Kvennablaðið - 07.10.1907, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 07.10.1907, Qupperneq 1
Kvennablaðiðkost- ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) '/» vorðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. ttí'nnalilAMb* Úppsogn 8krifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 13. ár. Reykjavík, 7. okt. 1907. M 10. SamYÍnnufélagsskapur. I ílestum sænskum blöðum, einkum kvennablöðum og tímaritum heflr fyrirfarandi verið mikið rætt um bók, sem kom út í vetur sem leið og hót „Solidar“, eftir dul- nefndan höfund: Elsu Törne. Efni þessarar bókar var, að sýna, hvernig menn ættu og gætu lifað góðu lífl, þrátt fyrir vinnukonu- skort og ýmsa aðra annmarka, ef samtök væru höfð með, að gera dagleg störf, svo létt og auðveld, sem unt væri. — Til þess þyrftu byggingameistararnir, að hafa hliðsjón, og útbúa húsin með öilum þeim þægindum, sem unt væri. Auk þess var taiað um alt hreinlæti, sem skilyrði fyrir, að menn yrðu sælli o. s. frv. Nú hefir sænsk húsmóðir ritað langa grein, til svars upp á þessa bók, og sýnir þar, hvernig megi komast af með þeim skil- yrðum, sem enn eru fyrir hendi, þótt ekki sé margt vinnufólk á heimilum. Af því ráð hennar eiga alstaðar við nú á þessum vinnu- eklutímum, þá vill Kvbl. flytja útdrátt úr þessari grein og vonar, að það geti orðið líka umhugsunarefni fyrir ísl. húsmæður. „Flestum húsmæðrum mun sýnast, að þær hugsjónir, sem „Solidar" berst fyrir eigi nokkuð langt í land, og halda, að þær geti ekki framkvæmt þær, nema gagnger breyting verði ger á öllu heimilisfyrirkomulaginu, eftir „Solidar" hugmyndinni. En þetta mundi taka svo langan tíma, að núlifandi kynslóðin fengi þá ekki að njóta þessara heimilis- umbóta. Það er gamall siður, þótt hann sé ekki góður, að starfrækja heimilin með umsvifa- miklu og dýru fyrirkomulagi, sem útheimtir mikla vinnu og fjármuni. Ef nóg efni eru fyrir hendi, þá getur húsmóðirin oftast nær fengið sér næga hjálp, þótt mikils þurfl við. En hvernig fer hinum, sem lítið hafa að bjóða? Ef alt á þar að ganga með sama gamla erf- iða laginu, þá kostar það efnalega. velferð heimilisins, og heilsu og ánægju hjónanna og jafnvel barnanna iíka. Eg sný því máli mínu að efnalitlu hús- bændunum. Hvað er þar hægt að gera til að spara peninga og tíma. og létta vinnuna.? Þar verða hjónin að koma sér saman um, að breyta heimilisfærslunni og gera hana auðveldari og ódýrari, þótt bústaðnum sé ekki breytt. Þessar breyt.ingar eru ekki gripnar úr lausu lofti. Eg hefl sjálf framkvæmt þær á mínu heimili og reynt þær árum saman. Fyrsta og helzta breytingin var, að hætta að halda vinnukonu, þegar börnin voru orðin svo gömul, að þau gátu farið að hjálpa til, í fyrstunni, að eins á sumrin, og siðar árið um kring. Þegar eg byrjaði þessa breytingu, þá var elzta telpan mín 10 ára, en sú yngsta 6 ára. — Auðvitað varð eg að gera meiri hlutann af verkunum fyrst, en mér varð ekki mikið um það af þvi, eg skifti tímanum nákvæm- lega, og því urðu öll börnin og maðurinn minn og eg að hlíta. Önnur breytingin frá venjunni var sú, að skifta verkunum jafnt milli drengjanna og stúlkubarnanna. Hvorugt okkar hjónanna getur skilið hvers vegna karlmenn eiga að vera fákunnandi og óvanir öllum heimilisverkum. — Eftir því sem börnin eltust, þá urðu þau duglegri, svo eg fór smám saman, að geta geflð mig meira við ýmsum andlegum störf- um, sem eg hafði aldrei lagt alveg á hilluna. Á sumiin fékk eg mér konu tíl þess, að þvo gólf og þvott. Drengirnir sóttu alt vatn og eldivið, burstuðu skó og föt, bjuggu

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.