Kvennablaðið - 16.06.1908, Síða 4

Kvennablaðið - 16.06.1908, Síða 4
44 KVENNABL AÐIÐ. „Hann var stór og fallegur og sterkur — drengurinn minn — og þegar þeir hengdu hann upp, þá gátu þeir ekki murkað úr hon- um lífið — svo — svo hengdi einn af böðlun- um sig neðan í fæturna á honum — skiljið þér það. — Þetta hræðilega? — Og það var drengurinn minn“. í Helsingfors hitti eg hjá vinum mínum mann, sem mér var sagt, að hefði verið einn með gáfuðustu mönnum, sterkur, hygginn og duglegur vísindamaður, — hann var læknir — nú var hann aðeins mannflak, niðurbrotinn, truflaður og sokkinn ofan í hugsanir sínar um þær gátur, sem enginn í heiminum fær ráðið. Þessar gátur höfðu vakist upp fyrir honum í Péturs og Páls fangelsinu, þar sem hann sat í átján mánuði. Síðan gat hann aldrei slept þeim. Örlög þessa manns eru mynd af rúss- nesku réttarfari. Hann bjó í Víborg, var læknir og vísindamaður, og tók engan þátt í stjórnmálum. Svo var haldinn alþjóðafundur í Berlín, og þangað ætlaði hann að fara. Hann ætlaði að fara um Pétursborg — kom ekki í hug að honurn væri nokkur hætta búin- Við landamærastöðvarnar var hann tekinn fastur og fluttur þaðan til Péturs og Páls dýfliss- unnar. Manninn grunaði ekki fyrir hvað, fyr en hann var yfirheyrður og fékk að vita, að hann væri sakaður um morð. Hann líkt- ist mynd af morðingja, sem njósnari nokkur hafði í vasa sínum. Hann beið í þrjá mánuði eftir dauða sínum — kröfum hans um að fá að sanna hver hann væri, var neitað. Hann líktist myndinni — eftir því var hann morðinginn. — Loksins komst það upp, að sá maður, sem hann átti að vera, var tekinn af tveim vik- um áður en þessi var tekinn fastur! Nú sýndist líklegt, að jafnvel í Rúss- landi væri sjálfsagt að sleppa manninum með afsökun og skaðabótum. Nei! Yfirvöldin sögðu sem svo: „Fyrst hann er hér, þá er hann hér fyrir einhverjar sakir". Þeim kom ekki til hugar að viðurkenna slíkt himinhróp- andi ranglæti. Nú var farið að rannsaka all- an hans æfiferil. Ekkert saknæmt fanst. í átján mánuði sat hann nú aleinn í klefa 1 fangelsinu, og kvaldist af iðjuleysi og óvissu um örlög sín. Gat hann vitað, hvaða sakar- giftum ætti nú að hrúga saman gegn honum? — eða hvaða glæpamanni yfirvöldunum mundi sýnast hann líkjast nú? Margsinnis reyndi hann að ráða sjer bana. — Seinast ætlaði hann að svelta sig í hel, og neitaði að éta og drekka. Það hreif — einn góðan veðurdaag var honum slept án nokkurrar afsökunar, eða minnstu skaðabóta. Og nú er þessi maður aumingi.-------- Svo eru Wolter Stenbácks og ritstjóra Thidermanns málin. Þeir fóru til Pétursborg- ar til að skemta sér — fimm ungir Finnar, og að þeir væru saklausir sannast bezt með því, að þeir fóru allir í einum hóp. Þeir vóru teknir fastir. ásamt nokkrum Ameríkumönn- um, sem þó var slept seinna. Thidermann ritstjóri varsendur undir eins, án yfirheyrslu, dóms og laga, til Síberíu. og Walter Stenbáck varð fyrst að sitja í varð- haldi í 3 mánuði og síðan dæmdur til 3ja ára útlegðar í Síberíu. —Ættingjar, vinir og yfirvöld á Finnlandi hafa spurt eftir, því þess- ir ungu menn hafi verið teknir fastir.— Rúss- nesku dómstólarnir svara því ekki. Þessi tvö mannslíf hafa svo lítið að segja — innan um alla þá mörgu, sem dag frá degi eru sviftir frelsi, lífi og limum á Rússlandi. — • »i — „Sólstöðu“gleði enskra kvenna. „Suffragettarnir" í Englandi láta ekki sitt eftir liggja. I 'þingkosningunum nú í aprfl hafa þær tekið mikinn þátt, og felt algerlega sum þing- mannaefnin. Blöðin segja þær bitrustu mótstöðu- menn stjórnarinnar. Einkum hafa þær barist gegn kosningunum þar, sem ráðherrarnir hafa verið við kosningarnar riðnir. Nú hafa þær ákveðið að halda eindæma stór- an útbreiðslufund í Hyde Park á sólstöðudag- inn, sunnud. 21. þ. ra. Alt er gert til að hann verði sem stórkostlegastur. Fyrir fjörutíu árum héldu karlmenn fund þar, til að mæla með al- mennum kosningarétti karlmanna. Þar voru við- staddir 70,000 manns. Nú segja blöðin, að ekki minna en x/4 miljón bæði karla og kvenna niuni

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.