Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLA.ÐIÐ, 43 Kalt yatn og opna glugga forðaðist hún eins og skollann sjálfann og hvergi undi hún sér jafnvel og í horninu hjá ofninum. Auðvitað jókst kvefið og taugaveiklan við þetta, svo máttleysi og alls konar sjúkdómar fóru að gera vart við sig. Þegar hún kvartaði um þetta við mig, lagði ég til að hún skyldi herða sig, og mér tókst að fá hana ofan í nokkurn- veginn heitt hálfbað. Og með því, hafði ég nnnið leikinn, því með þvi að smávenja hana af heita vatn- inu vandi og hörundið við að þola kuldann, svo út- gufunin yrði eðlileg, svo nú í vetur sem leið, hefir hún aldrei verið kvefuð. Af því eg hefi lært að meta hálfböðin og á- gæti þeirra við mörg tækifæri, þá vil eg lýsa þeim nokkuð nánar og hvernig þau eigi að notast. Háifböðin draga nafn sitt af þvi að baðkerið er að eins hálffylt með vatni, svo þegar sá, sem baðar, situr uppréttur í kerinu, þá nær vatnið honum tæp- lega í naflastað. Bezt eru víð tréker fyrir hálfböð, en þó má vel notast við almenn emalleruð járnhað- ker eða leirker. Ef baðker eru ekki til, þá verða menn að bjargast við einfaldari áhöld, sem eg mun síðar tala um. Vatnið tekur þá tæplega i naflastað þeim er baðar. Það er ekki mjög volgt, venjuh mill 32°— 20° Celsius. Eu með því að áhrif baðsins eru að miklu leyti undir hitanum koroiu, þá mun eg minn- ast á það, þegar eg tala um notkun baðsins. Þegar baðið er tilbúið, stígur sá, er baðar, und- ir eins upp í kerið og kemur sér þar fyrir, sitjandi uppréttur, en beygir sig þó dálítið fram. Sá, sem hjálpar til við baðið, eys duglega með hér um bil tveggja potta ausu eða íláti vatninu 10—15 sinnum ofan á herðarnar á honum, svo bunan komi beint á milli herðarblaðanna. Síðan hallar sá sem baðar sig, sér aftur á bak og eys þá aðstoðarmaðurinn á sama hátt ofan á brjóst hans, og nuddar síðan hart og duglega fætur hans, handleggi, maga, síður, brjóst og bak i sömu röð og hér er sagt. Utlimirnir, maginn og síðurnar eru venjulega nuddaðir niðri i vatninu. En bakið og brjóstið nuddast stöðugt upp og ofan með annari hendinni meðan hin hendin skvampar jafnótt vatninu yfir aftur. Fót- leggir og handleggir nuddast á þann hátt, að að- stoðarmaðurinn tekur í þá með báðum höndum og strýkur samhliða hart og títt sinni hendinni upp og niður, þannig, að um leið og önnur hendin strýkur upp, þá strýkur hin hendin niður. Maginn nuddast í hring. Meðan bakið er nuddað, situr sá sem bað- ar uppi, og siðan eys sá sem aðstoðar á víxl og hann nuddar bakið, yfir þann sem baðar, eins og í byrjuninni. Ef baðið á að standa yfir lengur en 2 minútur þá er ausið oft sinnis yfir og nuddað jafnharðan á eftir. En venjulega er það að eins gert tvisvar, fyrst og síðast. Eftir baðið stígur sá, sem baðar strax upp úr baðinu, til þess að nuddast þur og heitur í stórri grófgerðri baðrekkjuvoð, sem helzt er svo stór, að henni megi sveipa um allan manninn. 39nsýningin 1911. Eins og menn vita, hefir iðnaðarnefndin sent út áskorun í mörgum blöðunum, til al- mennings, að taka sem mestan og beztan þátt í þessari sýningu svo hún geti orðið iand- inu sem mest til gagns og sæmdar. Auðvitað ættu allir hér að verða samtaka að styðja að þvi, að sýning þessi geti orðið sem fjölbreyttust og vönduðust að öllu leyti. En því miður hefir sýningarnefndin sjálf gert mjög mikið að því að koma í veg fyrir víðtæka hluttöku al- ménnings í sýningunni, með því að hreyfa ekkert þessu máli fyr en kliptu ári áður en sýningin átti að opnast. Þar af leiðandi hefir almenningur alt of stuttan tíma til undhbún- íngs til að búa til sýningarmunina. Þeir verða að sendast svo tímanlega til sýningar- nefndarinnar, að hún hafi nægan tíma til að skrá þá alla og raða niður. Það dregur alt frá undirbúningstíma sendandanna. Tökum til dæmis alla tóvinnu, einkum vaðmál og dúka. Allir vita, að langan tíma þarf til að tæta að öllu leyti heila voð, þótt hún sé ekki mjög löng. Þar eru mörg hand- tökin frá því fyrsta, að velja uilina, og til þess að voðin er pressuð og tilbúin að send- ast. Eins og nú er háttað vinnukrafti kvenna til sveita, mun óvíða mikið unnið að vefjar- voðum fyrir jól. Þar taka haustverk og þjón- ustubrögð verkafólks eftir sumarið mestan tímann. Á því má sjá að skammur verður þá tími sá, sem konur hafa til að búa til sýningargripina. Nauðsynjaverkin sitja þó í

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.