Kvennablaðið - 16.07.1915, Page 3
KVENNABLAÐIÐ
43
og bræðrum, samþ. hér 7 árum áður en
þau komust á í Danmörku. Og eftir að al-
þingi varð löggefandi, tók það óðum að
bæta hagi vora með ýmsum frjálslegum
lögum. Þannig voru samþykt á alþingi
1881 lög um kosningarrétt allra sjálfstæðra
kvenna til sýslunefnda, bæjarstjórna hrepps-
nefnda og safnaðarnefnda með sömu skil-
yrðum og karlmanna, og 1886 var konum
með lögum veitt leyfi til að taka próf frá 4.
bekk latinuskólansog stúdentspróf, en hvorki
máttu þær sitja í tímunum í skólanum, né
gátu fengið nokkurn námsstyrk við hann.
Sömuleiðis máttu þær hlýða á fyrirlestra
við læknaskólann og taka jafnvel próf það-
an, en án þess að geta fengið aðgang að
embættum á eftir. Nokkurskonar nám
máttu þær og stunda á prestaskólanum, en
engin fullnaðarpróf taka þaðan. f engum
af þessum umbótum áttum vér konur
nokkurn þátt svo að kunnnugt sé; það
var að eins löggjafarvaldið, sem af »frjálsu
fullveldi«, óbeðið af -oss, veitti oss þessar
umbætur.
Árið 1891 fluttu þeir Skúli Thoroddsen
og sr. Ól. Ólafsson ýms góð og gagnleg
lagafrumvörp á alþingi, t. d. um kjörgengi
sjálfstæðra kvenna í öllum þeim málum,
sem þær höfðu áður kosningarrétt fil, og
um myndugleika giftra kvenna, sömuleiðis
flutti sr. Ól. Ólafsson frumvarp um rétt
kvenna til að njóta sama námsstyrks og
aðgangs að mentastofnunum landsins og
karlmenn hefðu, þótt ekki næði það þá
fram að ganga.
Okkur konum hefir oft verið brugðið um,
að við höfum ekkert gert sjálfar til þess
að fá aukin réttindi vor. Og það er satt,
að lengi fram eftir var það svo. Hvern
skyldi líka furða á því að í landi, sem
hvorki hefir nokkrar mentastofnanir handa
konum sínum, né aðrar atvinnugreinar
opnar handa þeim en vinnuhjúastöðu á
heimilum, með engum teljandi launum
fram yfir fæði og húsnæði, — þótt þær
ekki standi svo hátt né séu svo þroskaðar
að geta sett óánægju sína fram með fleir-
um eða færri réttarkröfum. Til þess þarf
bæði þekkingu og þroska, sem tæpast get-
ur átt sér stað nema með nokkurri al-
mennri mentun.
Og karlmennirnir héldu heldur ekki
neinum slíkum jafnréttiskröfum fram fyrir
þær. Það voru að eins einstöku menn á
þinginu, sem fluttu mál kvenna, af því
þeir voru þroskaðri og víðsýnni en al-
menningur af samtíðarmönnnum þeirra.
Fyrsta greinin sem eg minnist að hafa
lesið í islenzkum blöðum um kvenréttinda-
málið, stendur í 1. tbl. Fjallkonunnar, 2.
árg. 1885; fyrirsögnin er: »Kvenfrelsi«. Er
þar tekinn skýrt fram hinn afarmikli mun-
ur á meðferð karla og kvenna í þjóðfélag-
inu og raktir helztu drættir kvenfrelsis-
hreyfingarinnar í Ameríku, sem þær hafa
barist fyrir Lukretia Mott og Elisabet
Stanton. Grein þessi er ritstjórnargrein og
skarplega settir fram stærstu gallarnir:
ánauð kvenna og réttleysi hér á landi,
einkum mentunarleysi ísl. kvenna og ó-
hæfilega lágt kaupgjald. Sérílagi vítir höf.
meðferðina á vinnukonum hér í Reykjavik,
t. d. laugaferðir og eyrarvinnu. Greinin
endar á þessum orðum:
»Það er vonandi að þessi kvennaþræl-
dómur í Reykjavík fari þverrandi, því vér
teljum það engar framfarir, þótt Reykvík-
ingar kæmu upp þrælastétt í landinu eða
nýrri kynslóð af hálfvitum«.
Þetta var ágæt vakningargrein og eg er
viss um, að hún hefir vakið bergmál í
hjörtum margra kvenna, þótt hugsanir
þeirra fengju þá ekki en að komast í
blöðin.
En um vorið, 5. júní, kemur þá í fyrsta
sinni fram í dagsins ljós grein i 11. tbl.
Fjallkonunnar eftir konu. Yfirskrift grein-
arinnar er: »Nokkur orð um mentun og
réttindi kvenna« (eftir unga stúlku í Reykja-
vík). Undirskriftin er »Æsa«. Molto grein-
arinnar er: »Allstaðar er sá nýtur, sem
nokkuð kann«. Vítir greinarhöf. mjög upp-
eldi kvenna og krefst sömu mentunar og
uppeldis fyrir þær og synina. Heimtar að
þær séu búnar undir lífið með því að upp-
eldi þeirra sé hagað eftir hæfileikum þeirrá
i