Kvennablaðið - 16.06.1908, Qupperneq 3

Kvennablaðið - 16.06.1908, Qupperneq 3
KYENNABLAÐIÐ. 43 þeim mjög, og héldu þar brennandi ræður. Dag- inn eftir mættu þær fyrir lögreglurjetti, og án þess að fá að vita, hvað þeim væri gefið að sök, voru þær dæmdar til 6 vikna fangelsisvist- ar, eins og venjulegir glæpamenn. Fjöldi mót- mælafunda voru nú haldnir um alt land, og þegar þeim var slept lausum ætluðu þær að ferðast um alt landið og »agitera» fyrir mál- um sínnm. Eftir kvennaþingið byrjaði »sjálfsafneitun- arvikan«. JSndYÖkusöngur. Eftir Mara Cop. Marlet. Löngu’ er sólin sofnuð í sœbláum hjúp, líður blœr með bliðumál á blundi’ yfir djúp. Ægir dregur andann svo órótt og þungt, Igftist báru barmur sem brjóstið mitt ungt. Úti raular aldan við annarleg hljóð. — Hlusta ég og hlusta á hálfkveðið Ijóð. Penna söng eg þekki með þungbúið lag, sjálf eg söng hann forðum hveru sólhvarfs dag. Mánabirtan mjúka um miðnœtlið skíii; — heima htjóð eg vaki og hugsa til þín. Eitthvað gengur að mér, — mér er ekki rótt. Sef eg eða sveima eg sofandi í nótt? Litla blóm, sem blikar með blákottinn þinn! Seg mér eitthvað inndœlt um elskhugann minn! Guðm. Guðmundsson. Rússnesk fangelsi. Eftir Marie Bœhrens. Þegar við sitjum heima hjá okkur og lesum í blöðunum um rússnesk fangelsi og rússneska málafærslu, þá höldum við, að nú vitum við, hvernig öllu hagar til þar í landi með fangelsisvistina — og allar þær skelf- ingar, sem henni fylgja. En komi menn inn í rússneska ríkið — og eins og horfi inn í þau skelfingar augu — þá verður hræðslan að sorg — sorg sem aldrei gleymist. Eg man þegar eg sá Péturs og Páls fangelsið — þetta voðalega grjótferlíki, sem innan sinna hörðu, þögulu steinveggja myl- ur mannssálirnar, þangað til þeim blæðir út — kæfir alt þrek og lífskraft og lífsvonir, hversu sterkt og ríkt, bjart og háreist, sem það hefir verið. Þessi gröf hinna lifendu. — Þann dag lærði eg meira um það, sem í dag- legu máli kallast líf, en eg mun að h'kindum læra á mörgum árum. Þenna dag talaði eg við móður, sem átti son, er tekinn var af fyrir viku. Hún sat og röri litla, gamla andlitinu sínu fram og aftur — eins og það, var hrukkótt og visið — og munnurinn titraði, þegar hún tal- aði um soninn sinn — myrta. Hann hafði verið foringi, og þjónað keisaranum dyggi- lega, þangað til janúar-sunnudaginn, þegar manntjöldinn í St. Pétursborg gekk til Zars- ins með bænarskrána. Hann hafði sjeð mann- fjöldann koma, konur og börn og karlmenn,— í sparifötunum sínum — og svo var honum skipað að láta menn sína skjóta áþettafólk, þetta varnarlausa, vopnlausa fólk, sem kom til að biðja um leyfi til að lifa. Þá varð hann uppreistarmaður. Síðan slapp hann, og leit lögreglunnar ettir honum varð lengi vel til ónýtis. En nú náðist hann — grunaður um að vera í vitorði með samsæri gegn lífi mjög tigins manns — og hann var dærndur til dauða. — Það einasta, sem hann bað móð- ur sína síðast, þegar hann talaði við hana, var það, að hún skyldi ekki biðja um náðun fyrir hann. Og svo var hann hengdur. Gamia móðirin leit framan í mig aug- um, sem engin tár áttu framar og sagði:

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.