Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 2
82 KVENNABLAÐIÐ. En þótt konum sé skylt að sýna, að ekki sé unnið fyrir gíg, þegar barizt er fyr- ir réttindum þeirra, þá væri það enginn gróði, að þær færu í kapphlaup við karlmennina með að komast alstaðar að. Á því er held- ur engin hætta, fyrst um sinn. En þær verða að vera vakandi, til að sýna að vert sé, að taka tillit til þeirra, og að það sé meira en fleipur, þegar þær óska einhvers. Þœr verða að sýna, að þœr geti bœðí afiað sér réttinda og gœtt þeirra. Leikbræður mínir. Eftir Gnðm. Guðmundsson. jijjf] ágt eru vinirnir lagðir, leikbrœður mínir. Hljótt er á Jlótinni f ógru þar forðum við hljópum, — Jiótinni fógru við ána, sem fellur þar blátær við bakkann og raunaljóð raular um rósirnar dánu. Þar sem við berin i brekkum í barnæsku týndum, — þar sem við lékum að leggjum um lognkvóldin bjórtu, — þar sem við hopþuðum, hlógum og hús okkar byggðum, — drottnar nú þungbúin þógnin hjá þústunum hrundu. Hvað er nú orðið af okkar æskunnar vonum Þœr eru gengnar til grafar í guðvefjar-blœjum. Aftur þœr birtast mér bjartar i brúðskarti Ijósu, — eru það annars þær sómu orðnar svo breyttar. Hví er ég aleinn af ykkur eftir á foldu, sofnuðu vinir, hví vaki' eg við ykkar leiði? Leika sér órlógin að því, að aleinn ég sitji og kveði' ykkur Ijóðin mí?i látnum um lágnœttið hljóða. Það veit ég ekkert. — En ykkur aldrei ég gleymi, þangað til leið mína legg eg til landanna huldu. — Ur því ég gat ekki gullsveig á gróf ykkar látið legg ég þar minningar laufblóð Ijóðin mín smáu. Mér er sem andvórþ mér ómi einatt í blœnum. Eru það kveðjur frá ykkur af ókunnu?n vegum r — — Nú eru grafir?iar grænar og gráðviðir teygja skjálfandi lim yfir leiðin í laufvindi mjúkum. —iyvM&hí— Skuldadagarnir. (Þýtt). (Framh). ÚÐRAFÉLAG borgarinnar spilaði fyr- ir utan aðaldyrnar, og vakti með því bankastjórann af morgunsvefninum, sem honum féll svo illa að missa. Hann fleygði sér í fötin, til þess að komast út og þakka fyrir heiðurinn. „Má eg koma inn“, spurði Anna Andrés gamla, sem kom út úr hinum sérstöku herbergjum banka- stjórans, — sem voru á neðra gólfinu. „Bráðum". „Hvernig hefir pabbi sofið ?“ „Með versta móti“. „Tók hann inn svefnmeðal?"

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.