Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 2
68 KYENN ABLAfelt). vorri hendi. Minna getum vér ekki gert oss ánægðar með. ' En hvað hefir þíngið og landsstjórnin gert hingað til fyrir dætur þjóðarinnar? Pessar upþvaxandi konur, sem eiga að verða mæður og fóstrur ungu kvnslóðarinnar. Hún hefir ausið út heilum 6000 kr. þeim til mentunar á siðasta fjárhagstimabili, en á sama timabili hefir bún varið yfir80,000 kr. til fræðslu karlmannanna. Auðvitað segja menn, að konur hafl átt kost á, að komast að sumum þessum karlmanna skólum. En þegar reglugerð þeirra tekur ekk- ert tillit til þess að öðru leyti, ekki svo mikið að konum sé séð fyrirsérstakri leikfimiskenslu, og þeim siðar, þegar þær vilja hafa gagn af náminu, er gert ómögulegt, að fá nokkra þá atvinnu, sem lífvænleg er, þá er ekki von, að margar konur hafl efni og vilja til, að verja mörgum árum til þess náms, sem þær geta aldrei haft þeningalega hagsmuni af. Pess er varla að vænta, að góðir og fullkomnir kennarar fáist með þeim launum, sem kvenna- skólarnir liafa að bjóða. Forstöðukona kvenna- skólans í Reykjavik, sem þó ætti að sjálfsögðu, að vera hclzti kvennaskóli iandsins, hefir í laun 600 krónur, auk húsnæðis og liita, sem reikn- að er um 150 kr. Forstöðumaður sjómanna- skólans hefir 2000 króna laun auk húsnæðis, hita og ljósa, og hinn kennarinu 1000 krónur. Lægsti fastakennari mentaskólans heflr 2000 kr. i Iaun og hinir 2400—2800 kr. Við Akureyrarskólann hafa kennararnir 2400—2000 kr. i árslaun. Og þó eru hér ekki taldir forstöðumenn mentaskólans eða gagnfræðaskóians á Möðru- völlum. Við kvennaskóla landsins utan Reykjavikur, eru launin víst heldur lægri. Stundakensla við Reykjavíkur kvennaskóla er borguð með 50 aurum, en 35 aurum handa konum þeim, sem kenna handavinnu. A þvi geta menn séð að varla sé unt að velja úr kennurum, meðan slík smánarborgun er í boði. Við barnaskóla Reykja- víkur er þó stundakennsla borguð með 75 aurum og við mentaskólann með 1 kr. — Og þó tala menn um jafnrétti, og að allar konur þurfi og eigi að hafa sérmentun! Nei, ekkert annað en gagnger breyting á þessu ástandi, er viðunandi. Kvennaskólarnir eiga að vera kostaðir af almannafé eins og aðrir skólar. Barnakenslan þarf að lagfærast alment, og að venjulegt barnanám sé heimtað af þeim stúlkum, sem sækja um inngöhgu í kvennaskól- ana, svo kvennaskólarnir þurfi ekki að gerast að barnaskólum. Sérstakan námsstyrk þarf að veita efnilegum stúlkum til þess að þær getiverið minst3 veturískólanum, og kennslan öll að vera þannig löguð, að samhengi sé i henni. Hús- sljórnarkennslan þarf að vera skyldunámsgrein fyrir allar utanbæjarstúlkur, enda búi þær allar i kvennaskólanum. Rær stúlkur, sem ekki búa þar ættu engan námsstyrk að hafa. En þótt kvennaskólinn kæmist í þetta horf, þá dregur það ekkert úr nauðsyn sérstaks hús- sfjórnarskóla bæði til sveita og hér i Reykjavík. Samhliða búnaðarskólunum ætti að koma á fót búnaðar- og hússtjórnar-kennslu handa sveita- konunum. Á þann hátt gætu báðir skólarnir liaft gagn hver af öðruui. Matreiðslan handa öilum færi fram í búnaðardeild kvenna. Sönm- leiðis gætu þær haft ræstingu alls skólans á hendi, þvotta, léreftasterkjun o. fl. Þarættigóð ullarvinna og vefnaður einnig að vera kend að vetrinum, og meðferð mjólkur og smjörgerð árið um kring. En þrátt fyrir þessa kennslu mundi ekki veita af sérstökum hússtjórnarskólum, aðjninsta kosti einum, þar sem stúlkur gætu fengið goða kennslu eftir fyrirmynd beztu liússtjórnarskóla i Dan- mörku. Ef vér þykjumst geta spiláð á eigiú spýtur sem þjóð, þá ættum vér ekki að þurfa að senda dætur vorar til annara landa til að læra daglegan matartilbúning og hússtjórn. Og sízt ættum vér að þurfa að sníkja þar út þann námsstyrk, sem dætur vorar ættu rétt til að fá hér heima. Hússtjórnarskólar liér heima, sniðnir eftir beztu nútímaskólum Danmerkur, — sem nú eru viðurkendir beztir hússtjórnarskólar Norður- landa — og lagaðir eftir íslenzkum staðháttum og þörfum, sem hefðu veruiega góðum kennslu- konum á að skipa, mundu verða íslenzkum stúlkum ódýrari og að mörgu leyti notadrýgri, en skólar erlendis gætu orðið, af því kennslan í erlendum skólum byggist mikið á, að hagnýta sér afurðir landanna. En hér j'rði á sama hátt að taka tillit til þess, sem ætti bezt við og nota- drýgst yrði hér á íslandi. Sömuleiðis mun mörgum stúlkum verða erfiðara fyrst í stað, að námið færi fram á öðru máli en íslenzku. Að minsta lcosti hefl eg þekt stúlku sem hafði geng- ið 2 ár á hússtjórnarskóla í Danmörku og var þó ekki svo fær í dönsku, að hún gæti ritað hana stafrétt.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.