Kvennablaðið - 19.03.1913, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 19.03.1913, Blaðsíða 4
20 KVENNABLAÐIÐ Elnn »píslarTottnrinn«. Á veggjum aðalstöðva »Tung Ming Hui’s í Shanghai héngu margar ljósmyndir af þessum píslarvottum. Sú myndin, sem vakti mesta eft- irtekt, af því hún var stærri og betur gerð en hinar, var af ungri konu. Pað var hugfangandi andlit, yndislegt, kvenlegt, hugsandi, virðulegt og fult af »karaktér«. Petta andlit sýndi konu, sem var jafningi beztu kvenna, sem heimurinn hefir þekt. Pessi tagra kona hét ungfrú Chow Chin frá Nanking, dóttir auðugs kaupmanns þar. Hún var meðal þeirra kínversku stúdenta í Tokyo, sem heyrði þenna nýja frelsis-fagnað- arboðskap og hún gaf sig sjálfa fyrir hann, með lifi og sál. Hún prédikaði frelsisboðskapinn fyrir þjóð sinni, með mælsku yfirburða ræðu- manna og hún tók þátt í að lauma skotfærum til Kína. Hún lagði allar sinar miklu eigur í fjárhirzlu »Tung Ming Hui’s« félagsins og gaf því máli, sem hún hafði vígt sig tii, hverja hugsun i sinu skarpa og ötula höfði og hvert augnablik af lífi sinu. Hún hafði sem stúdent í Tokyo tekið upp japanskan kvenbúning og bar hannjafnan siðan, sértilvarnar að nokkru leyti. Einn af kennurum hennar var tekinn fastur fyrir morð á einum Manchu-landstjórai og af því að hjá honum fundust bréf frá henni> sem báru böndin að hluttöku hennar í þessum málum, þá var hún líka tekin föst. Dauðinn var henni vís. Yflrheyrsla var að eins til mála- mynda. Hún lagði enga vörn fram i réttinum, en eftirlét beiminum það, sem mun skýra kom- andi kynslóðum frá því, hvers vegna hún gaf lif sitt fyrir föðurland sitt. Auðvitað var hún tekin af lifl. I*ær hætta lífl sfnn. Hún var ein af þeim mörgu, sem gerðu alt hvað þær máttu fj7rir málefni sitt. Eg hefi hilt þrjár ekkjur hér i Peking, sem gáfu aleigur sínar til »Tung Ming Hui«, og vinna nú fyrir sér með kenslu. Eg hefi hitt margar konur, sem laum- uðu skotfærum inn í Kína. Eina hefi eg hitt, sem mánuðum saman hjálpaði til að búa til sprengikúlur og margar aðrar, sem gerðu hvað sem fyrir féll, sem félagið þurfti með. Allar þessar konur hættu með því lífi sínu og þó þær baldi höfðunum enn þá, þá mega þær þakka það hatningjunni einni. Konnr verða hermenn. Sagt er, að stjórnarbyltingin kæmi eiginlega alt í einu, og fyrri en hún átti að hefjast, af því heilt forðabúr af sprengikúlum sprakk i loft upp. Áskorun kom til hersins, að safnast saman, og kínverskir stúdentar struku frá skólum víðs- vegar um heim, svo hermenn söfnuðust og æfðust fljótt. Konurnar voru ekki ánægðar með það, að eftirláta karlmönnunum þessar síðustu skyld- ur og ef til vildi, að þeir einir yrðu að leggja lífið í sölurnar. Pangað til höfðu þær tekið jafnan þátt í hættunum með þeim, og nú heimt- uðu þær að fá að taka sama þáttinn í þeim og þeir. Auðvitað neituðu foreldrar og kennarar þeirra þeim um þetta og foringjar uppreistarinn- ar hvöttu ekki til þess. Eg hefi aldrei getað feng- ið að vita hvort konurnar fengu fyrstu hug- myndina um hvað þær skyldu gera, frá karl- mönnunum, eða þær áttu hana sjálfar. En eitt er vist: Konurnar stofnuðu félög, sem þær kölluðu: »Porðu að deyja«. Foringjarnir voru ekki stúdentar frá Tokyo. Pessi félög voru stofnuð til að taka þátt í stríðinu, ýmist sem hermenn eða sem hjúkrun- arkonur, sendiboðar eða hvað annað, sem fyrir féll og þurfti með. Pær mynduðu reglulegar herdeildir, en með konum sem yfirherforingj- um. Ein af foringjunum hét herforingi Shang Pei Chu'n; hún lifir hér í Peking. Hún hefir gert hvaða skylduverk sem fyrir féll í hernum og hversu hættulegt sem það var og verið einn mánuð í fangelsi. Pegar lýðveldismennirnir sigruðu, þá fékk hún frelsi. Lærið fyrst að hjálpa þeirn særðn. Pessar konur komu sunnan frá Canton, og frá Shanghai, Peking, Hankow, Wuchang og víða frá Norðanverðu Kína. Pær struku burt úr skólunum og oft heiman að. Sumar voru i trúboðsskólum, sumar voru kristnar, sumar voru Confúsíustrúar. Pær vopnuðust og skipuð- ust í herfylki, eins og karlmennirnir, en ætíð með konur fyrir herforingja. Kvenlæknir við stóran spítala í Shanghai, sagði okkur. að hún hefði daglega veitt tilsögn i »hinni fyrstu hjálp við særða menn«, i sjúkrahúsum, sem voru sett upp þar í bænum af þeim konum, sem hér æfð- ust til herþjónustunnar, og að þær hefðu verið dætur hinna æðstu og beztu Kínverja. Hversu margar »skjaldmeyjar« — eins og blöðin kölluðu þær — vóru hér vitum við ekki. Ef nokkur í Kina veit það, þá höfum við ekki komist i kynni við hann. Pað lítur út fyrir að menn hafi ekki einu sinni vitað hvað margir karlar voru hermenn. En liklega hafa konurn- ar í herþjónustunni verið frá tvö til fjögur þús- und. Við heyrðnm að herforingi Wu Moh Lun hefði sett herbúðir sínar á hæð, skamt frá Nan- king þar, sem sást yfir borgina og verið þar í tvo mánuði með herfylki sitt, sem samanstóð af 640 konum. Wo Moh Lun heríoringi sýndi okkur sjálf þenna stað og sagði okkur frá lifinu i herbúðunum. Pegar umsátin um Nanking hófst, þá voru þær ekki kallaðar til að vera fremst- ar, sem þeim urðu mikil vonbrigði, en sumar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.