Kvennablaðið - 16.06.1908, Side 2

Kvennablaðið - 16.06.1908, Side 2
42 KVÉNNABLAÐIÐ. lireina, djúpa rödd, sem nær langt, og hefir lag á að halda áhuga tilheyrendanna við. Eftir hana tók önnur kona við, en hún gatekki haldið fólki vakandi. Pað fór að fara burtu. Pá var hún nógu hyggin að hætta, og Miss Pankhurst byrjaði aftur, til þess að svara ýmsuin spurn- ingum fólks, sem nú þyrptist utan um vagninn. Og nú urðu langar umræður. Spurningunum rigndi niður, bæði vingjarnlegam og ekki. En ætíð hafði hún svarið á reiðum höndum. Aldrei liefi eg fyr hevrt nokkurn mann svo skjótan og viðbúinn að svara öl!u. Auðvitað þekti hún öll lög og reglugerðir, sem við komu konum og störfum þeirra. »Unionen« er sann- arlega öfundsverð af slíkum liðsmanni. — Annie Kenney sá eg því miður ekki. Hún kvað vera alveg atbrigðilega mælsk, eldheit sál í litlum og veikbygðum líkama. Hún er kölluð kvenrétt- indamálsins Jeanne d’ Arc.« Nýjtishi viðburðirnir.- Pann 11., 12. og 13. febrúar hélt The Nati- onal Women’s Social and Political Union hið svokallaða kvennaþing i Caxton Ha!l i West- minster. Par voru viðstödd mörg hundruð kvenna víðsvegar frá Englandi. Par voru einnig fulltrúar frá Skotlandi. Fundinum stjórnaði Mrs. Pethick Lawrence, og við lilið hennar voru þær Miss Pankhurst og Annie Kenney og íleiri. Samþykt var mótmælayfirlýsing gegn stjórninni, sem breytti gegn frjálslyndri stjórnmálaskiþun í því, að neita þeim konum, sem gildu skatta, um pólitisk réttindi, og krafði stfundurinn þess að fá tafarlaust lög, sem veittu öllum skattskyldum konum þessi réttindi. Petta var samþjrkt i einu hljóði. Nokkrar konur átiu nú að fara þegar í stað með mótmælayfirlýsinguna til forsætis- ráðherrans, og sumar fóru þegar af fundi, til að ganga i skrúðgöngu til Parlamentsbyggingar- innar. Pegar að þinghúsdyrunum kom, þá var þeim neitað um inngöngu. Og þegar þær reyndu samt að koma inn og sögðu það rétt sinn, þá voru sumar þeirra teknar fastar. Seinna um kveldið reyndu fáeinar konur líka að komast að þinghúsbyggingunni í flutningsvagni, en það tókst ekki. Samtals voru þennan dag 50 konur teknar fastar, og 47 af þeim dæmdar í 6 vikna fangelsi. A þriðja degi kvenþiugsins stjórnaði Mrs. Pankhurst fundinum. Hún er aðai stofn- andi félagsins, en hafði nú verið fjarverandi vegna aukakosninganna í Leeds. Hún skýrði frá þeim manngrúa, sem hún og vinir hennár hefðu talað fyrir þar, og hvað erfitt hún liefði átt með að koma í veg fyrir, að mannfjöldinn veitti fáeinum hugsunarlausum stúdentum alvarleg meiðsli, af því þeir hefðu sýnt henni og vinum hennar ósvífni. Hún var hrædd um, að hreyf- ingin væri nú orðin svo mikil, að erfitt væri að | sjá fyrir afleiðingarnar, ef þolinmæði fólksins væri misboðið með áreitni frá stjórnarinnarhálfu. »Eg finn til þessarar stóru ábyrgðar, ogef fundur- inn vill samþykkja þá ákvörðun í einu hljóði, sem eg ber nú upp, þá ætla eg sjálf sem fundar- stjóri, að flytja hana til neðri deildar Parla- mentsins«. Áskorunin hljóðaði þannig: »Pessi kvennafundur er þeirrar skoðunar, að liin allra nauðsynlegasta umbót af öllum frjálslegum stjórnarfarsumbótum sé að gera neðri deild þingsins að verulegri fulltrúastofnun þjóðar- innar, með þvi að veita konum þjóðarinnar pólitisk réttindi. Pessi fundur skorar því á stjórnina, að áður en liún hreyfir við stöðu efri deildar þingsins, þá geri hún vilja þjóð- arinnar gildandi í neðri deildinni, með því að veita konum kosningarrétt með sömu skilyrð- um og karlmönnum«. Áskorunin var samþykt í einu liljóði með áköfum áhuga. Síðan yfirgaf Mrs. Pankhurst fundinn ásamt Annie Kenney og 12 öðrum konum. Uti fyrir fundarhöllinni stigu þær npp i vagn, en urðu brátt stanzaðar af lögreglunni, sem skipaði Mrs. P. að fara út og ganga. Hún gerði það orðalaust. Síðan var þeim öllum bannað að ganga i samanhangandi röð. Pær hlýddu því líka. En þeim var líka fyrir- boðið að koma nálægt Parlamentsbyggingunni, og er þær ekki vildu ganga að því, þá voru þær teknar fastar, áður en þær voru komnar nema stuttan veg frá fundarstaðnum. Sjónar- vottur einn liefir ritað um þetta í »The Daylj' News«. Eg er ekki 1 W. S. félaginu, og er ekki samþykk stefnuskrá þess. Enegvar af hendingu stödd í nánd við Caxton Hall á íimtudaginn þegar Mrs. Pankhurt var handtekin, og sá hvernig alt gekk til. Pegar hún kom með annari konu, sem eg ekki þekki, og fór að ganga áfram götuna til þinghússins, þá var hún alveg róleg og engin skrúðganga nálægt eða nein mannþyrping. Áður en þær höfðu gengíð meir en 10 fet, tóku tveir lögregluþjónar hina konuna. Pað var auðsjeð, að þeir höfðu alveg mist alt vald yfir sér, því þeir kölluðu upp: »Rjúfið raðirnar«, þótt þar væru engar raðir. Mrs. Pankhurst hélt á áskoruninni í ann- ari hendi, en í hinni á vendi úr liljum, sem liún hafði fengið á fundinum. Hvorttveggja var óskemt, þegar hún kom á lögreglustöðvarnar, sem sýnir bezt, hvort hún hefði verið 1 rysking- um. Pað eina, sem konurnar gerðu, var'að halda því fram, að þær hefðu rétt til að ganga ujjp í þinghúsið og heimta að fá að tala við einhvern ráðgjafanna. Tveimur dögum áður var tveimur sendinefndum frá atvinnulausum verkamönnum veitt álieyrn í þinghúsinu. Um kvöldið var konunum slept gegn ábyrgð. Pá fóru þær aftur á kvennaþingið, sem fagnaði

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.