Kvennablaðið - 31.08.1916, Síða 5
KYBNNABLAÐIÐ
61
að verkum, að fleiri konur frá mentuðum
heimilum taka að sér kenslustörf við al-
þýðuskóla en karlmenn. Og þótt menn
bæði viðurkenni og virði þá, sem sjálfir
ná sömu þekkingu og þroska, þá verður
hitt þó að álitast mikill ávinningur fyrir
skólana.
Eitt atriði í þessu efni, sem ekki verður
gengið fram hjá, þegar dæma á hæíileika
kvenna, bæði fyrir þessi og önnur störf
utan heimilis, er það, að konur oftlega gift-
ast og eignast börn, þegar þær hafa starf-
að nokkur ár að einhverju. Höf. kannast
við, að það geti valdið margskonár erfið-
Ieikum, að hafa þannig tvöföld störf á
hendi, en segir þó að lokum:
Eg heíi oftsinnis furðað mig á því, að
giftar kenslukonur, með stóran barnahóp
á heimilinu, geta þrátt fyrir það stundað
öll sín kenslustörf ágætlega. En eg hefi
líka þá oft hugsað: Ætti ekki heldur öll
þessi umhyggja og kensla að koma niður
á þeirra eigin börnum? Þessi spurning
er flókin, og þó víða viðeigandi. Hið prakt-
iska lífið lætur okkur hér, sem víða ann-
arstaðar, standa í óvissu. Neitað verður
því ekki, að einmitt þegar konan er orðin
móðir, þá er hún hæfust til uppeldisstarf-
anna, sem líka er aðalverk alþýðuskólanna,
miklu fremur en að veita þekkingu«.
Þingkosningarnar í Finnlandi
fóru fram 1.—3. júlí sl. Af hinum 200 pingm.
náöu 24 konur kosningu. Af þessum 24 konum
voru 3 af sænska þjóðar-flokknum, tvær af
ung-finska-flokknum, tvær af gamal-finska-
flokknum og 17 af jafnaaðrmanna-flokknum.
Af bændaflokknum komst engin kona að. Af
þessum konum eru ýmsar endurkosnar. Sumar
þeirra hafa jafnvet setið altaf á þingi síðan
1907. Þektastar eru þær, dr. phil. Jenny af
Forelles, dr. phil. Tekla Hulten, frk. Annie
Furnhjelm, (fyrv. ritstýra Nútíðar, og 2. vara-
formaður í Alþjóða-Kvenréttindafélagi kvenna),
skólastýra Lucina Hagman og eftirlitsmaður
atvinnumálanna frk. Vera Hjelt. Sömuleiðis er
ristýra vinnukvenna-blaðsins í Helsingfors,
Miina Sillanpaa, ein af þeim þingkonum, sem
komst á þing 1907, og síðan hefir þar jafnan
átf sæti. Hún er valin af jatnaðarm.fél.
Mjög eru finskar konur leiðar yfir þvi, að
ein af þeirra færustu konum, sem setið hefir á
þingi siðan 1907, Dagmar Neovius, féll. Hún
var á lista sænska flokksins, og er konunum,
sein á Finnlandi eru, meiri hluti kjósend-
anna, kent um það, þótt þær gangi að kosn-
ingunum sameiginlega með karlmönnunum í
pólitísku flokkunum.
En í grein um kosninguna, í finska kvenna-
tímaritinu »Samtid«, segir H. Westermark, að
til þess, að koma konum að, verði þær að fjöl-
menna, þvi konumar séu aðallega kosnar af
þeira.
í annari grein um kosningarnar er komist
svo að orði:
»Er það ráðlegt, — skoðað frá kvennanna
sjónarmiði — að setja upp á lista heifa röð af
kvennanöfnum, sem ekkert útlit hafa til þess,
að komast að, eins og ung-finsku og gamal-
finsku flokkarnir hafa nú gert? Er ekki hætt
við, að þetta veiki áhugann hjá áhugasamari
kven-kjósendunum þegar fram í sækir, og að
það sýni áhugalausu-konunum og karlmönn-
unum, að konurnar séu ekki venjulega kosnar
fyrir þingmenn, hetdur hafðar að tálbeitu meðal
þingmanna-efnanna«.------; —
Ömmurnar.
Hugleiðingar gamallar konu.
Fví verður ekkí neitað, að nútíma-konurnar
halda æsku-útliti, og bæði andlegu og líkam-
legu fjöri talsvert lengur, en fyrri kynslóðir
kvenna. Ástæða þess er áreiðanlega sú, að nú-
tíðarkonurnar taka meiri þátt í öllum áhuga-
málum, sem efst eru á baugi en fyrri tima
konurnar, og þekkja því ekki þá dauða-mollu,
sem ömmurnar okkar urðu að lifa í.
Agætt dæmi um eina slíka andlega og likam-
lega lifandi gamla konu, sem hefir haldið sér
sí-ungri er þýzki rithöfundurinn Hedvig Dohm.
Þegar hún, nú fyrir 2 árum, varð 80 ára gömul,
þá ritaði hún þessar hugleiðingar sinar um
ömmurnar, sem Kv.bl. tekur hér upp, sem
nqkkurskonar athugasemd við afmælisdaginn.
* *
*
»Hugmyndirnar um ömmurnar þurfa endur-
skoðunar við, því nú á dögum eru margar
ömmur blómlegar útlits, sem gjarna vilja njóta
lífsins i fullum mæli, og með fullum lífskröftum.
Hæfileikarnir til að halda sér ungum, eru