Kvennablaðið - 30.11.1907, Síða 4
81
KVENNABLAÐIÐ.
öll fötin sem á að þvo í kalt vatn. Morg-
uninn eftir vind eg alt upp með vindunni,
og ber uppleysta sólskinssápu eða kastorin-
sápu í alla bletti og rákir og nugga það vel.
Síðan læt eg mátulega mikið af fötum ofan
í sápulút úr kastoríu- eða sólskinssápu sem
er í vélinni og soðin er áður úr 3 — 4 sól-
skinssápustykkjum í hæfilega miklu vatni í
þvottabala, með þvottinum. Þetta er eins og
áður er sagt látið sjóða í 15 mínútur. Auðvitað
verður að velja bezta þvottinn saman, og ó-
hreinustu fötin sér.
Síðan er farið að eins og hér að framan
er sagt. Á þenna hátt má þvo mikinn þvott
á 6 kl.st. án þess að þurfa að nugga eða
bursta. Þau föt sem eg þvæ á þenna hátt
eru hvítari, en með nokkru öðru móti.
Þannig má spara tíma, krafta og peninga,
og um leið hafa þá sælu meðvitund að vera
ekki upp á þvottakonur komin.
Af því eg sit venjul. fleiri kl.st. dagiega
við ritstörf, þá hefi eg ekki tíma til að
sauma eða gera við föt nema lítið eitt. En
haust og vor tek eg saumakonu, sem gerir
við gömul föt og saumar ný föt. Þá hjáipa
eg henni sem eg get, og sauma í höndun-
um það vandaðasta. Stöku sinnum er vönd-
uðustu fötum komið fyrir annarstaðar. Á
sumrin geri eg sjálf við allan nærfatnað og
léreft, og sauma það sem vantar af nýju.
Mönnum þykir ef tii vill undarlegt að eg
tek mitt eigið heimilislíf sem fyrirmynd. En
ef menn vilja berjast fyrir einhverri breyt-
ingu, þá dugar ekki að draga sjálfan sig í
hlé. Eg hefi viljað sýna að það væri vel
unt að koma heimilisverkunum af án vinnu-
konuhjálpar, með því að skifta límanum
hyggilega, vera iðjusamur og reglusamur og
nota sér uppfundningar nútímans, og auk
þess hafa þó tíma til annara starfa.
Ef eiuhver ber því við að ýmsar konur
hafi ekki heilsu til þessa, þá svara eg því að
kraftarnir aukist með áreynslu og æfingu.
Auðvitað má maður ekki telja smárispur og
skeinur á höndum, þær hverfa við vanann.
Líkaminn styrkist lika ef maður þvær sér vel
um hann alian í næturstöðnu vatni á hverj-
um morgni, og tekur sér svo 10 mínútna
»gymnastik« áður en tekið er til við vinn-
una, Það er engin minkun fyrir neina hús-
móður að gera heimilisverkin, og jafnvel ekki
heldur, þótt hún þurfi að þvo gólf og gera
hvað sem fyrir kemur. Alt er betra en að
vera upp á hjálp annara kominn, sem veitt
er með afarkostum. Það er eingöngu undir
sterkum vilja komið að fá sig til að byrja.
Svo þegar búið er að raða öllu niður hent-
ugiega, þá gengur það eins og af sjálfu sér.
Margir menn hafa þá stöðu að þeir geta
hjálpað konum sínum með erfiðustu verkin.
Þótt þeir hafi einhver viss emhættisstörf eða
daglega erfiðisvinnu, þá geta þeir það oftast
nær ef þeir vilja. Hvers vegna ætli konan
ætti líka að vinna miklu iengri tíma en
nokkur annar á heimilinu? En ef að öll fjöl-
skyldan hjálpast að, og hver hefir sitt vissa
verk að leysa at hendi af heimilisstörfunum,
þá munu menn bráðum komast að raun um,
að heimilið verður miklu skemtilegra þegar
enginn vandalaus er, og að mjög víða, þar
sem nú eru fleiri eða færri þjónandi verur,
þarf enga aðra hjálp en þá, sem hjónin og
börn þeirra geta skift á milli sín. Með því
sparast mikil armæða, tími og peningar“.
Sagan af Gústa Berling.
Eftir Selmu Lagerlöf.
(Framh.)
Moðan Gústi dansaði við liana sat Sintram
i sleðanum sínum niðri í garðinum, og fyrir
aftan hann var Melchior Sinalaire. Hann beið
Mariönnu óþolinmóðlega. Ilann barði ofan í
snjóinn með stóra fótpokanum sínum og barði
sér, pvi pað var mjög kalt úti.
»Þú hefðir líklega ekki átt að spila um
Mariönnu«, sagði Sintram.
»Hvað segirðu?«
Sintram lagaði til taumana, lyfti upp keyr-
inu og sagói:
»Kossarnir peir arna áttu ekki að vera í
sýningunnÍK.
Stóri herramaðurinn reiddi upp hendina,
til að gefa Sintram fyrir ferðina, en hann var
pá allur á brott. Hann keyrði hestinn með