Kvennablaðið - 19.12.1905, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 19.12.1905, Blaðsíða 8
96 KVENN ABLaÐIÍ). aðra hliðina, en svolítinn ljóshærðan, bláeygð- an svein við hina hliðina, sem altaf stakk litla, mjúka lófanum sínum inn i stóiu. hörðu hendina hans pabba sins. Eldhússbálkur. Eftirmatur á jólunum. Snjóbýtingur (handa 6 manns). Efni: l/s pt. þunnur rjómi, 50 gr. hvítasykur, ‘/2 stöng van- ille, 2 eggjarauöur, 9/s pt. þykkur rjómi, 40 gr. fínt kex. Þunni rjóminn cr látinn í gleraðan skaft- pott og soðinn ásamt sykrinum og Tanillestöng- inni, til þess að rjóminn fær gott vanillebragð. Þá er eggjarauðunni hrært vel í, einnií einu og þetta látið sjóða þangað til það fer að þykkna. Skaftpotturinn er þá tekinn af eldinum en stöð- ugt verður að hræra í þangað til maukið er orðið kalt. Nú er þykki rjóminn hrærður í stífa froðu, og svo er þetta hvorutveggja lirært vel saman, og sett svo í glerað býtingsmót sem vætt er innan með köldu vatni, eða i leirskál í lög, þannig að annað lagið er sundursteyttar smákexkökur en hitt lagið er býtingurinn. Síð- ast er vel felt lok sett ofan á og mótið sett i sundurmolaðan is, sem salti er blandað saman við, þannig að ísinn og saltið liggja fast utan um mótið alt urn kring og ofan á og undir þvi. Þannig skal mótið standa í 6—7 klst. Býting- urinn losast úr mótinu ef handklæði eða ann- ar dúkur er undinn upp úr heitu vatni og vaf- inn fljótt utan um ínótið áður en því er hvolft upp á fat eða býtingsskál. Svo er litlum kex- kökum raðað kringum býtinginn á fatinu, eða þær eru bornar sér í lagi á kökuskál með hon- um inn á borðið. óáfengir drykkir. Appelsínuvökvi. í hann er brúkað hýði af appelsínum, þegar búið er að taka hvítu skán- ina innan úr því. Fyrst skal fylla 3 pela flösku til hálfs með venjulegu ediki, og svo erhýðinu bætt i, sem bitað er í litla bita, svo flaskan verði full. Þá er tappi látinn í og flaskan lát- in standa þannig að minsta kosti í 3 vikur. Þá er vökvinn sigtaður fráhýðinu. Síðan er hvíta- sykur og 1 pottur af vatni hitað sainan þangað til það sýður, þá er það tekið ofan og helt í leirskál, seo er appelsínuvökvanum hrært sam- an við ásamt 45 gr. af sítrónusýru. Petta er svo geymt á flöskum eða leirbrúsum og má brúkast undir eins og það er orðið kalt. Þessi drykkur er mjög góður og hressandi, og getur verið með mat, i staðinn fyrir vín eða öl. --- wm m m — Jólakveðja. En hvað jólahátíðin er inndæl og ánægju- rík! Hvað hún er blið og brosmild eins og sjálfur kærleikurinn, sem hún er runnin frá! Þegar húsmóðirin kallar á okkur á jólanótt- ina inn í bezta herbergið á heimilinu, þar sem Ijóslogar í hverjum krók og kima og eldur brenn- ur á arninum, — hið gamla einingarband heim- ilanna — þegar allir hlýða sameiginlega á aftansönginn í kirkjunni eða guðsþjónustuna á heimilunum og að því búnu taka að bjóða hver öðrum gleðileg jól — þá er eins og mennírnir endurfæðist að nýju. Það er eins og hinn gamli fagnaðurboðskapur: Dýrð só guði í upphæðum, friður á jörðu og guðs vel- þóknun yfir mönnunum" útrými um stund- arsakir kuldanum og kærleiksleysinu. Og þegar svo húsmóðirin kemur bios- andi með alt það, sem hún fyrirfarandi viku hefir safnað saman til þess að gleðja með heimilisfólkið. Þegar Ijó-ún á jólatrénu bera birtu sína og il út um herbergin og heimil isfólkið t.ekur upp jólagjafirnar, sem oft og einatt hafa kostað gefendurna talsverða fyr- irhöfn og sjálfsafneitun, þá er eins og vér höfum um stund íklæðst nýjum manni. Kuldinn og úlfbúðin eru gleymd í svip, en gleðin og kærleikurinn hefir tekið við völd- unum — þetta eina kvöld. — Að eins að kær- leikurinn fengi lengur að ríkja meðal mann- anna barnal Vér óskum öllum húsmœðrum lands- ins (jleðilegrar hátíðar fijrir síg og heim- ili sín, og allra þeirra beztu jólagjafa, sem unt er að fá. (xleðileg jól! Þeir kaupendur, sem ía ekki blaðið með skilum, verða að láta útg. vita sem allra fyrst. Sömuleiðis ef kaupendur skifta um heimili. Utgefandi: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.