Kvennablaðið - 16.06.1908, Qupperneq 1
Rvennablaðiákost-
ar 1 kr. 60 au. inn-
anlamls, erlendis 2
kr.60 [cent vestan-
hafs) '/* v<*rð8ins
borgist fyrfram, en
*/» fyrir 15. júli.
ÚppsÖgn skrifleg
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til iit-
get. fyrir 1. okt.
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
14. ár.
Reykjavík. 16. júní 1908.
M 6.
Bestar og ódýrastar sauraavélar
I
I
fást í
f vejnaöarvöruverzlun th. chorsteinssens
m
Ingólfshvoli Reykjavík.
Verð: 26, 33, 36, 39, 43, 45, 60, 65 til kr, 95 pr, st.
Allar með 2ja ára ábyrg-ð.
Enskar konur.
ni.
Bækur flugrit og blöð eru lika seld og
andvirðið lagt i starfssjóð félagsins. Með þvi
vinnst tvent í einu: talsvert fé bætist við sjóð-
inn, og það sem ekki er minnst um vert er
það, að þessi rit eru ágætis-»agitatorar«, sem
vinna kvenréttindamálinu fleiri vini, eri flest
önnur vopn kvenna. En gjaíirnar streyma líka
inn í sjóðinn. Bannig var á einum einasta
fundi bæði geflð og lofað til sjóðsins 7000 krón-
um. En þá voru líka 50 af félagskonum frá
»Unionen« fangelsaðar daginn áður.
Sumar konur neita að gjalda skatta, eins
og Mrs. Montefiore, og hafa að orðtaki þessa
gömlu ameriksku setningu: »Engar upphæðir
greiddar, nema tilsvarandi mannréttindi fylgi
líka móti.
Karlmennirnir hafa líka styrkt þessa hreyf-
iugu með því að stofna sjálfir sérstakt karl-
mannafélag »fyrir kosningarrétt kvenna«. Betta
félag hjálpar líka til, bæði með ræðum, ritum
og fundahöldum til að hafa áhrif á almennings-
álitið.
Dönsk kona, Henny Forchammer, sem ferð-
ast hefur um »England, skýrir þannig frá iunda-
höldum enskra »Suffragettes«:
»Eg var í Lundúnum í fyrra sumar, og fékk
tækifæri til að vera við marga fundi, sem kon-
urnar í »The Social and Political Union« héldu,
og hlusta á ýmsa af foringjunum. Pá voru að
mestu leyti rólegir tímar, fundirnir oftast mjög
rólegir, án nokkurra verulegra æsinga. Eg get
ekki gert mér grein fyrir, hvað einkennileg-
ast var við þá. Líklega var það það, að orð-
in eins og brutust út i'rá reiðubúnum fram-
kvæmdahugsunum. Einn útifundur í Hyde
Park er mér einkum í minni.
Pað var siðdegis á sunnudegi um sumarið,
þá eru venjulega haldnir allskonar útifundir í
þessum stóra skemtigarði. Par má ganga frá
einum hópnum til annars, sem allir halda fundi,
sumir era ef til vill stjórnleysingjar, sumirguð-
leysingjar, sumir tala um bindindi, sumir um
vinnufólksmál, — og nú hafa konar tekið þarna
upp fasta fundi, sem einn hlekk í »agitiation«
þeirra. Pann dag var Christobel Pankhurst
aðal ræðukonan. Ræðustóllinn var stór vinnu-
vagn, sem hestarnir voru spentir frá. Fjöldi
karla og kvenna hafði safnast saman utan um
þennan ræðustál. Miss Pankhurst er eins og
sköpuð til að tala á útifundum. Hún heflr