Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 4
84 KVENNABLAÐIÐ gæti hikað sér 'við að bera þatta mál und- ir kjósendurirft. Yðar einl. B. B. Brooks landstjóri í Wyoming, Chegenne 17. okt. 1910. (Þýtt úr Woman’s Journal). Hreint mjöl í pokanum. Eíns og ákveðíð var á Sambandsfundi Kven- réttindafélagsins síðastl. vor, hefir ýmsum konum og kvenfélögum verið ritað og skorað á þær að hlut- ast til um að kosningarréttarmáli.kvenna yrði hreyft frá þeirra hlið í vetur, og ákveðnar kröfur kæmu fram frá hendi kvenna, til þings og landsstjórnar- innar um að breyta nú stjórnarskránni í þá átt, að konur fái pólítiskan kosningarrétt með sömu skil- yrðum og karlmenn. í’essu til frekari áréttingar hefir Hið ísl. Kvenfélag sent samskonar áskorun í mörg blöðin, svo líklegt er að konur láti nú ekki undir höfuð leggjast að gera eitthvað ákveðið i þessu máli. Sérstaklega má væn’a þess að Kven- réttindafclögin standi fyrir fundarhöldum sem hafi þetta til umræðu. En eins og Kvenréttindafélags- stjórnin héfir tekið fram í bréfum sínum, verða kon- ur að varast að gera sér að góðu stefnusltrá þá, sem skrifstofa sjálfstæðismanna hefir sent út í haust. í henni er gert ráð fyrir að konum verði e k k i veittur stjórnarfarslegur kosningarréttur með vænt- anlegri stjórnarskrárbreytingu í vetur, heldur verði þeim að eins gefið vilyrði fyrir þvi — s í ð a r — með sérstökum lögum. P e 11 a ættu allar konur vandlega að athuga. Hversvegna má ekki setja þessa breytingu n ú þ e g a r inn í stjórnarskrána ef hugur fylgir máli hjá tillögumönnum þessum. Því vér getum ekki á- litið annað en að tillögur þessar séu gerðar i samráði við flokksstjórnina og þingmenn þá úr stjórnar- flokknum, sem hér eru búsettir. Vér lítum svo á. að þetta sé prógram stjórnarfiokksins, og aðrar breytingar á stjórnarskránni í þessa átt, séu ekki enn fyrirhugaðar. En ef þetta er að eins „loforðs Paragraf11 hver er þá meiningin? Er það ofurlítil dúsa, sem stung- ið er upp í kvenréttindavinina, bæði konur og karla? sem ætlast er til, að þeim falli svo vel, að værð og sætur svefn sígi á þeirra andlegu augu? Ef svo væri, þá mundum vér segja að þar væri ekki hreint mjöl í pokanum. Vér vorum ekki ánægðar með þessa vilyrðir- grein hjá fyrverandi stjórn, og vér munnm heldur ekki gera oss ánægðar með hana hjá núverandi stjórn e f hún smeygir henní inn í stjórnarskrána. Því það væri að eins blekking. Ef meiningin væri að veita konum kosningarrétt, þá mundi það verða skýrt ákveðið í stjórnarskránni. Þ a r á það að standa. Og því hefir Björn Jónsson ráðherra haldið fram á þingínu 1909. Hitt væri að eins til að koma sér úr þeirri klípu að þurfa að láta að óskum kvenna. Lofa því að eins seinna — máske í ófyrirsjáanlegri framtíð — bara út í bláinn. Því slikir loforða paragraffar eiga oft langt í land með efndirnar, og eru vitanlega oftast búnir til, einungis til að friða þá, sem heimta ákafast breytingarnar. Þeir eru látnir eygja uppfyllingu þessara óska sinna eins og einhverja fagra hillingu rétt fram undan sér, á næstu hæðinni. En þegar þangað kemur þá er hillingin horfin, eða komin i ómælanlega fjar- lægð, lengst út í geiminn. En vér getum ekki trúað því að Björn Jónsson iáðherra fari svo að, þótt einhverjir af flokksmönn- um hans kysu það, hyggjum vér að hann mæli ekki fram með slíkri breytingu. Hann hefir of eindregið bæði á þinginu sjálfu og utanþings, hátíðlega lýst því yflr, að „h a n n hefði aldrei efast um að kon- ur ættu að hafa sömu réttindi í öllu og karlar“. Og hann hefir heitið þvi meðmælum sínum að þ e g a r breytingar yrði gerðar á stjórnarskránni þá skyldi konum veittur kosningarréttur. Vér vænum ekki ráðherra vora um að heita öðru en því sem þeir ætla sér að efna. Vér vonum að þeir hafi jafnan „hreint mjöl í pokanum11. (íúsli Berling'. Eftir Selnui Lagerlöf. Naglarnir tolla ekki lengur í grautfúnn trénu. Málið flysja8t af því i stórum flyksum og stoppið í dýnum og koddum veltur alt út um melétin göt. „Látum okkur hvílast og falla sundur í mola“, segja gömlu aktygin. „Við höfum hristst nógu lengi á þjóðvegunum, og við höfum sogið í okkur nógu mikla vætu í regnskúrunum. Látum okkur hvílast! Langt er síðan við ókum af stað með ungu Herrana á fyrsta dansleikinn þeirra. Langt er síðan við fórum nýþvegin og skínandi fögur út á ljúf sleðaferða-æfintýri. Langt er síðan við flutt- um þessar glaðværu kempur á kviksyndis vorvegum ofan að Trassnesi. Nú sofa flestir þessara síðustu og beztu manná og ætla sér aldrei að yfirgefa Eikabæ“. Og svo springur leðrið í fótpokanum; svo bresta hjólhringarnir, og eikartréð í sleðanum morknar í sundur. Gömlu aktygin kæra sig ekki um að lifa; þau vilja deyja. Kykið er þegar lagst yfir þau eins og ábreiða, og undir vernd þess láta þau ellina sigra sig. Með

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.