Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 2
82 KVENNABLAÐIfi ir afar mikla kaupendafækkun, enn þá liafi þá kaupendatölu, að blaðið gæti bor- ið sig, ef staðið væri í skilum, þá er það síður en svo, að því sé að heilsa. Það er orðið mjög fágætt að fá borgun fyrir það, sízt á réttum tíma. Og séu reikningar sendir, þá bera margir vanskilum við, að þeir kaupi það ekki, þótt þeir hafi aldrei áður kvartað um þau við útgefanda. Auk þess ber það varla við, að nokk- ur kona sendi blaðinu grein um nokkurt efni. Hvernig mundi fara fyrir karlmanna- blöðunum ef svo væri farið að? Venju- lega hafa þau meira en nóg af aðsendum greinum. Að öllu þessu athuguðu, sé ,eg mér ekki fært að halda blaðinu áfram, nema eg fái ólvíræða vissu frá kvenþjóðinni sjálfri fyrir því, að hún vilji styrkja blaðið, bæði með að kaupa það, borga og rita í það. Blaðið ætti að vera sá fáni, sem allar konur fylktu sér undir. í því gætu og ættu að koma fram mismunandi skoðanir á sem flestum almennum málum, sem konur varða, og þær hafa áhuga á. Og það mætti lielst verða með því, að þæj- útbreiddu blaðið og rituðu sem flestar í það. Borgunin ætti lielst að vera fyrirfram. Með því móti gæti blaðið orðið betur úr garði gert. Ef þér isl. konur! viljið eiga blað sem gerir þetta að hlutverki sínu, þá verðið þér að kosta það sjálfar; þér verðið að kaupa það, og borga skilvíslega. Annars gefur enginn slíkt blað út. Og það er miklu hægra að byggja á góðum lögðum grunni, en að reisa alt að nýju. Briet Bjarnhéðinsdóttir. Ahrif kosningarréttar kvenna. Vottorð þriggja landstjóra. Landstjórinn í Idaho ritaöi pað, sem hér fer á eítir til aðalfundar kvenréttindaflokksins í New York í síðastl. október, Fundur yðar liefir líklega áhuga á því að vita það að í þessu ríki, þar sem kon- ur eru ekki helmingur íbúanna, eru þó atkvæði þeirra við kosningar nálega helm- ingurinn af öllum kjósendum. Almennur kosningarréttur hefir verið hér lögleiddur bæði fyrir konur og karla, síðan 1896. Oftsinnis síðan eg var kosinn land- stjóri í Idaho, og tók við embættinu hefi eg verið beðinn frá öðrum ríkjum, sem opinber embættismaður, um skj'rslur um áhrif kosningarréttar kvenna á stjórnmál ríkisins. Eg hefi ætíð afdráttarlaust tjáð mig hlyntan kosningarrétti kvenna, og sannast að segja er mér ánægja að skýra frá mínu áliti, á þessum málum. Satt er það, að lögin hafa hepnast misjafnlega, eftir mismunandi þroska hinna ýmsu stétta, sem mynda þjóðfélag eins og Idaho. Mín reynsla er þó sú, að yfir höf- uð að tala séu afleiðingar kosningarréttar kvenna í Idaho góðar. Okkar karlar og konur eru að jafn- aði athugulir og láta sig miklu skiíta öll ríkismál og sveitamál. Eg er ekki í nein- um vafa um það, að það, að konum er leyfður atkvæðisréttur og hluttaka í öllum málum hefir haft ákaflega mikinn og góð- an árangur fyrir oss í þingmannakosning- unum, bæði til þess að pólitísku flokkarn- ir hafa fengið betri þingmenn, og nauðsyn- leg lög hafa fyrir þeirra tilstilli, náð fram að ganga. Konurnar eru ætíð með hærri siðferðiskröfum og beita sér fyrir umbæt- ur í öllum þeim málum, sem miklu varða í þeim efnum. Og atkvæðisrétturinn veit- ir þeim ekki einungis áhrif í þessum mál- um, heldur þroskar hann þær að miklum mun og gerir þær oftsinnis áhrifameiri í mörgnm málum en karlmennina. Oftlega hefir það verið staðhæft að konur greiddu atkvæði í pólitiskum kosningum eins og menn þeirra og feður, og þær láti oft hleypidóma og ýmislegar ástæður hafa á- hrif á atkvæði sín í öllum staðlegum kosningum. En það hefir aldrei komið fyrir í minni reynslu að eg hafi fundið

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.