Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 24.09.1902, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 25 bera með fingri á hana, ef hún er óskemd að sjá. Opiurr.dropar (tinctura thebaica) Við miklum magaverkjum og niðurgangi dugar oft vel að taka 5—8 dropa. Salicylpillver er gott meðal við fótraka. Púlverinu er dreift innan í skóleistinn á sokkn- um, og svo farið í hann. Fótsvitinn hverfur ekki, en lyktin af honum hverfur alveg. Sennesblade (folia sennæ) er brúkuð sem hægðalyf við langverandi hægðaleysi. Hægð- irnar koma 4—5 tímum eftir inntökuna, oft með verkjum. Það má ekki brúkast lengi í senn, því þá hættir það að hafa áhrif. 1 te- skeið er næg í kaffibolla af sjóðandi vatni. Vaselin er gott við sprungnum höndum, vörum og sáru andliti. Oft er gott að nudda það á sár eftir kvef, í nefi á börnum. Sterileserat bómuller nauðsynlegáhverju heimili, ef börn skera sig eða hrufla. Hún á að vætast í veiku karból eða bórvatni og er höfð til að þvo með sárin, og til að liggja næst sárinu á eftir. Hún fæst í lyfjabúðum og verður að geymast tillukt. Bindi, hreinsað þunt léreft til umbúða, fæst einnig í lyfjabúðum. Gúttaperkapappir er nauðsynlegur, þegar nota skal heita bakstra eða umbúðir, annars verða þeir kaldir á Va tíma, hvað vel heitir sem þeir hafa verið. Sjúkravaxdúkur er einnig nauðsynlegur. íspoka er líka gott að hafa til og hitamæli iækna. (Þ»ýtt). Skuldadagar nir. (Þýtt). Síðari hlutinn. AÐ var snemma morguns. Döggin breiddi glitrandi ábreiðu yfir silkimjúkt grasið, laufið á trjánum hékk niður skínandi fagurt, og þungt af vatni, tjörnin gægð- ist glitrandi fram þar, sem trén voru höggin fráí skóggarðinum, alveg spegiltær, án allra minnstu litarbreytingu. Ilmurinn af »resedum«, rósum, »heliotropum« og »nellikum« var nærri því svæfandi. Dagurinn leit útfyrir að verða mjög heitur. Villan, eða »höllin«, sem sveitafólkið í ná- grenninu kallaði sumarbústað Stjernskógs banka- stjóra, sem var bygður 1 fornnorrænum stíl, lá ( geislabaði sumarsólarinnar, sveipuð hljóðri þögn, með gluggtjöldin niðurdregin, oð harðlæstarallar hurðir. Að eins úr vinnufólksherbergjunum heyrð- ust við og við lágar raddir, og óskýr hávaði, með- an verið var að bursta föt og skó, sækja mat neðan úr kjallaranum og gufan rauk upp úr speg- ilfögrum skaftpottum á eldavélinni, sem stóð á miðju gólfi. Inni í búrinu á borðunum, stóðu sælgætishlaup og allskonar réttir alveg tilbúnir. Hyllurnar svign- uðu undir kökum og fínustu krásurn, og í ískjall- aranum voru bæði fuglar og fiskmeti, reiðubúið til að setjast yfir eldinn. I skömtunarherberginu, fram af matsalnum, þar sem allur borðbúnaður var geymdur, var alt til taks. Dýri samstæði postultns borðbúningurinn, með fangantarkinu þeirra og látlausa perlubekkn- um á börmunum lá þar á borðunum, postulín, glerglös og kristallsílát, alt samstætt. Einn af vinnumönnunum, sem áttu að vera til að vinna ( lystigarðinum var nýkominn inn með körfu fulla með allskonar grænmeti, sem ráðs- konan, hún jómfrú Soffía, tók við og skifti nið- ur eptir tegundum. »Blómin og ávextirnir koma seinna »fröken- in« raðar þeim sjálf«. »Það er heppni að fæðingardagurinn banka- stjórans er einmitt á þeim tíma, þegar hér eru sllkar gnægðir af öllum guðs gáíum«, sagði dreng- urinn. »Annars hefði það Hklega verið útvegað ann- arstaðar frá«, sagði ráðskonan, sem var vön við að ráða fram úr óþægindum, og deyja ekkiráða- laus. »Og þvíllkt veðurl* sagði stofustúlkan, sem kom ofan vindustigann með sópinn í hendinni og sorpskúffuna. »Já, hver hefði trúað því í gær. Loftvogin féll þá svo mikið, svo það leit út fyrir regn«, sagði drengurinn, sem þótti vænt um að geta tal- að við Lísu, sem hann dáðist að með sjálfum sér. ♦ Bankastjórinn er alténd heppinn«, sagði hún, og reygði dálítið hnakkann, »og hann á það Hka skilið. Slíkur húsbóndi erekki til. Höfðinglynd- ur og . . . . Eða hvað segir þú Karlson ?« »Verri gæti hann varið«, sagði þjónn nokk-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.