Kvennablaðið - 30.11.1915, Blaðsíða 3
RVENNABLAÐIÐ
?3
tíma og laun: sem lélegust og ódýrust
skólahús, sem fátæklegust áhöld, sem
stytztan námstíma og sem ódýrasta kenn-
ara. — Er þá von þó árangurinn verði
ekki glæsilegur?
Og hvað oft höfum vér konur kvartað
yfir því, að vér værum fyrir borð bornar
í uppeldismálunum? Hversu samtaka
foreldrarnir, eða að minsta kosti feð-
urnir eru og löggjafarvaldið, með það
að undirbúa drengina á alt annan og
praktiskari hátt undir lifsstöðuna en
stúlkubörnin. Oftast er hugsað fyrir, ef
efni leyfa, að búa drengina undir eitt-
hvert sérstakt æfistarf eða atvinnu. En
hversu lítið leggja foreldrar og löggjöfin
áherslu á þenna undirbúning fyrir stúlk-
urnar? Vitanlega hefir löggjafarvaldið nú
leyft konum aðgang að öllum skólum
jafnt karlmönnum, og' sömuleiðis rétt til
embætta. En skólarnir eru sérskólar karl-
manna; algerlega sniðnir eftir þeim, án
nokkurs tillits til kvenná eða þeirra mis-
munandi lífsskilyrða, hæfileika eða eðlis.
Menn segja enn þá, að heimilin séu
kvennanna eðlilegasti og réttasti verka-
hringur, og húsmóður- og móðurstaðan
mikilvægasta staðan sem þær geti haft, og
þeirra eina rétta köllun. En hví vanrækja
þá bæði foreldrar og löggjöf alt uppeldi
þeirra til þessarar mikilvægu köllunar?
Hver er sú fræðsla, sem löggjöf og riki
veita þeim í þvi að ala börn sín upp,
til að verða hrausta og dugandi borgara
i þjóðfélaginu?
Margt, ótal margt fleira mætti telja
upp, sem eru, eða ættu að vera, verkefni
fyrir allar hugsandi konur á komandi
tímum, til að leitast við að laga. í fá-
tækramálum: að fyrirbj'ggja að fleiri
þyrftu að verða annara handbendi en
minst mætti verða, og til þess koma
meðal annars. á ýmsum líf- og slysa-
tryggingarlögum, styrktarsjóðum ekkna
og styrkjum handa þeim, sem vilja berj-
ast fyrir sér og sínum, án þess að verða
upp á sveitafélög komin. — Hað eru
fyrirbyggjandi ráð, sem framfaraþjóðirnar
taka til að hjálpa körlum og konum til
að vera sjálfbjarga, og halda börnunum
undir hendi mæðranna og heimilanna,
þótt þær missi menn sína.
Og síðast en ekki sist mætti nefna
hjónabandslöggjöfina og barnalöggjöfina,
sem öll Norðurlönd, nema ísland, sitja
nú við að laga hjá sér. Þar hafa kon-
urnar Iíka lagt fram drjúgan skerf, enda
eiga þau öll, nema við, margar lögfróð-
ar konur. En allstaðar hafa fleiri konur
en þær lögfróðu, látið sig varða um slík
mál, og rætt þau og sett fram kröfur
kvenna um endurbætur og breytingar.
En til þess þurfa þær að hafa lajnt sér
þessi lög. — Það getum vér einnig gert
og það erum vér skyldar að gera. Allar
erum vér nokkurnveginn læsar, og engin
lög snerta konurnar nánara en einmitt
þessi lög. — Þau munu verða eitt af
vorum stærstu framtíðar áhugamálum.
þegnskylduvinna kvenna.
Úti í heiminum, þar sem landvarnar-
skylda er lögleidd, og hver maður sem
er fullhraustur og' »normal«, verður að
eyða vissum tima af æfi sinni til að
læra vopnaburð og búa sig undir það,
að verja ættjörð sína með vopnum og
leggja bæði eignir, heilsu og líf í söl-
urnar fyrir hana, þar eru nú konurnar
farnar að ræða fyrir alvöru, á hvern hátt
þær eigi einnig að inna sina land-
varnarskjddu af hendi. Ymsar tillögur
hafa komið fram um það. Víða bafa
konurnar lagt helsl til, að allar ungar
stúlkur skyldu læra sjúkrahjúkrun um
ákveðinn tíma á vissum aldri. Það ætti
að vera þeirra landvarnar- eða þegn-
skylduvinna.
Hér áNorðurlöndum, þar sem konurnar
virðast frá fornöld hafa í hugsunarhætti
og uppeldi altaf verið frjálslyndari og