Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.11.1902, Blaðsíða 6
86 KVENNABLAÐIÐ. og sveitapilti, sem hingað hefir komið ókunnug hafi orðið að fótakefli. Hér er eins og sjálfsagt er allstaðar í borgum, að ekki er þægilegt að geta komist í kunningsskap á góðum alókunnugum heimilum, nema einhver hafi gefið meðmæli, eða beðið fyrir mann. Mér hefir því oft dottið í hug, hvort ekki væri óskaráð fyrir sveitafólkið ókunnuga, sem á haustin kemur til Reykjavíkur, að mynda félag með sér, til skemtunar og fróðleiks. Fyrir því ætti að gangast efnilegt fólk, bæði piltar og stúlk- ur. Það mætti kalla það „Sveitafólks-klúbbinn", því alt þarf hér að heita „klúbbur", cf það á að vera notandi. Þetta félag gæti leigt sér húsnæði, og haft svo sín föstu fundakveld og skemtikveld, eins og önnur skemtifélög, t. d. embættismanna- félagið, verzlunarmannafél., Iðnaðarmannafél., Sjó- mannafél. o. s. frv. Eg er viss um, að flestir vildu vinna til að gjalda nægt tillag, ef einhverjir dug- legir stæðu fyrir þessu fyrirtæki. Og eg er líka viss um, að þetta gæti komið í veg fyrir marga óreglu karla og kvenna, ef því væri vel og heið- arlega stjórnað, og menn væru vandlátir með, að leyfa ekki neinum skríl inngöngu í félagið. Eg hefði gaman af, að heyra hvað fólk, sem hér hefði verið, segði um þetta. Þfn einl. vinstúlka Asta. P. S. Eftir á að hyggja. Eg hefi verið hér í leikhúsinu og séð þennan nýja leik: „Hugur rœð- ur hdlfum sigri". En lítið þykir mér til hans koma. Stefanía fær ómerkilega „rollu", sem ekkert er hægt að gera úr, og er það skaði, því hún er þó sú leikkona hér, sem verulega ieikur, og leikur oft bæði fínt og trútt, og Arni Eiríksson fjölhæfasti leikarinn og Jón Jónsson sá, sem beztur var í „Elsker-rollunum" — þeir eru því miður báðir hættir að leika. — En Kristján Þorgrímsson held- ur leikunum uppi. Gunnþórun leikur líka mjög vel. Þín As/a Eldhússbálkur. Lamhakjöt með káli. 2 matskeiðar af smjöri og 3 matskeiðar af hveiti eru hrærðar saman í potti yfir eldi, og þynt- ar út með sjóðandi vatni, svo það verði eins og þykk sósa. Svo er 1V2 ® lamba- eða kindakjöt brytjað smátt, eg látið ofan í þessa sósu, ásamt litlu smáttskornu hvítkálshöfði. Þetta er látið í lög, kjöt og kál til skíftis, og milli laganna salt og pipar, þó svo að saltið sé ekki meira í alt, en x/x matskeið, og piparinn ekki meiri en x/x teskeið. Lokið er svo látið á pottinn og maturinn soðinn við jafnan eld, og stöðugt hrist til, þangað til bæði kjötið og kálið er soðið. Borið á borð eins og frikassi. Líka má bæta meira vatni í og bera svo matinn á borð eins og súpu. En þá er það auðvit- að borið fyrst á borð. — Eplabýtingur með rjóma. 7 blöð af húsblasi eru lögð í bleyti í kalt vatn og slðan leyst upp í litlu af sjóðandi vatni. x/x pt. rjómi er hrærður í froðu, og tæpum tveim pel- um af eplamauki hrært fyrst saman við rifið hýði af x/x sítrónu, svo í húsblasið, sem leyst er upp og síðast þegar það er hér um bil kalt er rjómafroðunni hrært gætilega saman við. Þessu er svo helt í lítil falleg blikkmót, sem staðið hafa 1 kl.st. full með kalt vatn, eða ef þau eru ekki til, þá í kaffibolla, og svo eru mótin sett á kald- an stað í 3—4 tíma, til að býtingarnir verði stíf- ir. Þegar á að hvolfa þeim úr, þá erubrúnirnar losaðar varlega frá mótinu, og það rekið fljóttof- an í heitt vatn, áður en því er hvolft á kökudisk eða fat. Býtingarnir eru skreyttir með kryddhlaupi, og bornir á borð með smákökum. — JÓZK ULLAR- OG GÓLFDUKAVERKSMIÐJA, Stofnuð 1886 af O. GLISTRUP — Ringkjobing í Danmörku, — hefir d boðstólum handa hverju heimili: prjóuagaru, vefjargaru, gólfdúka og alullar- klæði 1 karlmanna- og kvennfatnaði. Sýnishorn og verðlistar sendast kostnaðarlaust ef óskað er. Eingöngu beztu vörur og alull. Borgun fyrir þetta má greiðast í ull. Sömuleiðis er ull og tekin til vinnu.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.