Kvennablaðið - 07.05.1904, Page 2

Kvennablaðið - 07.05.1904, Page 2
KVÉNNABLAÐI©. 3i mörgum hér góðkunn. Um hana er óhætt að segja það, að fáar útlendar bækur séu hentugri fyrir æskulýðinn, til að lesast 1 barnaskólum undir hendi kennara og með athugasemdum þeirra. Auðvitað er málið ekki eins gott og það hefði átt að vera, en efnið í bókinni,-lffsferill, frelsisbarátta og föðurlandsást þessarar litlu fjallaþjóðar, sem býr í harðbalalegu og hrjóstrugu fjalllendi, um- kringd af óvinum á ailar hliðar. — Það er góð hugvekja og lærdómúr fyrir börn og unglinga, um það, hvað öllum beri að leggja í sölurnar fyrir fósturjörð sína. Og sllkrar hugvekju þurfum vér íslendingar fullkomlega með. Um berklaveiki sem þjóðarmein, og ráð til að útrýma henni. Verðlaunarit eftir S. A. Knope lækni í New-York. Þýtt af G. Björnssyni lækni. Þessi bók hefir verið gefin út á landsjóðs kostnað, og er útbýtt ókeypis, enda má telja víst, að hún komist ókeypis inn á hvert einasta heim- ili. Mun og varla á öðru meiri nattðsyn, en að allir taki höndum saman til að verjast þessum óvel- komna vogesti, sem velur sér að herfangi efni- legasta fólkið. Þótt bendingar þessar og ráð geti ekki útrýmt veikinni, þá geta þær þó varnað henni inngöngu, þar sem hún er enn ekki búin að ná fótfestu. Ljóðmæli, eptir Byron. Steingrímur Thorsteins þýddi. Ljóðmæli þessi hafa áður verið prentuð á víð og dreif. Mun mörgum því þykja vænt um, að geta fengið þau í einu lagi. Allur frágangur á bókinni er vandaður, og prýðir mynd Byrons hana mjög. Skuldadagarnir. (Þýtt). (Niðurl.). þú að eg — sem er móðir gæti heyrt hvað hann bað þig þess að freistast — freistast 1 dauðans. -- Andlit gömlu konunnar titraði og skalf. »Tengdamóðir hefir líka komið hingað inn vegna þessara skjala?«, spurði Irma tortryggin. »Eg get ekki um annað hugsað*. »Eg ekki heldur«. , *Sá sem glatar þeim, verður honum sam- sekur'«. »Eg veit það, og enn þá hefi eg aldrei drýgt nokkurn glæp eða brotið vísvitandi. Eg missi samvizkufrið minn, en það geri eg hvort sem eg tek þau eða læt þau vera«. »Aumingja barn«. Það var sagt svo hlýtt og viðkvæmt, að það snart Irmu. »Segðu það aftur, móðir mín«, bað hún,og fann þá svo sárt til báginda sinna og einstæð- ingsskapar. »Móðir«. Þetta litla orð lét svo hlýtt og viðkvæmt í eyrum Karenar. Hún rétti Irmu hina sterklegu hönd sína. — Sorgin hafði gert þær að jafningjum. »Eg fer með lestinni kl. 3, og kem til að kveðja«, sagði Karen þunglega. »Ferðu? Hvert?« »Til borgarinnar, og svo heim til mín. Ann- að hvort í kvöld, eða snemma ( fyrramálið — það er komið undir . . .« sÆtlar mamma að leita hann uppi?« »Nei, eg kem ekki til hans, til þess hefi eg ekki krafta enn þá«. »En hvað það var undarlegt, að mairuna skyldi einmitt koma núna«. »Það hefir verið tilgangur í því, eins og öðru. Drottinn veit jafnan hvað hann gerir. Hverjum bar líka fremur að hegna, gegnum brot Antons en mér? — mér, sem hafði alið hann svona illa upp«. Það, sem hún hafði hugsað um svo óteljandi oft, braust nú áklagandi fram. »Ef eg hefði látið hann alast upp í sveitinni, þá hefði hann ef til vill ennþá verið heiðarlegur maður. Freistingarnar hefðu þá verið minni. Eg hélt að það væri af kærleika — eintómum kærleika—að eg vann og stritaði til þess að hann kæmist áfram. En okkar beztu verk eru ekkert nema ryk. Ef til vill hefir það lfka verið af hé- gómagirni. Við viljum jafnan að börnin okkar verði hærri að metorðum en við sjálf«. »Börnin; jú hvað gerir maður ekki fyrir börn- in« ? sagði Irma, og færði sig ósjálfrátt nær skrif- borðinu. En aftur var hendi stutt á öxl henni. »Á þennan hátt verður ekki unnið fyrir þau». íMamma kemur ekki upp um mig, og eg verð að gera hvað eg get til að hlffa þeim við að bera svívirt nafn«. »Láttu þau að minnsta kosti geta virt móð- ur sína«. Karin leit fast í augu Irmu. — Eða hef eg misskilið þig? Ætlar þú að taka skjölin til að skila þelm aftúr? ELDUR hans — um, ár alveg t L

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.