Kvennablaðið - 15.06.1907, Blaðsíða 1
Krennablaðiðkoet-
ar 1 kr. 50 au. inn-
anlands, erlendis 2
kr.60 [cent vestan-
hafs) */» vo»“ðBÍns
borgist fyrfram, en
*/* fyrir 15. júli.
Uppsögn skrifle
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt.
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
13. ár.
Reykjavík, 15. júní 1907.
M 6.
JT n í'ii i* é i í i.
Nú á tímum er mikið talað um jafnrétti.
Konurnar viija fá jafnrjetti við karlmenn, börn-
in við foreidrana og vinnufóikið við húsbænd-
urna. „Frelsi, jafnrétti bræðralag", það eru
einkunnarorð þessara tíma. Þau eru fögur,
hijóma vel í eyrum og ættu að vera hverri
mannssál dýrari en öll önnur gæði heimsins.
En — þau hafa iíka í sjer fólgnar skyldur, sem
ekki má losa sig við, ef þýðing þeirra á að
standa óröskuð.
Hvers vegna skyldi verkalýðurinn ekki
hafa öll sömu réttindi og hinar stéttirnar?
Einmit.t á herðum verkalýðsins hvílir mikill
hluti af velgengni þjóðanna. Því er það mjög
misráðið, þegar löggjöf landanna setur hann
skör iægra en hinar stéttirnar, þégar um ýmis-
konar réttindi er að ræða. Allir menn og
konur með óskertri skynsemi og mannorði
ættu að hafa sömu mannréttindi.
Það var líka mjög misráðið og rangt hjá
bæjarstjórn Reykjavíkur, að veita ekki vinnu-
fólki jafnau rjett til uð kjósa í bæjarstjórn
eins og öðrum. Hvað er það, sem allir kvarta
nú um, að mest standi í vegi fyrir þrifum
landsins? Einmitt skortur á vinnufólki! Og
þótt hann só að líkindum ekki eins tilfinn-
anlegur hér í bænum og upp til sveita, þá er
það þó stöðugt umkvörtunarefni allra, að
minnsta kosti húsmæðranna. En getum við
láð nokkrum, þótt hann velji sér ekki þann
atvinnuveg, sem hann sór lítilsvirtan af lög-
gjöfinni? Atvinnuveg, sem bakar honum missi
mikilvægra mannréttinda! Nei, einmitt þær
atvinnugreinarnar þarf að gera aðgengilegast-
ar sem nauðsynlegastar eru. Þeir, sem þær
taka fyrir mega einskis ímissa. hvorki í laun-
um né áliti.
Það getur nú verið, að vinnukonur hugsi
enn þá ekki alment um þetta, kæri sig ekki
um þessi réttindi. En kvenréttindin eru kom-
in svo langt áleiðis, að þau liggja svo að
segja í loftinu líka hjá oss. Það líður varla
á löngu, áður en augu vinnukvenna opnast fyrir
þeim sannleik, að það sé lítilsvirðing við stöðu
þeirra, að þær hafi ekki sömu réttindi, sem
þær gætu haft, ef þær leigðu sór sjálfar her-
bergiskytru og gildu fáeina aura til prests,
kyrkju eða sveitar. Ýmsar stallsystur þeirra,
sem þær þektu, mundu færa þeim heim sann-
inn um það.
Löggjöfin úthlutar mannréttindunum, og
hingað til hefur hún því miður gert það mjög
óhyggilega. Það ber auðvitað minna á slík-
um mismun hér á landi en annarsstaðar.
En vinnuhjúavandræðin eru þó meira sprott-
in af því, að vinnuhjúin finna, að stétt þessi
er bæði frá löggjafarinnar og venjunnar hendi
minna virt, en aðrar stéttir, heldur enn af
því, að vinnufólkið beri minna úr býtum að
öllu samanlögðu.
En sökin er líka að nokkru leyti hjá
vinnuhjúunum. Þau hafa ekki gert sér það
ijóst, að þau ættu að koma því á, að þeirra
stétt væri skoðuð sem iðnaðargrein, með sömu
réttindum, áliti og skyldum. En það má fylli-
lega segja, að stúlkan, sem býr til matinn í
eldhúsinu, ræstir herbergin á heimilinu og gerir
öli önnur heimilisverk þurfi fult eins mikla
sérþekkingu til að leysa þau verk vel af hendi,
eins og saumastúlkan, eða búðarstúlkan. Það
ætti að teljast sérstök iðnaðargrein eins og
tjármennskan og hirðing alls búpenings í sveit-
um er heldur ekkert annað.
Vinnufólkinu ætti ekki að gera lægra und-
ir höfði að neinu leyti en öðrum iðnaðarstétt-
um, ef það stæði vel í stöðu sinni. En eins
og aðrar iðnaðargreinir heimta sérþekkingu
og vissan námstíma til þess að verða full-
numa í iðn sinni, eins ætti að heimta það
af vinnufólkinu, að það bæði væri fært um að
leysa störf sín vel af hendi, og gerði það líka.
— Enginn mundi til lengdar nota þann tré-
smið, sem skemdi alt efnið í það, sem hann
ætti að smíða, og aldrei mætti trúa íyrir
neinu, nema meistarinn stæði jafnan yfir hon-
um, eða þá saumakonu, sem altaf þyrfti að
standa yfir og laga allt í höndur. Þannig