Kvennablaðið - 15.06.1911, Síða 5
KVENNABLAÐIÐ
37
kenningu sína. Hann byggir mest á kær-
leika til allra manna og skepna — honum
finst alt, sem til er vera skylt, — »það er
einn andi sem lifir og starfar i öllu«; seg-
ir hann, »allir lilutir í náttúrunni eru ein
heild — eigum við mennirnir þá ekki að
læra að þekkja þá, og elska þá. — Og það
er of seint að byrja að kenna börnunum
það, þegar þau eru orðin fullorðin. Nei,
við verðnm að byrja sem fyrst, — það sem
vanrækt er meðan barnið er á 5ta árinu
verður ekki unnið upp á því sjötta. »Barna-
garðarnir taka á móti börnuin úr því þau
eru fjögra ára og geta þau geugið í hann
þangað til þau eru 7 ára og fara að ganga
í skóla. — Eru þeir víða í sambandi við
stærri skóla, sem eru einstakra eign. — I
þá barnagarða komast þvi venjulega að
eins börn efnaðra manna. En nú sjá menn
æ betur og betur að barnagarðarnir þurfa
að ná til allra — að þeir verða að standa
öllum börnum opnir — þess vegna mynd-
ast fleiri og fleiri alþj'ðu-barnagarðar þar,
sem fátækara fólk getur sett börn sín fyr-
ir lítið eða eða ekkert gjald. Og þá fyrsl
þegar öll börn eru orðin þeirra aðnjótandi,
hafa þeir náð því takmarki, sem þeim er
ætlað að ná.
p. t. Höfn i maí.
Lára I. Lárusdóttir.
¥
Kvennablaðinu er ánægja að því að |
flytja grein um þelta mál frá hinni efni-
legu ungu stúlku.
Víðast þar sem menn ferðast annars-
staðar eru þessir Fröbels-barnagarðar komn-
ir á fót, og þykja allstaðar stór liður i
uppeldi og skólagöngu barnanna. Auð-
vitað ættu það að vera fátæku börnin, sem
mest notuðu þá í fyrstu. En þetta kenslufyrir-
koinulag hefir reynst svo happasælt að það
er að verða meira og meira tekið upp í al-
þýðuskóla, einkum í »smáskólana«, eða
skólana handa yngstu börnunum. Reyndir
kennarar eru mjög með þvi. Þannig segir
hin alkunna norska kenslukona frk. Helga
Helgasen, í grein um uppeldi og vinnu:
»Eg er ekki í neinum vafa um það að
mæðurnar gætu og ættu fá algerða breyt-
ingu á reglugerðum barnaskólans, og með
þvi móti bæta uppeldið. Það er nauðsyn-
legt, bæði fyrir þroska barnanna og fyrir
vort praktíska líf. Mæðurnar ættu að
mínu áliti að heimta:
1. Meiri leiki og»Fröbels« vinnu i smá-
skólunum; (fyrstu bekkjunum).
2. Handavinnu á vetrum, og garðrækl á
sumrum fyrir drengi.
3. Skyldukenslu í matreiðslu og öllu sem
þar að lýtur, í 6.—7. bekk í barna-
skólanum fyrir telpur, og í milliskól-
unum og áframhaldskólunum«.
Af þessu sézt að æfðir kennarar álíta
þessa Fröbels aðferð mjög heppilega til
kenslu fyrir börnin á fyrstu árunum. Það
væri mjög gott ef hún gæti orðið þekt hér
heima. Hvergi mundi hér hægra að koma
barnagarði við, en einmitt hér í Reykjavik.
Það er því mjög gott að ung og efnileg
stúlka, sem efni hefir á að kynna sér þetta
mál til lilýtar, tekur það upp sem verk-
efni. Fröken Lára hefir nú verið við
slíkt nám í vetur sem leið, í sumar verð-
ur hún aftur á hinum fræga skóla í Nesi
í Svíþjóð, þar um allskonar »slöjd« þykir
bezt kend á Norðurlöndum. — Ungu stúlk-
urnar okkar, sem ferðast til útlanda sér til
gagns og gleði, ættu einmitt að fá sér ein-
hver verkefni til að gangast fyrir hér heima,
einhverjar bætandi nýjungar, koma á betri
aðferðum i kenslu og heimilisverkum, fá
áhuga fyrir einhverju, sem miðar að al-
mennings heill. Þvi að leitast við að vinna
að lienni, og leggja til þess svo góðan skerf
sem oss er unt. — Það erum við öll skyld
að gera — konur sem karlar.
Onotuð tekjngrein.
Eins og menn munu sjá, hefi ég látið
lítið sýnishorn af íslenzku kjötseyði á sýn-
inguna, — en af því ég þykist vita að þær
konur, sem búa til samskonar seyði, þyki
það lítilfjörlegt sýningarefni, langar mig til
að skýra frá því, sem fyrir mér vakir: en
það er að vinna að því, að gera það að
verzlunarvöru. Það hefir verið hugmynd
mín nú um nokkur ár, og ég hefi gert
smávægilega tilraun í þá átt — sem mér
vitanlega enginn annar hefir gert. — En
þó hún hafi verið í mjög svo smáum stýl,
hefir hún þó verið nægjanleg til að sannfæra
mig um, að það sé vara, sem geli kept við
það bezta, sem nú þekkist í þeirri grein,
nefnilega »Líbigs«-kjötseyði, og geti orðið
að þeirri vöru. sem hvert ísíenzkt heimili
getur framleitt í stærri eða sinærri stýl.
Það er ekki svo ýkja margt, sem við