Kvennablaðið - 30.11.1915, Síða 6
86
KVENNABLAÐIÐ
Fyrirlestrar Kvenréttindafélagsins.
Kvenréttindafélag íslands í Reykjavík heíir
byrjað að láta halda fyrirlestra um ýms lög-
fræðileg, stjórnfræðileg og hagfræðileg efni.
Hefir það þegar fengið loforð ýmsra sérfræð-
inga um fyrirlestra í ýmsum málum. Fyrsta
fyrirlesturinn hélt alþm. Sveinn Björnsson i
félaginu þ. 22. þ. m. um nýju stjórnarskrána
og kosningarlögin. Var fyrirlesturinn mjög vel
fluttur og skýr og mundi mörgum kjósendum,
bæði körlum og konum, ekki óþarft að fá slika
skýringu á stjórnarskránni, alt svo rædd og
þvæld, sem einstök atriði hennar eru.
Næsti fyrirlestur verður væntanlega um rétt-
arstöðu islenzkra kvenna.
Fyrirlestrarnir eru ókeyþis fyrir félagskonur,
en utanfélagskonur borga 15 aura, eins og á
alþýðufræðslu Stúdentafélagsins. —
Geislabrot utan úr dimmunni.
Iðnaðarbarátta Pjóðverja.
Pann 27. marz siðastl. var alveg einstæður
fundur haldinn i hinni hágöfugu byggingu
Preussisches Abgeordnetenhaus, beint á móti
hinu alþekta Wertheims Magazine. Par sást
fjöldi af útvöldum, skrautklæddum herrum og
dömum ganga inn í rósumskreytt fordyri, milli
tveggja súlna. Og inni í hinum skrautlegu
sölum gengu allir mjög alvarlega skeggræðandi
saman milli lifandi mann-brúða, sem stóðu
þar, greiddar, stroknar, málaðar i andliti og
ilmandi af einhverjum nýjum ilmvötnum og
sneru sér þjónustusamlegast hátíðlega i allar
áttir, á geysi hælaháum skóm, til þess að sýna
áhorfendunum búninga þá, sem þær báru og
nýbúnir voru til fyrir þetta hátíðlega tækifæri,
enda var ekkert lítið um að vera: nú skyldi
skíra barnið, hinn nýja keisaralega pýzka móð.
Áhorfendurnir voru guðfeðginin, sem vernda
skyldu þetta vel skapaða barn í gegnum allar
torfærur og hættur æskuáranna. En það voru
heldur engin smámenni, sem hér áttu hlut að
máli. Listamannafélög, iðnaðarfélög, verzlunar-
hús og einstaklings-uppfundningamenn, studdir
og styrktir af sjálfri þýzku þjóðinni, kröfum
hennar og ráðum. Síðan striöið hófst, liafa
þeir setið á rökstólum og starfað í þessa átt.
Margt hefir hér komið til greina: þjóðræknis-
ástæður, siðferðislegar og fagurfræðilegar, en
umfram alt hagfræðilegar og keisaralegar. Pað
er ekki lengur búninga-gerbreytendanna ófram-
færnu óskir, að vera ekkert við móðana bund-
nir eða upp á útlöndin komnir, heldur láta
útlöndin vera upp á sig komin. Móðarnir eru
svo sem ekki neitt tvírætt gaman, eins og kaup-
endurnir hafa álitið áður, heldur liggur ávinn-
ingur og pólitík bak við þá; það allra alvarlegasta,
sem hugsast getur. Engin furða, að hópurinn
af móð-mannbrúðunum var alvarlegur og fann
til ábyrgðarinnar: Skyldur heils rikis hvildu á
herðum þeirra.
Skömmu eftir að »Deutscher Werkbund« hélt
þessa sýningu, hélt hið þýzka ríkisfélag sauma-
kvennanna kongress sinn í Berlín, sem alger-
lega hljóðaði um lejmdarmál móðanna og
hvernig þeir sköpuðust. Fundarskýrslurnar
vekja mikla virðingu fvrir þekkingu og gáfum
þýzka saumalistafólksins. Menn gætu haldið,
að þeir væru að lesa um vísindalegan fund.
Samt leit út fyrir, að sjálfsálitið væri ekki full-
þroskað, því ýmsar af fundarkonum létu i ljósi
efa, sem studdist við þekkingu þeirra á skap-
lyndi þjóðarinnar, að nokkurt útlit væri á þvi,
að Pýzkaland gæti nokkurn tíma sigrað Frakk-
land í samkepninni upi móðinn, og héldu því
fram, að þar ráði/ ástleitnin oft leikslokum.
Hinir vóru sannfærðir um, að hægt væri að
skapa þýzkan smekk, ef maður vildi. Um karl-
mannamóða var alls ekkert talað. Peir verða
að bera sömu snið og áður að miklu leyti.
Svo þegar stríðið er hætt, geta þeir átt á hættu
einn góðan veðurdag að vera í fötum, sem bera
hið ógæfusama merki: »RuIe Britannia«.
En hvað gerðu menn í París um þessar
mundir? Menn töluðu um nýjustu móðana,
eins og vant var, með injög miklu virðingar-
leysi. Og eins og vant var, sneru betri kon-
urnar bakinu við nýju móðunum, og »La
Francaise« hneykslaðist á þeim og tók þá al-
varlega til bænar.
Munið eftir
að líta inn í
SÆLGÆTISVERZLÚNINA
KOLBRÚN
Laugaveg- 5.
— Þess mun engan iðra.