Kvennablaðið - 07.10.1907, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 07.10.1907, Blaðsíða 4
76 KVENN ABLAÐIÐ. Pau eru þessi: 1,— 4. E)m harðari hegningu fyrir siðferðis- brot gegn stúlkubörnum. 5.— 7. Réttarfarsleg staða giftra kvenna. 8. Meiri réttindi mæðrayíir börnum sínum. 9.—11. Réttarfarsleg staða óskilgetinna barna. 12.—14. Að hækka giftingaraldur kvenna (sem nú er 15 ár). 15. Verndun ógiftra mæðra og barna þeirra. 16.—17. Aukin réttindi kvenna til embætta ríkísins. Hvað átt er við með réttarfarslegri stöðu giftra kvenna og óskilgetinna barna er: 1., að fjárráð mannsins yflr eigum konu sinnar sé afnumin. 2., að gifta konan hafl fullan rétt til, að ráða sjálf yfir sinum sérstöku eigum án þess, að fá neina sérstaka lagaheimild til þess, t. d. með kauþmála i milli hjónanna o. s. frv. 3., að konan fái sama rétt til, að ráða fyrir sameign- arbúí hjónanna eins og maðurinn. Sömuleiðis um aukin réttíndi giftra kvenna yfir börnum sínum, sem séu greinilega tekin fram og viður- kend bæði í hjónabandinu og við hjónaskilnað. — Pað helzla i lagafrumvörþunum og þings- ályktunartillögunum viðvikjandi réttindum ó- skilgetinna barna er: 1., að faðerni þeirra sé löghelgað með dóml, þar sem ekki er annars kostur, og móðirin hafi auk þess rétt til—með vissum undantekningum — að sanna framburð sinn með eiði. 2. að hverju óskilgetnu barni sé skiþaður svaramaður. 3. að meðlagið frá föðurnum sé reiknað hlutfallslega eftir efnum hans og ástæðum. 4., að barnið hafi lagalegan rétt til nafns föðursins og erfðarétt eftir hann. 5. að bæði foreldrarnir séu dæmd til nauð- ungarvinnu, ef þau vanrækja skyldur sinar við barnið. Yms önnur frumvörp og þingsályktanir, sem konur fluttu, voru líka að ýmsu leyti konum viðkomandi, t. d. um reglulega og sam- anhangandi kenslu í heimilislegri hagfræði og hússtjórn fyrir konur. — Um skyldu sýslufélag- anna og hreppa, til að launa yfirsetukonur sæmilega. — Um að fjölga samskólum, — Um bann gegn tilbúningi og sölu áfengra drykkja. — Um rikisstyrk til bindindiseflingar. — Um réttarfarslega stöðu vinnufólks. — Um verndun leigenda gegn húseigendum. — Um rikisstyrk til útgáfa bóka á ný-finsku. — Um járnbrautir. Auk þess hafa þingkonurnar tekið mikinn þátt í ýmsum öðrum undirskriftum, bænaskrám, áskorunum, þingsályktunum og frumvörpum, ásamt þingmönnunum. En af þvi, að þær hafa allar tekið sterkan þátt í flokksmálum, og flokkarígur og barátta er nú mjög ákafur á Finnlandi, þá hafa þær ekki komið kvennamálunum eins vel áfram, og ef þær hefðu haldið allar saman, að minsta kosti, þegar um þau mál var að ræða, sem hefði verið hyggilegasi og eðiiiegast gert af þeim. ____________ Bandaríkin. Nýlega hefir skýrsla verið gefin út af manntals-skrifstofustjórninni um störf og laun kvenna í Bandaríkjnnum. — Par sézt, að i Bandarikjunum eru yfir 5 miljónir kvenna, sem hafa á hendi ýms opinber embætti, störf og atvinnugreinir, og að fjöldi þeirra hefir meira enn tvöfaldast á síðustu 20 árutn. — Og þótt' Bandarikjameun hafi ekki enn þá veitt konum stjórnarfarsfeg réttindi nema í 4 smá- ríkjum, þá hefir þó hin sífelda barátta ame- rískra kvenna nú í meira en 50 ár unnið það á, að hvergi i heimi er konum sýnd meiri virðing eða veitt meiri borgaraleg réttindi i mörgum greinum, og hærri laun fyrir störf sín en einmitt þar. Hæst laun hafa þær konur, sent tekið liafa visindaleg próf frá háskólunum. Peim fer stöð- ugt fjölgandi, og þær hafa nú fengið embætti i öllum vísindagreinum. Karlmennirnir héldu því sjálfir fram, þegar kona komst fyrst að því, að verða formaður í líkskurðarfræði við Johns Hopkins háskólann, ^að konur hefðu unnið til þess með miklum dugnaði og yfirburðum í þessari vísindagrein. Amerískar konur hafa nú á hendi ýms mikilsverð embætti og störf í landafræði, iíf- færafræði og félagsfræði. Pær eru farnar að starfa, sem vélafræðingar, verkfræðingar og byggingameistarar, bæði við námugröft, bygg- ingar, rafleiðslur, járnbrautaiagningar og vega- gerðir. Pessi störf eru vel launuð. — Sú fyrsta kona, sem var tekin inn, sem meðlimur í hið ameríska vegagerðar og járubrautarmeistara- félag, var boðin liá og mikilsverð staða í Kina. Fjöldi lærðra kvenna verða kennarar bæði við »privat« skóla og þjóðskólana. Pær konur,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.