Kvennablaðið - 11.04.1912, Side 5

Kvennablaðið - 11.04.1912, Side 5
KVENNABLAÐIÐ 13 inn, þxn aö »hvað ungur nemur, gamall temur« og þá mundi þeim fækka sem missa tennur sínar á unga aldri. I\"ý bóli. Af nýrri bókum, er snerta áhugamál kvenna, má án efa telja merkasta bók þá, er skáldkonan Óliva Schreiner fyrir skömmu gaf út. Bókin kom út í sumar, í sænskri þýðingu og nefndist: »Kvinnan ock arbe- tet«. Höfundur bókarinnar er hollenzk að ætt, en hefir lengst af dvalið í Suðurafríku (Kaplandinu). Og bókin er, eins og hún nú birtist, að eins útdráttur úr margfalt stærra riti. Handritið að því eyðilagðist í Búastríðinu. Bók þessi hefir að efni það mál, er einna þýðingarmest er öllum liugsandi kon- um; störf kvenna í þjóðfélagi nútímans. I}egar um stöðu kvenna í þjóðfélaginu er að ræða, færa talsmenn kveufrelsisins það máli sínu til sönnunar, að þjóðfélagið geti eigi án starfs þeirra verið, að konan með sínum sérstöku hæfileikum, sem séu frábrugðnir hæfdeikum karlmannanna, hafi þar alveg sérstakt verk að vinna. Þessi röksemd hefir verið misbrúkuð, rifin út úr réttu samhengi, og gerð að aðalkjarna máls- ins. Aftur hafa aðrir spurt sjálfa sig, hvorl þessir kvenlegu hæfileikar eigi samt sem áður hefðu jafn-þýðingarmikið verk að vinna við störf konunnar í þágu heimilis- ins, heimilislífinu ti! viðlialds, og þó hún færi að vasast í opinberum málum. Þetta tvent, afskifti kvenna af þjóðfélagsmálum og sérstaða hennar sem eiginkona, móðir og húsmóðir, hafa lengi þótt ósamrýmanlegar. þvi standa enn margar konur ráðþrota og vita ei hverja leiðina þær skuli fara, hverri stefnunni eigi að fylgja. Til allra þeirra á bók Ólivu Sclireiner erindi. Þar sjá þær málið, er hér er um að ræða í hinu rétta ljósi. Þar er eigi vitnað til haturstilfinn- ingar hinna »undirokuðu« (kvennanna) gagnvart ofbeldinu (karlmönnunum). þar er vitnað í eigin ábyrgðar- og skyldutil- finningu kvennanna sjálfra, gagnvart sjálf- um sér, eiginmanni, börnum og mannkyn- inu í heild. Aðaltilgangur bókarinnar, efnið í þrem f}Trstu kapítulunum er, að sýna, að sú kona, er lifi að eins á framfæri mannsins, en leggi ekkert til liins sameiginlega heimilis, sé »sníkjudýr«, jafn skaðleg þjóðfélagslík- amanum og sjúkdómsbaktería líkaina mannsins. Höf. sýnir hverjum breytingum köllun og staða kvenna hefir tekið. Hvernig alt starfssvið þeirra hafi breyst. Áður, á tím- um styrjaldanna, var aðalhlutverk konunn- ar að ala börn, byrgja löndin upp að her- mönnum og halda ættkvíslinni við lýði. Vér lifum á friðsamlegri tímum. Nú vinna vélar margt það, er kvennahöndur áður unnu; þær hafa dregið mörg störf úr hönd- um kvenfólksins. Við þessar breytingar eykst krafan um mentun kvenna. t*að er þvi. að áliti höf., tvímælalaus rétlur þeirra, að fá að starfa á öllum starfssviðum með sömu skil- yrðum og karlmenn. Fái konan eigi þenn- an rétt, nej'ðist hún til að lifa »snikju- dýra«-lífi, er óholt er öllu þjóðfélaginu. Höf. sér engin vandkvæði þess, að konan starfi á öllum sviðum til jafns við karl- menn. Aðeins hún þekki og skilji skyldu sina gagnvart þjóðfélaginu og kynslóðinni, þá skyldu og ábyrgð, er fylgir aðganginum að opinberu störfunum. Þetta er þeim mun þýðingarmeira, sem það er móðirin er mest áhriíin hefir á barnið. Undir þroska lienn- ar og hæfileikum, er kominn þroski kom- andi kynslóða. Þetta er þá aðalatriði bókarinnar. Auk | þess er meðal annars sýnt hverja þátttöku j konan mundi sérstaklega taka í þjóðfélags- málum, ættu þær aðgang að þeim. Þar ! af leggur höf. (af skiljanlegum ástæðmn) mesta áherzlu á afnám hernaðar. Óll sýnir bókin að hún er bvgð á ; revnslu sjálfstæðrar, starfandi konu. Að j nokkru leyti er hún að eins brot, brot úr | hinu stóra ritinu er glataðist, en þessi brot j hefir höf. geymt i 12 ár, og enginn efi er ' á, að hún á þeim tíma hefir steypt þau

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.