Kvennablaðið - 07.10.1907, Síða 2

Kvennablaðið - 07.10.1907, Síða 2
74 KVENNABLAÐID. um sig, og tóku til 1 sínum herbergjum, að öllu leyti. Telpurnar bjuggu til matinn og gerðu öll heimilisverk að öðru leyti. Eg vil biðja alla foreldra, að varðveita vandlega allan þann vinnukraft og vinnugleði, sem liggur geymdur hjá börnum bæði drengj. um og stúlkum. — Með því móti spörum vér ekki einungis fé, heldur gefum vér börn- um vorum þann fjársjóð með sér út í líflð, sem er meira verður en peningar —, þeim er kent að vinna, og vera ekki komin upp á vandalausra hjáip, þótt þau verði seinna að missa hana. Nú eru öll börnin mín komin burtu. Dæturnar eru gzftar og drengirnir farnir sinn í hverja áttina. Eg stond nú aftur í sömu sporunum eins og þegar eg byrjaði búskapinn nema að eg er eldri. En enn þá er eg vinnu- konulaus. Eg hefi heyrt húsmæður segja, að þær tryðu því ekki, að konur gætu hugsað um bú og börn og verið vinnukonulausar, og þó tekið þátt í ýmsum öðrum störfum. Eg get ekki annað, en mótmælt þessu. Eg hefi sjálf með fram heimilisstörfum mínum og barnauppeldi haft að sinna skólakenslu og ritstörfum, svo eg veit, að það er vel fram- kvæmandi. (Framh.). — m m mm--------- Sagan af Gísta Berling. Eftir Selma Lagerlöf. (Framh.) Hjarta hans sveið eftir augnaráð Maríönnu, eins og það hefði verið sært með bitru stáli. Hann skildi vel, hvað orð hennar áttu við. Það var svívirðing að elska hann, svívirð- ing að vera elskuð af honum, svívirðing, sem var verri en dauðinn. Hann vildi aldrei dansa oftar. Hann vildi ekki sjá þær framar þessar fögru konur. Hann vissi vel, að þessi fögru augu og þessar rauðu kinnar loguðu ekki hans vegna. Ékki svifu þessir léttu fætur fyrir hann og lágu hlátrarnir þeirra hljómuðu ekki hans vegna. Jú, að dansa við hann og dreyma með hon- um, það gátu þær. En engin þeirra hafði í al- vöru viljað verða hans. Skáldið reikaði nú inn í reykingasalinn til gömlu mannanna, sem þar sátu og tók sérsæti við eitt spilaborðið. Pað var einmitf það borð- ið, sem hinn voldugi húsbóndi i Bjarnarey sat við og spilaði. Hann hélt pólskan banka og safnaði heilli hrúgu af sexskildingum og tólf- skildingum fyrir framan sig. Þar var spilað hátt peningaspil. En Gústi gerði ilt verra. Nú komu grænu bankaseðlarnir fram og peningahrúgan hækkaði og margfaldaðist frammi fyrir hinum volduga Melchior Sinalair. En frammi fyrir Gústa safnaðist líka smám saman hrúga, bæði af skildingum og seðlum. Og brátt varð hann einn eftir af þeim öllum, sem verið höfðu í spilabaráttunni móti hinum auðuga herragarðseiganda i Bjarnarey. Fað leið ekki á löngu áður en öll peningahrúgan hans var komin fram fyrir Gústa Berling. »Heyrðu Gústi«, hrópaði húsbóndinn í Bjarnarey hlæjandi, »hvernig eigum við nú að fara að, drengur minn? Eg hefi tapað öllu, sem eg hafði í buddunni og er nú allslaus. En eg tek aldrei til láns í spilum, því hefi eg heitið henni móður minni«. En hann tók þá annað til bragðs: Hann spilaði um úrið sitt og yfirfrakkann með bjór- skinnsfóðrinu, og ætlaði einmitt að fara að leggja hestinn sinn og sleðann undir, þegar ó- lukkinn hann Sintram fékk hann til að hætta við það. »Legðu heldur eitthvað verðmætara undir«, ráðlagði vondi herragarðseigandinn á Fossi honum. »Legðu eitthvað undir, sem getur kom- ið þessari óheppni frá þér«. »Hver fjandinn ætti það svo sem að vera?« »Spilaðu um þitt rauðasta hjartablóð bróð- ir, spilaðu um hana dóttur þína«. sFví er yður óhætt að hætta á. Pann spila- gróða fæ eg aldrei undir mitt þak«. Hinn stóri Melchior gat ekkl annað en hlegið að þessu, þótt honum væri jafnan illa við, að láta nefna Mariönnu við spilaborðíð. En þetta var svo bandvitlaust, að því var ó- mögulegt að reiðast. Að spila um Mariönnu við Gúsla! Já, það væri honum óhætt! wFað er að segja«, sagði hann, »að ef þú getur fengið samþykki liennar, Gústi, þá. lýsi eg blessun minni yfir hjónabandi ykkar«. Gústi lagði nú allan sinn spilagróða undir á borðið, og spilið byrjaði. Gústi vann og herramaðurinn liætti. Pað var auðséð, að hann

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.