Kvennablaðið - 15.06.1907, Síða 4
44
KVENNABLAÐIÐ.
ykkur af því, a3 eg fann óljóst til þess, að eg
gæti verið minn eiginn lukkusmiður, ef eg að
eins fengi tækifæri til þess. Enginn ætlaði mér
neitt gott, og eg ólst upp þekkingarlaus, eins og
hálfgert fffl. Hendur mínar voru óliðlegar og
ljótar, eg kunni ekki dráttlist, og engan reikn-
ing. Tungan mín var lfka óliðleg. Eg gat
ekki skýrt þá, hvað eg átti við. Eg var óþolin-
móður yfir því ranglæti, sem eg varð fyrir, og
þverlyndur og fúll, þegar fólk skildi mig ekki.
Eini maðurinn sem skildi mig var hann OIi smið-
ur, hann sagði mér frá Eirfki, sem hafði verið
einmitt annar eins aumingi og eg, en hefði
nú barist fram til að komast í góða og heiðvirða
stöðu þarna vestur í fjarlæga landinu. Svo lá eg
svefnlaus margar nætur og bylti mér á alla vegu.
Síðast ákvarðaði eg að strjúka. Hefði eg beðið
urn fararleyfi, þá hefðu allir hæðst að mér. Ver
gæti mér ekki liðið í Ameríku, en hér í Svfþjóð.
og svo fór eg leiðar minnar, fyrst til Gautaborg-
ar, og þar laumaðist eg út 1 útflytjendaskip, og
faldi mig undir pokum og öðrum varningi þang-
að til við vorum í rúmsjó". (Niðurl.).
Vinnukonu-skóli.
Vinnukonufélagið i Kaupm.höfn hefir nýlega
leigt sér húsnæði með 30 herbergjum, og þar
hefir svo forstöðukona félagsins, frk. Christen-
sen (sem sjálf var vinnukona, þegar hún stofn-
aði félagið) komið á fot skóla, þar sem u«gar,
fátækar stúlkur eiga að læra öll heimilisverk,
sem vinnukonur (og húsmæður) þurfa að kunna.
I skólanum er alt gert til þess, að stúlkun-
um líði vel og þær hafi sem mest gagn af
skólanáminu. Þar er stór fyrirlestrarsalur, með
))fortepíanói((, sem félagskonur hafa skotið sam-
an fé fyrir. Eldhúsið, búrið, matstofan og
svefnherbergin, þar sem 4—5 stúlkur sofa sam-
an, eru öll björt og loftgóð, með ljósleitum hús-
búnaði. Pessi skóli hefir tvær deildir, og eru
þjjpr eingöngu ætlaðar vinnukonum.
í yngri deildinni eru stúlkur frá 16—20 ára.
Þar er námstíminn 6 mánuðir. fær fá ókeypis
fæði, húsnæði, fataþvott og góða kennslu í mat-
artilbúningi og allskonar daglegum heimilis-
störfum, að bera á borð, þvo og slétta íéreft o. s.
frv. Pessi deild er alt af fullskipuð, bæði af
sveitastúlkum og bæjarstúlkum.
Hin deildin er fyrir vinnukonur, sem eru yflr
20 ára gamlar og læra þær bæði einfaldari og
finni matartilbúning, að leggja á borð og taka
fallega til mat, kökubakstur og ávaxta-niður-
guðu, Pær verða að gefa með sér 20 kr, um
mánuðinn. Námstíminn er þrír mánuðir.
Þessi deild er ekki eins vel sótt, þvi vinnukon-
ur þykjast ekki hafa efni á þvi. Það kveður
frk. Christensen heimsku. Þær hafi miklu meiri
peninga í vistum þar sem þær fái fæði, hús-
næði o. s. frv. ókeypis, heldur en þær sem
vinni í verksmiðjum, eða ýmiskonar verzlunum,
eða séu saumastúlkur. Vinnukonur ættu aldrei
að taka við drykkjupeningum eða gjöfum, held-
ur fá sín vinnulaun, sem væru í fyrstu lægri,
meðan þær væru ófullkomnar, en hækkuðu með
aldrinum og eftir dugnaði þeirra. Þær skilji
ekki enn, að þeim riði á að efla félagsskap
sinn og framfarir i öllum efnum, og ávinna
stétt sinni sömu virðingu og öðrum iðnaðar-
greinum. Framfarir þeirra komi allri þjóðinni
að notum. Þær séu oftast sjálfar frá fátækum
heimilum, og komi svo inn á efnaðri heimilieða
rikisheimili. Þegar þær giftist hverfi þær oft-
ast aftur til smáheimilanna. Hvaða gagn sé þá
að, þótt maðurinn geti unnið sér inn peninga,
ef konan kunni ekki að fara með þá«.
Fyrsta stúlkan í dansUa í-ílíiim,
sem tekið hefir málarapróf er islenzk s/ú/ka, A s t a
Árnadóttir að nafni. Hún lærði fyrst að
mála hjá Bertelsen máiara hér í Reykjavík. Sfð-
an fór hún suður til Danmerkur og komst að
nároi þar, og lauk því nú í vor með ágætum vit-n-
isburði. Af nemendunum, sem voru um 45, fengu
15 verðlaun og var hún ein af þeim. Dönsk
blöð lúka miklu lofi á frammistöðu hennar, og
mörg þeirra fluttu mynd af henni. Vonandi er,
að þetta verði byrjunin til þess að Isl. stúlkur
taki fyrir ýmsar iðnaðargreinir, sem þær gætu
fult eins vel leyst af hendi eins og karhnenn. I
Kaupmannahöfn er dönsk kona, frk. Christiansen,
sem hefir leyst af hendi sveinspróf í húsgagna-
smíði. Nú hefir hún afarstórt húsgagnaverkstæði
og veitir þar um 80—100 manns atvinnu.
Uugmennafélögunum fjölgar óðum
hér á landi. Það er lofsverður áhugi og vonandi
að hann beri ávexti á sínum tíma. En vér get-
um ekki annað en furðað oss á, að ungar stúlkur
séu útilokaðar frá þessum félagsskap. Geta þær
ekki tekið þátt í líkamlegnm fþróttum? Þurfa
þær ekki að herða líkatna sinn? Eiga þær ekki
til ættjarðarást? eða þarf hennar ekki við fyrir
konur? Eða eru konurnar ekki viðkomandi þjóð-
inni og föðuriandinu, sem ungmennafélögin ætla
að vinna fyrir?
JÚ, vissulega ættu ungu stúlkurnar að vera
með, og meira að segja; Forstöðumaður Ung-
mennafélagsins hér, hr, Helgi Valtýsson, sem á