Kvennablaðið - 29.03.1908, Side 2

Kvennablaðið - 29.03.1908, Side 2
18 KVENNABLAÐIÍ). armáli kvenna. En á þennan hátt eru alþýöu- konurnar líka farnar að skilja tilgang og þýð- ingu þess, og farnar að taka fullan þátt i því jafnt og hinar. Orðtak félaganna heftr verið: »Með sameign og samtökum fást full horgara- réttindi«. Við þessi störf og þenna félagsskaþ kvenna hafa þærlært að flnna til sameiginlegrar ábyrgð- ar og sameiginlegra hagsmuna i því máli sem þær vínna að. Orðtak sameignarkenningarinnar er: »Einn fyrir alla og allir fyrir einn«. Petta heflr þeim orðið að lifandi virkileik. Pær hafa stofn- að sameiginlega sjóði, t. d. heilsubótarsjóð þar sem veiklaðir meðlimir fá styrk til að geta fengið sér hvíld frá störfum sinum til heilsu- bótar og hressingar. Þannig hafa félagskonur viljað hjálþa öllum og færa sem flestum bless- un sameignarfélagsskaþarins, jafnvel þeim, sem ekki hafa efni á að borga inntökugjöldin til að fá hluti í söludeildunum. Par hafa í fátækustu borgarhlutunum, verið komið á fót sameignar- | söludeildum, ásamt fræðsludeildum, sem þar I eru mjög nauðsynlegar. í sölubúðunum eru seldar ódýrar góðar vörur í smásölu, einnig er þar seldur tilbúinn, góður, ódýr matur og kaffi. Á allan hátt leitast félögin við að hvetja til sþarsemi, og hjálþa til að unt sé að skuldlaus þeningaverzlun komist á í söludeildunum. Fræðsludeildirnar hjálþalíkatil á annan hátt og útbreiða ljós og líf og gleði, fræðslu og uþp- eldi til fátæku heimilanna. Þessi verzlunarrekstur heflr þó ekki þurft að vera neitt góðgerða fyrirtæki, þótt í fátæk- ustu borgarhlutunum væru, heldur hefir borið sig vel. Pessi sameignarfélagshreyfing hefir yflr höf- uð verið mjög mikilvæg fyrir einskar konur og alið þær uþp til að verða góðir sameignarfélag- ar og áhugamiklir þjóðfélagsmeðlimir. I Skotlandi hefir þessi félagsskapur komist á um 1902, og aukist svo að nú eru þar félög með 10,000 meðlimum. Þau hafa fremur lagt áherzlu á hagnaðar- hliðina af þessum félagsskap, en ensku félögin. Á írlaudi er einnig nýlega stofnaður samskonar félagsskapur. Oll standa félög þessi í sambandi hvert við annað og halda árlega aðalfundi sameiginlega, með kjörnum fulltrúum frá öllum félagsdeildum. Pessi sameignarfélagshreyfing heflr borist frá Englandi yfir á meginland Norðurálfunnar, t. d. til Frakklands, Hollands, Noregs og Sví- þjóðar. Sömul. til Jamaiku í Vestur-Indium. A Hollandi hefir þessi hreyfing átt örðugt upþ- dráttar. Söludeildirnar liafa ekki fengið nóg viðskiftamagn og án þeirra liafa félögin ekki jafn veruleg áhrif og ella. Franska félagið stóð að eins skamma stund. í Finnlandi hefir þessi hreyfing ekki fest rætur hjá konum. Ein af helzu talsmönnum sameignarfélagsskaparins í Finnlandi, frú Hed- vig Gebhard, sem er ein af þingkonum Finna álitur að af þvi finskur konur hafi full pólitisk réttindi, þá þurfi þær ekki á sérstökum sam- eignarfélögum að halda, þær geti unnið að út- breiðslu um það mál sameiginlega með karl- mönnunum. Sönglistin á heimiiunum. Eftir Ida Welhawen. (Þýtt að nokkru leyti). Hvílík dásamleg guðsgjöf eru ekki fögur sönghljóð? Hvað mikil blessun getur ekki oft leitt af þeim og hve sárt er að sakna þeirra! En eins og með alla aðra hæfileika, þá má æfa söngröddina, laga hana, styrkja og nota — eða þá vanrækja og misbrúka. En það er einmitt á hinum litla, friðaða bletti, sem vér köllum heimili, sem sönglist- in á að æfast og dafna frá blautu barnsbeini og verða að einu aðalatriði í uppeldi barn- anna — að fögru, kæru sameiningarbandi á milli allra ungra og gamalla á heimilinu. Sá sálmur, kvæði eða vísa, sem móðirin syngur oftast við barnið sitt, festir dýpstu ræturnar í minningum þess um æskuárin og verður því oft seinna til huggunar og gleði, fram yfir flestar aðrar æskuminningar þess. Systkynahópurinn tengist saman og oið heimilið með sameiginlegum söng. Látið þau aldrei syngja hvert í sínu lagi, en venj- ið þau við að syngja saman, þangað til það verður þeim eðlilegt að syngja með fleirum röddum í textann eða kvæðin eiga þau að læra utan að, og fyrir alla muni, 'óll kvæðis- erindin. Á einu barnaheimili, þar sem eg kendi í 14 ár, sá eg mjög góðan árangur af þessari reglu. Þar sem hægt er að koma því við, er það líka mjög gott að leikum og leikfimisæfingum barnanr.a fylgi jafnan píanóleikur.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.