Kvennablaðið - 16.07.1915, Blaðsíða 6
46
KVENNABLAÐIÐ
til að koma á fót nýju félagi, sem við
ekkert annað skyldi fást en að vinna
að kvenréttindamálunum. Aðallega var
sú hreyíing komin til vor frá al-
þjóðasambandsfélögum kvenréttindamáls-
ins. Því í hverju landi höfðu ýms félög
fyr og síðar tekið kvenréttindamálin á
stcfnuskrá sína, ásamt öðru fleira, t. d.
góðgerðastarfsemi. Þetta dró svo úr fram-
kvæmdum og agitationum þeirra fyrir Kven-
réttindamálunum, og mörg þeirra viltust frá
þeim algerlega. Þannig hafði það og verið hér.
Frá því að Þorbjörg Sveinsdóttir féll frá,
hafði Hið ísl. kvenfélag ekkert sint þeim
málum. Því var kvenréttindafélagið stofn-
að 27. janúar 1908. Þess verk var að
vinna eingöngu að agitation fyrir þessum
málum. Og það er alls ekkert lítið verk,
sem það hefir unnið í þá átt, eftir því
sem búast mátti við af nýju fjelausu fé-
lagi. Hið ísl. kvenfélag sendi þá og líka
út undirskriftaáskorun, sem bæði félögin
störfuðu fyrir. Hún fékk 12,000 undir-
skriftir kvenna.
Síðan Kvenréttindafélag ísl. var stofn-
að, hefir ekkert þing verið haldið svo, að
það hafi ekki, bæði í gegnum blöð, ein-
staka menn og á ýmsa aðra vegu, með
fyrirlestrum, stofnun sambandsdeilda, und-
irskriftaáskorunum til alþingis og blaða-
greinum, reynt að fá þessu máli hrynt á-
fram og komið inn á þingmálafundina.
Margir af þingmönnum hafa verið kosn-
ingarrétti og kjörgengi kvenna til alþingis
mjög hlyntir, og sumir þeirra svo, að þeir
hafa fylgt því jafnt fyrir það, þótt það
væri borið upp af pólitískum mótstöðu-
mönnum þeirra.
Þegar vér því í dag í glóbjarta góðviðr-
inu, stöndum hér fyrir framan þinghúsið til
þess að halda minningarhátíð þess, að vér
séum orðnar löglegir borgarar íslands, með
fullum rétti til að vinna sameiginlega að
öllum þess velferðarmálum með bræðrum
vorum, þá verður það fyrst og síðast al-
þingi og þess leiðandi menn, sem vér
þökkum þessi stóru réttindi: Skúla Thor-
oddsen fyrir hans þrautseigu liðveiðslu fyr
á tímum, þegar hann mátti tala út í blá-
inn án þess að heyra annað en hljóm
sinna eigin orða, Hannesi Hafstein, sem
bæði sem ráðherra og þingmaður hefur
stutt að bestu málalokum fyrir mál vor
kvennanna, og nú síðast vorum núverandi
ráðherra, sem hefir borið málið fram
til sigurs, gegnum allar öldur hins ókyrra
pólitíska hafs, og bjargað því heilu í höfn.
Það er því með glaðri von og trú, sem
vér tökum við þessum réttindum, þótt þau
til að byrja með séu ekki eins útfærð og
vér hefðum óskað. —
Alþingi íslands, þessi kjörgripur islenzku
þjóðarinnar, hefir sýnt sig svo velviljað i
vorn garð, að vér óskum einskis fremur,
en að fá að vinna að sameiginlegum lands-
málum með bræðrum vorum, undir lög-
gjafarvaldi þess. Vér vitum vel, að það er
fjöregg frelsis íslenzku þjóðarinnar, sem
vandlega ber að varðveita að hvorki brák-
ist né brotni, og vér konur munum ekki
reynast því ótrúrri liðsmenn en bræður
vorir.
Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem
karlar og konur vinna í bróðerni saman
að öllum landsmálum, bæði á heimilun-
um og á alþingi.
Guð blessi alþingi íslendinga, bæði í nú-
tíð og framtið.
Alþingi lifi!
A eftir ræðunni var sungið kvæði eftir
frk. M. Jóhannsd, sem hér fer á eftir, tóku
konur alment undir og sungu með söng-
flokknum:
Drottinn, vor guð! Vér biðjum heilu'hjarta!
Hendur oss réttu, l(t þé til vor, faðir!
Styrk oss að hrekja myrkrið sorgar svarta,
sárin að græða er blæddu aldaraðirl
Vér krjúpum þér, guð, sem barn er móður biður,
blessa vorn rétt, ó, stíg þú til vor niður!
Líf vort er slys, ef leiðir þú oss eigi,
ljósvana nótt, er skelfir'oss og hryggir;
réttur vor tál, ef vísar þú ei vegi;
visnar hvert starf, sem hönd þín ekki tryggir.
Þekking og vald, ef þú ei, herra, drotnar
þrýstir oss niður, ferst í hafi og brotnar.