Kvennablaðið - 31.08.1911, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 31.08.1911, Blaðsíða 1
Kvennablaðid kost ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. [60 cent vestan- hafs) */» verðsins borgist fyrfram, en V« fyrir 15. júli. Uppsögn skrifleg, bundin við ára- mót, ógild nema komiu sé til út- geí. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 17. ár. Reykjavík, 3i. ágúst 1911. M 8. Kyenna stórþingið í Stockholmi. . II. Þing þelta sátu um 1200 manns, þar af um 500—600 fulltrúar bæði reglulega kjörnir fulltrúar sambandslanda, og sér- stakir systrafulltrúar, sem hafa sama rétt til að sitja þingið og taka þátt í umræð- um, en hafa hvorki atkvæðisrétt né tillögu rétt. Fáeinir karlmenn voru, þar af 8—9 fulltrúar frákvenréttindafélögum karlmanna. Frá íslandi voru tveir fuiltrúar frá Kven- réttindafélagi íslands, þær frk. Laufey Valdimarsdóttir og frk. Inga Lára Lárus- dóttir, prests frá Selárdal, sem báðar voru í Kaupmannahöfn. Móttökunefndin í Stockholmi hafði látið það boð út ganga að tveir fulltrúar frá hverju landi yrðu teknir frílt, sem gestir inn á heimili í Stockholmi, meðan þingið stæði yfir. En þegar hún frétti að til stæði að þriðji fulltrúinn mundi koma héðan að heinian, þá ritaði hún hinum fulltrúunum frá íslandi og sagði að frá íslandi væru velkomnir þótt það væru 3 eða 4 fulltrúar, til að verða gestir þeirra. Því miður fórst það fyrir, að þessi kona héðan að heiman, sem þó fór um sömu mundir til Svíþjóðar, og kjörin hafði verið til að mæta á fund- inum, gæti verið þar viðstödd. Öllurn ber saman um gestrisni, rausn og höfðingskap sænsku kvennanna. Dag- skráin hafði áður verið send hverju landi, og á henni stóðu allar þær skemtanir, veislur og skemtiferðir, sem gestunum var ætlað að taka þátt i. Ætlast var til að formenn landsfélaganna í hverju Iandi væru sjálfsagðir á fundinum, og voru ýms boð, sem þeim einum var boðið í með Sambands- stjórninni sjálfri. Kæmu þeir ekki, áttu þeir að setja einhvern staðgengil fyrir sig. Þegar fulltrúarnir komu var tekið á móti þeim á járnbrautarstöðinni, og þeim fylgt þangað, sem þeir áttu að búa. En allir þeir, sem frítt bjuggu, fengu aðgöngu- miða til að éla morgunverð og miðdags- verð á Hotel Grand, fínasta hóteli borgar- innar. — Ekkert var tilsparað. Veizlur voru allmargar, og voru ýmsir af fulltrúunum í þeim öllum. En þar af voru fjölmennastar fyrsta veizlan á Hót- el Grand Royal og skilnaðarveizlurnar á Hasselbacken og Saltsjöbaden. tmsar sænskar konur héldu og stórveizlur fyrir marga af fulltrúunum. Auk þess voru þeir boðnir skemtiferðir út til hinnar frægu miðáldaborgar Visby, af forstöðukonu kven- réttindafélagsins þar, sem kostaði alla ferð- ina. Þangað var eiginlega ekki boðið nema, stjórn Alþjóða-Sambandsins, formönnum landsfélaganna, ef þeir voru á þinginu, og örfáum öðrum, alls 34 konum, enda er það dýr ferð, kostar venjulega farið með skipum fram og aftur 15 krónur pr. mann. Til merkis um hvað íslenzku fulltrúunum var allstaðar þar tekið vel, má geta þess að þeir voru báðir boðnir með, og var það hin fróðlegasta ferð og ágætasta skemtun. Þar voru gestirnir heilan dag, og var sýnt alt hið merkilegasta af göml- um miðaldaleifum, kirkju og klaustrarúst- um m. m. Þá bauð kvenréttindafélagið í Uppsölum fulltrúunum þangað og hélt þeim þar mið- dagsveizlu. Þótti öllum, og ekki sízt ís- lenzku fulltrúunum merkitegt að sjá hinn gamla fræga sögubæ, sem vér þekkjum svo vel frá gömlu sögunum okkar. Var þar skoðaður háskólinn og hin gamla veglega gotneska dómkirkja, sem geymir bæði marga af merkustu konungum Svía t. d. Gustav Vasa og Gustav Adolf og ýmsa frægustu hershöfðingja og þjóðmálaskör- unga Sviþjóðar, fána úr stríðum þeim, seiu Svíar hafa átt í t. d. úr 30 ára stríðinu, og krýningargersimar Svíakonunga. Margir töldu þennan dag ekki sístan af öllum þingfagnaðinum. Öllum ber og saman um það, að þetta þing væri samansett af flestum ágætustu konum heimsins, sem frægar eru margar hverjar fyrir mentun, lærdóm og dugnað í ýmsum greinum. Þar hélt hin fræga skáldkona Selma Lagerlöf langa ræðu, fyrii

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.