Kvennablaðið - 31.08.1916, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 31.08.1916, Qupperneq 2
KVENNABLAÐIÐ 58 þeim, af því engin fræðsla hefir verið fyrirskipuð, né til í þeim efnum, þegar þess- ar stöður voru stofnaðar, og mennirnir því venjulega algerlega óhæíir i þær. í borgunum, þar sem þéttbýlið er mest, þarf á mestri eftirlitssemi að halda í ýms- um efnum. Par hafa ríkin og bæjarstjórnir gert ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir og sett eftirlitsmenn í ýmsum efnum, t. d. fátækrafulltrúa, heilbrigðsfulltrúa, bygging- arfulltrúa, eftirlitsmenn eða umsjónarmenn við verksmiðjur og annan stóriðnað, eftirlits- menn með heimilisiðnaði og atvinnuskrif- stofum til þess bæði að fyrirbyggja atvinnu- leysi og afleiðingar þess. Sömuleiðis eru bæjarstjórnirnar farnar að setja á fót almenn- ar húsnæðisskrifstofur.og reglubundiðeftirlit með minni íbúðunum. Fátækrafyrirkomu- laginu er farið að breyta í betra horf og Ioks er farið að gera gangskör að því að bæta meðferð á ungbörnum og uppeldi og meðferð verkalýðsins yfir höfuð. En allar þessar stóru og ólíku þjóðfélags- legu breytingar heimta margháttaða þekk- ingu og vinnu. Til þess verða ríkin og bæja- og sveita- félög að setja margskonar starfsmenn. Af þeim verður aftur að heimta, ekki einungis persónulega hæfileika og áhuga fyrir ýms- um þjóðfélagsstörfum, heldur einnig marg- háttaða fullkomna þekkingu bæði bóklega og verklega, sem á við hvert af þeim störf- um, og við það verða erfiðleikarnir meiri að fá hæfa starfskrafta í allar þessar ólíku sýslanir. Því hefir í flestum löndum, eink- um þeim stærri, verið gerðar ýmsar ráð- stafanir til að koma á fót heppilegri fræðsu í þessum efnum, stundum að tilhlutun ein- stakra manna, en oftast aðallega að tilhlut- un rikisins, og bæjarfélaganna, til þess að fá vel hæfa þjóðfélagslega starfskrafta í þessar margháttuðu sýslanir. þannig eru t. d. í Englandi margsháttar þjóðfélagslegar fræðslustofnanir, ýmist sér- stakar, eða í sambandi við helstu háskól- ana. Kenslan við þessar námsstofnanir er bæði munnleg og verkleg og miðar til að undirbúa: 1. Eftirlitsmenn heilbrigðis, bústaða og iðnaðar. 2. Aðstoðarmenn handa bæjarstjórnum, og við atvinnuskrifstofur. 3. Fólk sem gefur sig við að standa fyrir fátækrahælum, góðgerðastarfsemi, eða annari starfsemi þjóðfélaginu til vel- ferðar. 4. Stjórnara iðnfélaga, hlutafélags kaup- skapar o. s. frv. Munnlega og bóklega fræðslu í bæjar- félagsstjórn og starfsemi, i iðnaðarlöggjöf, heilsufræði og meðferð líkamans, sömul. í þjóðmegunar-heimspeki, og hagfræði. Sam- hliða fyrirlestrum í þessum efnum, eru nemendurnir látnir skoða ýmsar almennar stofnanir í þessum efnum, t. d. iðnskóla, skóla handa andlega eða líkamlega fötluð- um, betrunarstofnanir fyrir börn, barna- garða, sjúkrahús, fátækrahæli, barnaheim- ili, verksmiðjur, heimilisiðnaðarstofnanir, atvinnu-skrifstofur og íbúða og iðneftirlits- skrifstofur. Aðalhagsýniskenslan fefr fram að nokkru leyti í þessum síðasttöldu skrifstofum, og að nokkru leyti í hjálparskrifstofum borg- anna og góðgerðafélaganna. Þar taka nemendurnir þátt í allri skriflegri vinnu, t. d. að setja upp embættisbækur, skrá- setning, bréfaskriftir o. s. frv. Bæði bóklega og munnlega námsskeiðinu, ásamt praktizka náminu, er ætlast til að sé lokið á einu ári. En ef óskað er eftir vitnisburði þá stendur það í tvö ár. í Þýzkalandi er séð um að þessir þjóð- félagslegu starfsmenn fái sérlega góða fræðslu, jsem er sameginleg fgrir konur og karla. Námskeiðin eru nokkuð misjöfn bæði að lengd og fyrirkomulagi. Þannig er t. d. í Frankfurt am Main kenslustofn- un, með 2.—3. ára námskeiði, með 30 kenslustundum á viku. Fræðslan tekur yfir allar greinar af þjóðfélagsstarfsemi og er bæði bókleg og munnleg, og hagsýn, eða verkleg. Munnlega kenslan er um heilsu- fræði og þrifnað, uppeldisfræði, rikis- og umboðsfræði, fátækrastjórn og stjórn barna- hæla, skrifstofustörf, og samhliða þessu

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.