Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 1
K vennablaðiákost- ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- liafs) '/s vorðsins borgist fyrfram, en J/s fyrir 15. júli. Uþþsögn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gei. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. Bæjarstjórnarkosningarnar Og konurnar. Lins og allir vita, standa bæjarstjórnar- kosningarnar hér fyrir dyrum. Bæði kon- ur og karlar eru farnir að búa sig undir þær. 6 kvenfélög hér í bænum höfðu tekið sig saman um að vinna sameiginlega að kosningunum, undir forgöngu kvenréttinda- félagsins, áður en Iðnaðarmannafélagið tók þær að sér af karlmannanna hálfu. Þegar Iðnaðarm.félagið bauð karlm. að vera með í kosningunum þá bauð það einnig Kvenfélaginu og Kvenréttindafélag- inu að taka þátt í þeim með karlm., sem fjöhnennustu kvenfélögum bæjarins. Mjög eru skiftar skoðanir um það hvort betra sé og vænlegra til að koma konum að í bæjarstjórn fyrir kvenfólkið að vera eitt sér, eða slá sér saman við karlmenu- ina. En þegar litið er á að líklegt er að konur verði ef til vill ekki mikið færri sem kjósendur, en karlmenn, þá eru líkurn- ar til að þær græði á samvinnu við kosn- ingarnar við karlmenn í þetta sinn ekki sérlega miklar. A undirbúningsfundum Iðnaðarmannafélagsins mæta fulltrúar frá c. 12 félögum, þar af aðeins tvö kvenfélög. Og þótt þau nú vilji koma vissri tölu að af konum, sem öllum kosningabærum kon- um bæjarins ætli að vera leikandi hægt, ef þær héldu fast saman, þá verða þau á karlm. undirbúningsfundunum að lilíta því hvar þeirra fulltrúar verða setlir á lista eftir prófkosningu í nefnd, þar sem karl- menn eru miklu íleiri. Og það lakasta fyrir kvenfólkið er það, að það hefir úr svo litlu að vclja, þar sem um bæjarfulltrúaefni er að ræða. Eftir lögunum er engin kona skyld að taka við kosningu í bæjarstjórn. Því verður ekki um annað að gera en kjósa íleiri eða færri af þeim konum, sem gefa kost á sér. Því ílestir eru þeirrar skoðunar, að ekki sé heppilegt að kjósa þær konur, sem hafa þvertekið fyrir að taka við kosningu þeg- ar þess hefir verið farið privat a leit við þær af mörgum konum og körlum kunn- um og ókunnum. Við þetta bætist svo óvani kvenna að taka þátt í kosningum, og að þurfa að gefa sig undir ílokkslög til þess að koma aðalmálinu áleiðis. Það er ekki ólíklegt, að mörg kona álíti að ef hún ekki getur fengið þá konu sem henni leikur mest hugur á að kjósa, á lista, þá kjósi hún alls ekki kvennalista. »En hálfnað er verk þá hafið er«, og þótt vér ekki i þetta skifti fáum þær konur inn senr allir eru ánægðir með, þá er þó betra að byrja og setjaþærkon- ur sem fáanlegar eru, ef þær ekki hafa þá ókosti, sem auðsjáanlega gera þær óhæfar til þessa starfa. Vér eigum enga þá konu, sem allar konur geta fylkt sér um að svo stöddu. Konur hafa hingað til komið svo lítið fram opinberlega, að almenningur hefir engan kost átt á að kynnast ílestum þeirra, eða geta gert sér neina hugmynd um hvernig þær muni reynast í bæjarstjórn. Flestar hugsandi konur munu vera á einu máli um það, að hluttaka kvenna í almennum málum sé nauðsynleg. Og þetta tækifæri er svo gott og kemur að líkind- um ekki fyrir oftar, að kjósa eigi alla bæj- arstjórnina í einu, að því má ekki sleppa. Vér gætum vænt þess, að þegar konur færu að taka þátt í almennum málum þá mundu þær líta á margt með minni hlutdrægni en karlm., af því flokkapólitíkin hefir enn þá ekki náð eins að viila þeim sjónir. Þær koma

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.