af því eg virði yðar dóm. Þér álítið sumarið vera yður glatað, skilst mér«. »Glatað? Nei, það geri eg ekkil* »Það getur vel verið að Magnús hafi ekki haft svo mikið gagn af lærimeisjara sínum eins og hann hefði getað haft«, sagði hún fjörlega, »en þér hafið óafvitandi verið mér lærimeistari. Getið þér ekki huggað yður við það?« »Það er oft miklu farsælla að vita ekkert«. »Það er ekki rétt álitið. Ef menn eiga að geta lifað lífi sínu, þá verða menn að þekkja það — ekki að eins það fagra, heldur líka það sorg- lega«. »A nítjánára aldrinum vita menn hvorki mik- ið, né eiga að vita það. Stundum ásaka eg mig . . .« »Hafið þér ekki talað um alt svo fallega og vel, og þótt eg hafi ekki ætfð skilið efnið f þvl, þá hefi eg þó skilið það«. Hún var orðin rjóðari í kinnum, og hendin skalf þegar hún klipti enn þá af fáeinar rósir og lagði þær í körfuna, sem hann rétti fram. »Nú er nóg komið«, sagði hún og gekk of- an stiginn, sem lá ofan 1 lystigarðinn. Sólargeislarnir, sem sugu upp daggardrogana, tróðust í hópum hér inn á milli laufblaðanna á trjánum. »Mér hefir liðið altof vel«, hélt hún áfram, »eg hefi hugsað oflftið um þá, sem líður ver, og þá sem eiga bágt. »Þér hafið varla byrjað að lifa«. »Með hverju á eg líkaaðbyrja? Ekkerthefi eg, sem er mín eigin eign. Mfn hefir verið gætt og eg hefi verið vernduð, eins og viðkvæm planta — eg hefi verið elskuð og hlúð að á alla vegu. Girt fyrir mig með gullnum rimlum, alveg eins Og garðinn hérna. Einhverntíma kemst maður þó útfyrir — og þá?« Hún gekk og horfði stöðugt ofan fyrir sig, sokkin ofan í hugsanir sínar, án þess að gruna að hann horfði aðdáunar augum á hennar fín- gerða, liðlega vöxt, og fallega höfuð. En alt í einu fékk andlit hans svo sárbitran svip. »Óskandi væri að lffið yrði henni ekki altof þungt«, andvarpaði hann með kreptum hnefanum. Þau gengu nú þegjandi áfram um stund, þang- að til hún sagði hálfóviss: »Eg þarf að segja yð- ur nokkuð*. »Segið mér alt, sem yður býr í brjósti, eger vinur yðar«, svaraði hann. »Einmitt þess vegna vil eg að þér fáið að heyra það af mfnum vörurn*, svaraði hún. Hann steinþagnaði og fann að hann föln- aði upp. »Þér eruð trúlofuð*. »Það á að opinberast í kveld*. »Með kammerherra Borgheimer?* Hún hneygði höfuðið játandi. »Það hefði eg átt að vita. Hann er nægi- lega ríkur«. Rómur hans var skerandi beiskur. »Þykir yður nokkuð við hann ? Það er góð- ur maður. Ekki ungur, en —-------------«. Má eg spyrja að einu?« »Gjarna«. »Er það af ást eða vegna föður yðar, sem þér takið honum ? Hefir hann talað um fyrir yður«. Hún svaraði ekki undir eins. *Talað um fyrir mér hefir hann ekki. Hann talar aldrei fyrir neinu, held eg, nema með sín- um persónulegu eiginleikum. Menn vita hvað hann vill, og gera það«. »Og líka þótt það sé ranglátt, — og sviksam- iegt*. »Sviksamlegt? Hann pabbi? Segið þér ekkert um hann, hann verður mér samt kærari en allir aðrir«.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.