Kvennablaðið - 19.12.1905, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 19.12.1905, Blaðsíða 4
92 KVENNABLAÐIÐ. heimska af mér, eu eg ætlnði að koma i veg fyrir að fríðasta og auðugasta stúlkan okkar giftist gam'.a karlinum. En nú hefi eg að eins hrygt þig“. Hann settist á legubekkinn við hlið hennar og lagði hœgt handlegginn utan um hana, til þess að styðja hana og hughreysta með viðkvœmri biíðu. Hún færði9t ekki undan, heldur þrýsti hún sér nær honum, vafði örmum sínum um háls honum og grúfði fagra höfuðið sitt ofan í öxlina á honum og grét. 0, skáld! Þú hinn sterkasti og veikasti allra manna! Ekki var það um þinn háls, sem þessir hvitu arinar áttu að vefjast. „Ef eg hefði vitað þetta“, hvískraði hún. „þá helði eg aldrei tekið gamla karlinum. Eg hefi horft á þig i kvöld. Enginn er þinn liki“. „Ferdínand“, fékk Gústi loks stunið upp náfölur. „Hann er ekkert, enginn er þér meiri. bér skal eg vera trú“. „Eg er Gústi Berhng“, sagði hann dapur. „Mér getur þú ekki gifst“. „Þig elska eg, þú ert tignastur allra raanna. Ekkert þarft þú að starfa og ekkert að vera. Þú ert fæddur konungur“. Þá svall blóðíð í æðum skáldsins. Hún var fögur og ljúf i ást sinni. Hann faðmaði hana inni- lega að sér. Ef þú vilt verða heit.mey mín, þá getnr þú ekki lengur verið á prestssetrinu. Lofaðu mér að keyra pér með mér í uótt, heim til Eikabæjar, þar get. eg vemdað þig, þangað til víð getum gifst“. * * * Það heyrðist brunandi jódynur um nóttina. Þau hlýddu boðum kærleikans og létu Don Juan ræna sér burt.u frá veizltmni. Það var eins og hringlið í skaflajárnunum og núningurinn i beizl- ismélunum væri kvein svikinna vona. En hvað gáfu þau sig að þvi? Hún vafði sig tim hálsinn á honum, og hann beygði sig áfrarn t.il að hviskra í eyru hennar: „Get.ur nokkuð verið jafn inndælt og stoliu sæla?“ Hvað á að gera við lýsingar? Þau höfðu ást.. Og hvað varða þau um mannlega reiði! Gústi Berling trúði á örlögin. Örlögin höfða yfirunnið þau. Gegn örlögunum get.ur enginn barist, Þótt stjörnurnar hefðu verið brúðarljósin, sem kveikt hefðu verið við brúðkaup önnu, þótt bjöll- urnar á Don Juan hefðu verið kirkjuklukkurnar, sem hefðu kallað fólk til að horfa á hjónavígslu hennar og Dahlbergs gamla, þá hefði hún þó orðið að flýja með Gústa Berling. Svo oru örlögin voldug. Þau voru komin farsællega fram hjá preBtssetr- inu og Munkerud. Nú áttu þau eftir hálfa mílu vegar til Bergs, og svo aðra hálfa milu heim til Eikabæjar. Veguriun lá út með skógarjaðri. Til hægri handar við þau voru dökkir fjallaásar, en vinstra megin langur hvitur dalur Þá kom Huglæs þjótandi til þeirra Hann hljóp svo mikið og teygði sig. að hanu sýndist liggja flat- ur við jörðuna. Haun stökk ýlfrandi af skelfingu upp í sleðann, og hnipraði sig sig saman við fæt,- urna á Önnu. Don Jtian tók viðbragð og stökk á fleygiferð áfram. „Það eru úlfar!“ sagði Gústi Berling. Þau sáu nú langa, gráa linu strykast áfrant með vegarbrúninni. Þeir voru að minsta kosti tólf. Anna varð ekkert hrædd. Dagurinn hafði ver- ið svo blessunarlega viðburðarikur, og nú leit út fyrir, að nóttin yrði það lika. Þetta var líf, að bruna fram eftir glitrandi snjónum í trássi við bæði villtdýr eg mennina. Gústi beyði sig niðui'. blótaði við, og sló dug- lega í Don Juan. „Ertu hræddur?“ spurði hún. „Þeir ætla að koma i veg fyrir okkur þarna. þar sem bugðan er á veginum“. Don Juan rann kapphlaup við villidýr skógar- ins, og Huglæs ýlfraði af hræðslu og reiði Þau náðu vogbttgðunni jafnt, og úlfarnir, og Gústi rak þann fremsla frá ineð langa keyrinu stnu. „Ó, Don Juan, drenguriun minn! En hvaða hægðarleikur þér væri að komast undan tólf úlf'um ef þú þyrftir ekki að dragast með okktir mennina! Þau bundu græna forðatrefilinn að baki sér. Ulfarnir hræddust það snöggvast, og héldu sig stundarkorn dálitið frá sleðanum. En þegar þeir höfðu jafnað sig eftir fyrstu hræðsluna, þá stökk einn þeirra hvæsandi, með gapandi gini, og laf- andi tungu fram að sleðanum. Þá þreif Gústi Oóriunu frú Staels og fleygði henni í ginið á honum. Nú fengu þau augnabliks andhvíld, meðan vargarnir tæt.tu þetta herfang i sundur, en svo fundu þau aftur kippi. þegar vargarnir rifu í græna ferðatrefilinn, og heyrðu másið og blástui-inn i þeim. Þau vissu að ongin mannabygð væri nær en Berg, en Gústa Berling þótti það dauða verra, að sjá nú vinina, sem hann hafði svikið. Hann vissi líka, að liesturinn mundi þreytast, og hvað mundi þá verða af þeim? Þau sáu nú bseinu á Bergi í skógarjaðrinum. Þar brann Ijós í hverjum glugga. Gústi vissi vel fyrir hvern það var gert. En nú flýðu vargarnir, hræddir við nálægð mannanna, og Gúsii ók fram hjá Bergi. En hann komst ekki lengra en þangað, sem vegurinn beygir af á ný inn i skóginn. Þar sá hann dökka þyrp- ingu fyrir framan sig; vargarnir biðu eftir honum. „Látum okkur snúa við heim að prostssefrinu og segja, að við höfum farið skemtilerð i stjörnu- ljósinu. Þetta dugar ekki!“ Þau sneru við, en á næsta vetfangi var sleðinn alveg umkringdur af úlfum. Gráir skuggar skutust fram hjá þeim, og það skein í hvítu tennurnar í stóra upprifna skoltinum á þeim og augun voru glóandi rauð, sem í eld sæi. Þeir ýlfruðu afhungri og blóðþorsta. Skínandi hvítu tennuruar þeirra

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.