Kvennablaðið - 16.07.1915, Page 4

Kvennablaðið - 16.07.1915, Page 4
44 KVENNABLAÐIÐ til þess að geta unnið fyrir sér á heiðar- legan hátt, en þurfi ekki að neyðast til giftinga eins og nokkurs konar atvinnu. Höf. minnist lauslega á kosningarrétt sjálf- stæðra kvenna í sveitamálum, sem illa sé notaður af þeim, þótt hann hafi talsverða þýðingu. — En á pólitískan kosningarrétt er þar ekki minst. Svo langt vorum við ekki komnar þá. — Petta er mín fyrsta ritgerð. Það var Páll Briem amtmaður, sem fyrstur hóf máls á því, að konum bæri að fá full pólitísk réttindi, í fyrirlestri sem hann hélt í Reykjavik 18. júli 1885. — En ekki var það langt frá því, að það þætti hneyksli næst á þeim tímum, að slíkri fjarstæðu væri haldið fram. Loks erum við þó svo langt komnar að eg áræddi að halda fyrirlestur í Reykjavík 1887, 28. des. um kjör og mentun kvenna. — En ekki einu sinni þá hélt eg fram pólitískum kosningarrétti. Það var mentun kvenna, fjárráð og atvinna, sem eg bar þá fyrir brjósti. Þá er það að Sk. Th. árið 1887 stofnar Þjóðviljann, og þegar frá fyrstu tekur hann að halda fram fullu jafnrétti kvenna við karla. Þar komu á fyrstu árum fram fjöl- margar greinir og bendingar í þessa átt, t. d. um fjárráð giftra kvenna, skólagöngu- rétt kvenna, að konum sé veittur náms- styrkur á fjárlögunum til að geta notið þess náms við latínuskólann og hina æðri skóla, sem þeim væri heimilað að lögum. Sömuleiðis krefst hann stjórnarfarslegra réttinda handa þeim. Hann sýnir fram á, hversu þær séu fyrir borð bornar réttar- farslega. Alt þetta hlýtur að rumska dálit- ið við kvenfólkinu. Þær fara að setjast upp i rúminu og nugga stýrurnar úr augunum. Þegar svo á þing kom, þá var hann ó- þreytandi í að minna á konurnar. Fjöl- mörg frumvörp og tillögur komu frá hon- um til að bæta úr kjörum þeirra. Og þótt þær næðu fæstar fram að ganga þegar í stað, þá urðu þær þó beinlínis eða óbein- linis til þess að alþingi smámsaman sam- þykti ýms lög, sem bættu úr stærstu mis- fellunum í þessu máli. Og þegar stjórnar- skrárbreytingar voru á ferðinni, þá gleymdi Sk. Th. aldrei að minna á að konur ættu jafnan rétt að eiga atkvæði í löggjöf lands- ins og karlar, og heimta handa þeim kosn- ingarrétt og kjörgengi til alþingis, sem á þeim tímum þótti mesta fjarstæða. En alt þetta var þó ekki árangurslaust. Það var nokkurs konar ruðningsvinna. Konur fóru að sjá, að það var engin fjar- stæða að hugsa sér að fá líkan rétt og karlar höfðu. Yngri konunum hafði fund- ist mjög til um að fá að eins að taka fyrrihluta og stúdentspróf frá latínuskólan- um, án alls námsstyrks, sem þá var mik- ill, og hafa að eins aðgang að takmörk- uðu námi við prestaskólann, en engan að- gang eða rétt að læknáembættum, þótt þær mættu taka embættispróf í læknisfræði. Við skildum allar, að þ e 11 a var mikið ranglæti. Þá kom háskólahreyfingin. Á alþingi 1893 skutu nokkrir þingmenn saman dá- lítilli upphæð i háskólasjóð. Og frá þeim barst svo þessi hugsun til þjóðarinnar — bæði kvenna og karla. Þá var það, að konur fóru að ranka við sér. Þarna var vegur handa þeim til að vera með. Kona háyfirdómara Jóns Pét- urssonar, frú Sigþrúður Friðriksdóttir, og frk. Þorbjörg Sveinsdóttir, systir alþingis- manns Benedikts Sveinssonar, voru báðar þessu máli mjög fylgjandi, og höfðu kynst þvi í gegn um mann sinn og bróður. Þær tóku sig saman um að efna til tombólu til háskólasjóðs. Það var byrjunin að stofn- un hins ísl. kvenfélags. Þessi tombóla sem öll kvenþjóð bæjarins tók þátt í, hepnað- ist svo vel, að upp úr henni fengust að mig minnir um 1900 kr. nettó. Síðar var fyrsta tilganginum breytt og ákvarðað að þetta skyldi vera byrjun að styrktarsjóði handa fátækum kvenstúdentum við hinn væntanlega islenzka háskóla. Nú er sjóður þessi orðinn um 4000 krónur. Upp úr þessum félagsskap vex svo hin fyrsta kosningarréttarhreyfing íslenzkra kvenna. Fyrsta lagagrein hins íslenzka i

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.