Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 85 að tala við yður fáein orð“, sagði kandidat Laur- én, sein stóð við vagndyrnar með stráhattinn 1 hendinni. „Nú, má það ekki bíða þangað til eg kem heim aftur?" „Eg verð að fara með kveldlestinni". „Fara-----------?“ „Já, og þess vegna, — eg hefi enga ferðapen- inga, og verð þvl að biðja um það, sem eg á inni af launum mínum". „Fara burtu? — Er það full alvara yðar? Er það afmælisgjöf herrans handa mér?“ „Það er ekki gert að gamni sínu“. „Eg sé það“. Hann virti hinn unga mann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Andlitið var fölt og órólegt, hárið og föt- in ekkert annað en mosi, barr og grasstrá. — Hann hafði áreiðanlega grátið. „Þetta var leitt", tók bankastjórinn aftur til máls. „Nú nú, við verðum að talast við þegar eg kem heim aftur. Ef til vill get eg þá eitthvað hjálpað". Skóggarðurinn hjá Aftanró var skilinn frá þjóð- veginum með steyptum járngrindum. Tvö stór hlið voru á þeim, skreytt með gyltum kúlum, rósum og fangamarkinu: A. T- S. samandregnu. Enginn vissi hversu oft eigandinn hafði í huga sínum sett bæði skjaldarmerki og krónu fyrir ofan. Nú voru hliðin skreytt með löngum, skraut- legum og marglitum blómsveigum, sem héngu í boga fyrir ofan þau, en börnin verkafólksins fleygðu blómum inn í vagninn. Bankastjórinn hló framan í þau, kysti á fing- ur sér, safnaði saman litlu blómvöndunum þeirra, og bað bömin að muna eftir því, að þau væru boðin upp í villuna um kveldið, til að fá ýms- ar góðgerðir. Þegar hann var kominn nokkuð burtu frá hópnum, og húrraópin voru dáin út, þá dró hann andann eins og lyft væri af honum bjargi, og sagði vagnstjóranum að nema staðar. Hann tók fast í taumana á hestunum, sem voru fjörugir og vildu ólmir áfram. „Andrés, sláðu vagntjaldinu upp. Og Elfing, í dag förum við ekki ofan á vagnstöðvarnar, held- ur keyrum beint til borgarinnar". Andrés hafði tekið upp vagnkörfuna með blómunum. „Fleygðu því í díkið". Andrés safnaði litlu blómvöndunum saman. „Sjáðu um að enginn taki eftir því, að eg geymi þau ekki". „Það er auðvitað". „Og svo höldum við áfram". Bankastjórinn lauk upp glugga, og dró vel fyrir þéttu grænu silkigluggatjöldin, og faldi sig svo í einu horninu á vagninum. Þar var ein- vera og hvíld, frjálsræði til að vera eins og hann átti að sér. Ef til vill nokkurra augnablika næði og svefn. (Framh.). Úr bréfi frá Ástu til vinstúlku hennar í sveitinni. Reykjavík í nóvember 1902. -------Þú biður mig að segja þér hvernig mér líði hér? hvernig alt gangi hér til? Eg hefi nú svo oft verið hér, að eg er farinn að kynnast og get gert mér nokkurnveginn sjálfstæðar skoðanir um lífið hér. Eg þekki hér svo margt gott fólk, að mér getur ekki leiðst, úr því mér líðnr fullvel. Veturinn er lfka sá tími, sem skemtilegastur er hér, eins og líklega í flestum borgum. Um þetta leyti fara skemtanir og samkvæmi að byrja. En vitaskuld geta ekki allir tekið þátt í þeim. En eitt er það, sem eg hefi oft hugsað um. Það er: hvað góðum, siðsömum og fátækum sveita- stúlkum, sem hingað koma til einhvers náms, hlýt- ur að leiðast hér. Venjulega hafa þær ekki efni á, að kaupa sér kost, nema í mesta lagi miðdags- mat. Þær verða því að leigja sér einhverja her- bergisholu, oftast nær heldur í lakari húsunum, þar sem húsaleiga er ódýrust. Inni f herberginu er venjulega svo lítið af húsgögnum, sem unt er að komast áf með, og alt svo óyndislegt útlits, sem mest má verða. Heimilisfólkinu verða þær aldrei jafn kunnugar eins og þær hefðu orðið, ef þær hefðu verið þar að öllu leyti, og húsmæðurn- ar telja sér þær óviðkomandi. Þessar stúlkur hafa sjaldnast tækifæri á, að kynnast öðrum en þeim, sem þær eru saman með á saumastofunum, og eru það ekki ætíð þær stúlkur, sem mikill gróði er að kynnast. En nú er flest ungt fólk svo, að það þarf með viðkynningar við aðra og einhverra skemtana. En þegar fólk hefir ekki efni eða tækifæri til, að hafa samgöngur og kunningsskap við aðra en þá, sem fást á strætuin og gatnamótum, þá er illa farið. Og það ímynda eg mér, að margri sveitastúlku

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.