Kvennablaðið - 31.08.1916, Blaðsíða 3
RVENNABLAÐIÐ
59
eru heimsóknir i öllum slíkum almennum
stofnunum. í Frankfurt am Main er, líka
árlega haldið 2. mánaða námskeið i iðn-
þrifnaði til undirbúnings handa iðnaðar-
eftirlitsmönnum, sjúkrasamlagslæknum og
fólki, sem hetði áhuga fyrir hinum ýmsu
teknisku atriðum, í Qölmörgum ólíkum at-
riðum iðnþrifnaðarins. Þessum námskeið-
um eru líka samfara heimsóknir í iðnaðar-
stofnanir, almennar velferðarstofnanir,
þrifnaðarskóla, sjúkrahús o. s. frv.
Auk þessa eru í Þýzkalandi líka til þjóð-
félagslegir skólar einungis handa konum. f
þessum skólum geta konur fengið undir-
búning undir öll þjóðfélagsleg störf, hvort
sem heldur vera skyldi sjálfboðaliðar, í
góðgerðarstarfsemi, og þjóðfélagsstörfum,
eða í launaðar stöður sem forstöðukonur,
eða skrifarar í þjóðfélagslegum stofnunum
og félögum.
Þessi námskeið standa í tvö ár. Fyrra
árið á að vekja áhuga fyrir praktískri þjóð-
félagsstarfsemi, og þjóðfélagsmálum, og
verða grundvallar undirbúningur undir
þjóðfélagslega starfsemi. Námsgreinarnar
eru: Uppeldisfræði, þrifnaðar- og heilsu-
fræði, hagfræði, félagsfræði, ásamt lestri í
þjóðfélagslegum uppeldis-fræðibókum, verk-
legar æfingar fylgja í ýmsum heimilisiðn-
aði, barnagarða vinnu, ásamt hússtjórn og
heimilisstörfum. Síðara árið er kend hag-
fræði, félagsfræði, uppeldisfræði, þjóðfélags-
Ieg heilsu- og þrifnaðarfræði, þjóðfélagsleg
siðfræði, þá eru og skýrð hin ýmsu verk-
efni og tilgangur þjóðfélagsstarfseminnar,
kend fátækrastjórn og umsjón fátækrahæla,
saga fátækrastjórnarinnaro.s.frv. Sömuleiðis
fer þar fram bókleg og munnleg kensla um
uppeldi og fóstrun unglinganna. Samhliða
þessu námi fara fram heimsóknir í al-
mennar góðgerðastofnanir eða einstakra
manna, verkakvenna heimili, barnaheimili,
fátækrahæli o. s. frv.
Kosningarnar 5. ágúst.
Þær eru nú um garð gengnar en geta
því miður, engum kjósendum talist til
sæmdar, því það verður þó aldrei talin
sæmd að selja sín dýrustu réttindi fyrir
einn matarskamt. Ýmsir hafa afsakað sig
með því að kosningardagurinn væri ó-
heppilega valinn, því skal^ heldur ekki
neitað, að undarlegt virðist að velja kosn-
ingardaginn um mestu sláttarannirnar. En
— einu sinni á sex árum ættu menn þó
að gefa sér tíma til að sækja kosningarn-
ar, sem flestar siðaðar þjóðir telja sinn
dýrasta rétt, sem þær hafa oft keypt með
harðri baráttu, og jafnvel uppreist og
blóði.
Margir munu segja að vér konur höfum
I við þetta tækifæri sannað það, sem ýmsir
hafi haldið fram að konur gæfu ekkert
um þessi réttindi. Nú, í fyrsta sinni sem
vér hefðum getað notið þeirra hefðum vér
ekki hirt um það. Flestar af oss hefðu
setið heima og ekki hreyft legg eða lið.
Því miður er þetta satt. Fæstar þeirra
kvenna, sem kosningarrétt hafa, hafa notað
hann í þetta sinn. En til þess liggja marg-
ar ástæður. Fyrst hin alkunna deyfð, sem
nú er yfir öllum stjórnmálum. Menn vita
ekkert upp á hvað er kosið. Engin mál
liggja fyrir, sem vakið geti áhuga almenn-
ings. Þetta hefir sömu áhrif. á konur og
karla. Þá eru annríkis ástæðunnar, þær
eru enn þá ríkari fyrir konur en karla á
sumrin. Auk þess má telja óvíst að verka-
konur fengju leyfi húsbænda sinna til að
fara á virkum heyskapardögum þótt þær
vildu. Og fari húsbændurnir ekki, þá er
auðvitað að aðrir á heimilunum fara held-
ur ekki.
í þriðja lagi héldu margar fátækar gaml-
ar konur að þær hefðu ekki kosningarrétt,
af því þær væru orðnar ofgamlar, eða
greiddu engin sveitagjöld. Þær trúa því
ekki að þær hefðu rétt til að kjósa til
alþingis án þess, þegar þær hefðu það ekki
til bæjarstjórna eða hreppsnefnda. Og