Kvennablaðið - 30.11.1915, Síða 2
82
KVENNABLAÐIÐ
að kynna oss sem bezt öll þau mál, sem
fjallað er um bæði í héruðum og á þingi.
Og ekki einungis þau mál, heldur ásland
þjóðarinnar í öllum efnum. Nú getum
vér ekki lengur skotið skuldinni á karl-
mennina. Nú megum vér sjálfar fara
að bera okkar skerf af ábyrgðinni, með
því að velja þá fulltrúa, sem á öllum
sviðum, bæði i sveita-, héraða- og lands-
málum eiga að ráða úr vandkvæðunum
og ráða framförunum, ráðstafa öllu opin-
beru fé og leggja skyldur og skatta á
landsmenn. A öllu þessu berum vér
jafna ábyrgð og karlmennirnir, þegar vér
förum að velja þessa fulltrúa. Og vér
getum ekki afsakað oss með því að vér
höfum ekki kosið neinn, þegar vér van-
rækjum að mæta á kjörfundum, því ef
óheppilegir fulltrúar komast að, þá er
það oft meira þeim að kenna, sem van-
rækja að greiða atkvæði, en þeim sem
gera það.
Bezta ráðið til að kynnast ástæðum
almennings er að taka þátt í alþýðumál-
unum. Má þar sérstaklega tilnefna sveita-
mál, safnaðamál og héraða- eða sýslu-
mál. þessi mál eru þau fyrstu og ná-
komnustu öllum almenningi, og þau
skilja allir, sem fara að fást við þau. —
En hvers vegna skorast nú konur undan
að taka þátt í þessum máluni, sem þær
þó hafa sama rétt og skyldur til að gefa
sig við og karlmennirnir? Kemur þeim
ekki alveg jafnt við t. d. fátækra ástandið
í sveitarfélaginu, fræðslulögin eða vegirnir
eins og karlmönnunum? Og hvað margar
þeirra eru lika ekki óánægðar með sveit-
arstjórnina sína? En til þess að geta
rökslutt óánægjuna, verða þær að þekkja
málin og þau skilyrði, sem fyrir hendi
eru. Enginn vafi er á þvi, að konurnar
gætu í mörgum þessum málum unnið
mikið gagn, ef þær vildu beita sér fyrir
þau.
En þegar konur komast svo langt, að
fara að taka beinan þátt í þeim, þá
munu þær finna margt, sem þyrfti lag-
færingar með. Og margt af þessum lag-
færingum getur ekki komist á, nema
með aðstoð laganna. Þannig er það með
fátækralöggjöfina. Margt, sem menn víta
sveita- og bæjarstjórnir fyrir, er því að
kenna, hvernig þessi lög eru gerð, og
það stendur ekki í annara valdi að laga
en Alþingis. — En nú eiga konurnar að
fara að kjósa alþingismennina.
Þá fmna menn margt að alþýðufræðsl-
unni. Þar þykir flestum ofmiklu til kost-
að, en eftirtekjan eða gagnið af henni
of lítið. Hverjum skyldi nú koma fræðslu-
málin meira við en einmitt konunum,
mæðrum þeirra, sem eiga að fá fræðsluna
og búa á undir lífsbaráttuna, til þess með
fræðslunni að gefa þeim fleiri og betri skil-
yrði fyiir þolanlegu lífi? Því miður hafa
konur heldur ekki gefið sig fram til þess
að sitja í fræðslunefndum og skólanefnd-
um yfirleitt, sem þær þó ættu allstaðar
að vera með í. Og því miður erum vér
íslenzku konurnar máske líka með sama
markinu brendar, sem karlmennirnir
margir hverir: að telja eftir hvern eyri,
sem til fræðslu fer og leggja þarf á
sveitafélög og landið í heild sinni. Við
íslendingar erum enn þá ekki komnir
svo langt, að telja það fé lagt á vöxtu,
sem lagt er fram til að auka þekkingu
barna vorra og bæta uppeldi þeirra. Það
lítur út sem vér skiljum ekki að »þekk-
ingin er vald«, og það vald eignast yngri
kynslóðin ef hún fær holla og góða
fræðslu.
Mér liggur við að halda og vona, að
konunum verði annara um mentun og
þekkingu barna sinna en feðrunum, og
að bæði fræðslu- og uppeldismál eigi þar
einlægari og betri liðsmenn en karl-
mennina. En þá verðum vér að kynna
oss fyrirkomulagið, bæði lögin sjálf og
hvernig þeim er komið í framkvæmd,
og með alúð og samvizkusemi setja oss
inn í þessi mál. Vér verðum að skilja
það, að »hreppa vizku hunds fyrir bein,
hugsa það enginn skyldk. Það getur
varla farið saman ódýr fræðsla og góð.
Menn vilja spara allstaðar: hús og áhöld,